| Sf. Gutt

Spáð í spilin


Landsleikjahlé er að baki og næsti deildarleikur framundan. Nú bar svo við að maður meiddist sem ekki var með landsliði sínu! Það er ekki eitt heldur allt þessa dagana. Daniel Sturridge meiddist auðvitað í landsleikjahléinu í september og átti að vera tilbúinn eftir þetta hlé. Auðvitað gekk það ekki eftir því hann meiddist aftur!



Það má öllum ljóst vera að þessi nýju meiðsli Daniel eru gríðarlegt áfall. Í síðustu tveimur deildarleikjum hafa verið batamerki á leik Liverpool og því voru góðar vonir til þess að endurkoma Daniel myndi koma á hárréttum tíma. Eins eru stórleikir framundan við Real Madrid sem allir vita hversu mikilvægir eru. Þeir Luis Suarez og Daniel Sturridge voru trúlega besta sóknarpar í Evrópu ef ekki í heiminum á síðustu leiktíð og það segir sér sjálft hversu mikið áfall það er að missa þá báða úr leik því Luis er farinn og Daniel hefur misst mest alla leiktíðina úr vegna meiðsla. 

En eins og alla tíð þá skipta þeir leikmenn sem eru til taks mestu. Nú sem aldrei fyrr á sínum stutta ferli hjá Liverpool verður Mario Balotelli að láta að sér kveða. Hann er úthvíldur því ekki var hann valinn í ítalska landsliðið og nú verður hann að fara að skora. Það sama gildir um þá Rickie Lambert og Fabio Borini. Þeir verða líka að fara að skora. 

Liverpool leikur á morgun við Queen Park Rangers í London. Ef Liverpool leikur almennilega þá á liðið að vinna sigur. Q.P.R. komst á ævintýralega hátt upp í efstu deild á nýjan leik í vor eftir að hafa unnið Derby með eina almennilega markskoti sínu á lokamínútu úrslitaumspilsleiksins á meðan Hrútarnir óðu í færum. Það eru sterkir menn í liðinu en liðið er sem stendur á botni deildarinnar og Liverpool verður að vinna leikinn. 

Ég spái því að Liverpool vinni þæfingssigur 1:2. Líklega hefði ég spáð meira sannfæarandi sigri ef Daniel Sturridge hefði verið með. Hann er einfaldlega það góður. Mario Balotelli og Jordan Henderson skora.

Vissir þú?





Liverpool hefur unnið fimm af síðustu sex leikjum sínum á móti Q.P.R. Síðast þegar liðin voru í sömu deild vann Liverpool 0:3 á Loftus Road og 1:0 á Anfield. 

YNWA 
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan