| Sf. Gutt
TIL BAKA
Heppnissigur á botnliðinu
Liverpool vann ótrúlegan 2:3 útisigur á Queen Park Rangers í dag. Liverpool lék ekki vel en tvö sjálfsmörk og góð markvarsla björguðu því sem bjargað var.
Bendan Rodgers gerði nokkrar beytingar á liði sínu frá sigrinum á West Bromwich Albion um daginn. Það sem kom helst á óvart var að Erme Can kom inn í byrjunarliðið. Raheem Sterling sem mikið hefur verið í umræðu vegna þreytu var þrátt fyrir það í byrjunarliðinu.
Það gekk hvorki né rak hjá Liverpool í fyrri hálfleik, mikið óöryggi var í liðinu og heimamenn voru óheppnir að komast ekki yfir. Á 9. mínútu komst Charlie Austin framhjá Martin Skrtel og var allt í einu einn gegn Simon Mignolet. Belginn lokaði á hann en Charlie fékk boltann aftur og það endaði með því að boltinn fór framhjá. Á 28. mínútu sendi Bobby Zamore fyrir frá hægri á Leroy Fer en skot hans strauk slána og fór yfir. Um sex mínútum seinna var Leroy aftur á ferðinni. Boltinn kom fyrir frá hægri, Simon fór í úthlaup en Leroy skallaði að auðu markinu en aftur fór boltinn í tréverkið. Boltinn hrökk út í teig og þar náði Glen Johnson að tækla boltann í burtu ef svo má segja. Martin lauk svo við að hreinsa rétt fyrir framan markið. Heppnin sannarlega með Liverpool.
Á lokamínútu hálfleiksins komst Liverpool loksins í færi. Steven Gerrard náði þá að leika inn í vítateiginn og komst í skotstöðu en boltinn fór rétt framhjá. Þó svo hálfleikurinn hafi endað á þessu hefði Liverpool ekki getað kvartað ef heimamenn hefðu verið yfir í leikhléi.
Bæði lið áttu færi í upphafi síðari hálfleiks. Fyrst átti Sandro skot úr vítateignum sem Simon varði vel í horn. Liverpool svaraði svo með skyndisókn sem endaði á því að Adam Lallana gaf fram á Jordan Henderson en skot hans fór langt yfir. Á 55. mínútu ógnaði Charlie enn við mark Liverpool en þverskot hans úr þröngri stöðu fór framhjá. Fimm mínútum seinna fékk Liverpool svo dauðafæri. Raheem sendi fram og boltinn hrökk af varnarmanni á Adam sem átti fínasta skot sem Alex McCarthy varði. Hann hélt þó ekki boltanum sem hrökk fyrir fætur Mario Balotelli sem hafði markið opið fyrir framan sig. Á einhvern ótrúlegan hátt tókst honum þó að moka boltanum yfir. Lygilegt að sjá til Ítalans sem á enn eftir að sýna hvað í honum býr eftir komu sína til Liverpool.
Liverpool lék aðeins skárr í síðari hálfleik og það kom kannski ekki alveg á óvart þegar liðið komst yfir á 67. mínútu. Raheem fékk þá aukaspyrnu hægra megin við vítateiginn. Hann var snöggur að taka spyrnuna, kom boltanum á Glen sem sendi þvert fyrir markið og þar stýrði Richard Dunne boltanum í eigið mark!. Raheem var þarna snöggur að hugsa og það skóp markið.
Þegar stundarfjórðungur var eftir var Charlie enn til vandræða. Hann átti gott skot frá vítateignum sem Simon mátti hafa sig allan við að verja neðst í horninu. Það virtist alltaf hætta þegar heimamenn sóttu og varla datt nokkrum manni í huga að þetta eina mark dygði. Fimm mínútum fyrir leikslok náði Liverpool ekki að hreinsa eftir horn en Simon varði vel skalla frá Armand Traore. Liverpool svaraði hinu megin með skyndisókn sem endaði með því að Mario fékk boltann en Alex varði fast skot hans með fótunum.
Nú var komið að ótrúlegum lokakafla og hófst hann þegar ein mínúta var eftir af leiknum. Það kom auðvitað að því að Liverpool fékk á sig mark! Varamðurinn Eduardo Vargas skoraði þá af stuttu færi eftir að Charlie skallaði boltann til hans. Simon sem var búinn að verja svo vel kom engum vörnum við.
Viðbótartíminn var rétt hafinn þegar Liverpool komst yfir á nýjan leik. Philippe Coutinho, sem kom inn á sem varamaður, lék þá inn í vítateiginn og læddi boltanum neðst í hægra hornið með hnitmiðuðu skoti. Vel gert hjá Brasilíumanninum sem loksins gerði eitthvað sem munaði um á þessari leiktíð. Þetta fína mark dugði þó ekki. Q.P.R. fékk horn frá vinstri og við nærstöngina náði Eduardo að skjóta sér fram og skalla í mark. Enn og aftur réði vörn Liverpool ekki við verkefnið og staðan jöfn.
Það var þó ekki allt búið enn. Heimamenn sendu aukaspyrnu inn í vítateig Liverpool. Að þessu sinni varð ekki hætta úr og Liverpool geystist fram. Boltinn gekk fram á Raheem sem lék inn í vítateiginn vinstra megin og sendi fyrir markið. Lánið var aftur með Liverpool því Steven Caulker stýrði boltanum á sama hátt og félagi hans Richard hafði áður gert. Sigurinn í höfn en hann fékkst með mikilli heppni og Liverpool þarf að gera mun betur í næstu leikjum ef eitthvað vit á að verða í þessari leiktíð!
Q.P.R.: McCarthy, Onuoha (Phillips, 45. mín.), Dunne, Caulker, Suk-young, Isla, Henry, Sandro (Traore, 60. mín.), Fer, Zamora (Vargas, 79. mín.) og Austin. Ónotaðir varamenn: Murphy, Ferdinand, Kranjcar og Hoilett.
Mörk Q.P.R.: Eduardo Vargas (87. og 90. mín.).
Gul spjöld: Richard Dunne og Karl Henry.
Liverpool: Mignolet, Johnson, Skrtel, Lovren, Enrique, Can (Allen, 66. mín.), Henderson, Lallana (Coutinho, 66. mín.), Gerrard, Sterling (Toure, 96. mín.) og Balotelli. Ónotaðir varamenn: Jones, Manquillo, Markovic og Lambert.
Mörk Liverpool: Richard Dunne, sm, (67. mín.), Philippe Coutinho (90. mín.) og Steven Caulker, sm, (90. mín.).
Gul spjöld: Glen Johnson, Martin Skrtel og Philippe Coutinho.
Maður leiksins: Simon Mignolet. Þrátt fyrir að Belginn fengi á sig tvö mörk þá var það honum að þakka að Liverpool náði að vinna þennan ótrúlega sigur.
Brendan Rodgers: ,,Þetta voru góð úrslit fyrir okkur og frábær þrjú stig. Hvað frammistöðuna varðar er ég augljóslega ekki ánægður. En ég held, að ef maður lítur til baka á umskiptin á liðinu hvað varðar andlegan styrk og karakter þá held ég að þetta hafi verið leikur sem hefði tapast 3-2 fyrir nokkrum árum síðan."
,,Tímabilið er tiltölulega nýbyrjað. Við munum kíkja á töfluna eftir 10 leiki. Við vitum að við þurfum að bæta okkur töluvert inná vellinum. Hraði okkar leiks er ennþá of hægur. Það er ekki nógu hraður taktur og nægur persónuleiki til að taka stjórn á leiknum. En á meðan við leitum að því er mikilvægt að halda áfram að vinna og það hefur okkur tekist."
Fróðleikur
- Philippe Coutinho skoraði í fyrsta sinn á leiktíðinni.
- Mótherjar Liverpool hafa nú skorað þrjú sjálfsmörk á leiktíðinni og eru þessi mörk jafn mörg og markahæsti leikmaður liðsins, Raheem Sterling er með.
- Liðið hefur aðeins haldið hreinu einu sinni á leiktíðinni í öllum keppnum.
- Í fyrsta sinn á leiktíðinni hafa nú unnist tveir leikir í röð.
- Þetta var 110. deildarleikur Jordan Henderson fyrir félagið.
- Kolo Toure spilaði sinn 20. deildarleik fyrir félagið.
- Að átta umferðum liðnum í deildinni er Liverpool í fimmta sæti með 13 stig.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Bendan Rodgers gerði nokkrar beytingar á liði sínu frá sigrinum á West Bromwich Albion um daginn. Það sem kom helst á óvart var að Erme Can kom inn í byrjunarliðið. Raheem Sterling sem mikið hefur verið í umræðu vegna þreytu var þrátt fyrir það í byrjunarliðinu.
Það gekk hvorki né rak hjá Liverpool í fyrri hálfleik, mikið óöryggi var í liðinu og heimamenn voru óheppnir að komast ekki yfir. Á 9. mínútu komst Charlie Austin framhjá Martin Skrtel og var allt í einu einn gegn Simon Mignolet. Belginn lokaði á hann en Charlie fékk boltann aftur og það endaði með því að boltinn fór framhjá. Á 28. mínútu sendi Bobby Zamore fyrir frá hægri á Leroy Fer en skot hans strauk slána og fór yfir. Um sex mínútum seinna var Leroy aftur á ferðinni. Boltinn kom fyrir frá hægri, Simon fór í úthlaup en Leroy skallaði að auðu markinu en aftur fór boltinn í tréverkið. Boltinn hrökk út í teig og þar náði Glen Johnson að tækla boltann í burtu ef svo má segja. Martin lauk svo við að hreinsa rétt fyrir framan markið. Heppnin sannarlega með Liverpool.
Á lokamínútu hálfleiksins komst Liverpool loksins í færi. Steven Gerrard náði þá að leika inn í vítateiginn og komst í skotstöðu en boltinn fór rétt framhjá. Þó svo hálfleikurinn hafi endað á þessu hefði Liverpool ekki getað kvartað ef heimamenn hefðu verið yfir í leikhléi.
Bæði lið áttu færi í upphafi síðari hálfleiks. Fyrst átti Sandro skot úr vítateignum sem Simon varði vel í horn. Liverpool svaraði svo með skyndisókn sem endaði á því að Adam Lallana gaf fram á Jordan Henderson en skot hans fór langt yfir. Á 55. mínútu ógnaði Charlie enn við mark Liverpool en þverskot hans úr þröngri stöðu fór framhjá. Fimm mínútum seinna fékk Liverpool svo dauðafæri. Raheem sendi fram og boltinn hrökk af varnarmanni á Adam sem átti fínasta skot sem Alex McCarthy varði. Hann hélt þó ekki boltanum sem hrökk fyrir fætur Mario Balotelli sem hafði markið opið fyrir framan sig. Á einhvern ótrúlegan hátt tókst honum þó að moka boltanum yfir. Lygilegt að sjá til Ítalans sem á enn eftir að sýna hvað í honum býr eftir komu sína til Liverpool.
Liverpool lék aðeins skárr í síðari hálfleik og það kom kannski ekki alveg á óvart þegar liðið komst yfir á 67. mínútu. Raheem fékk þá aukaspyrnu hægra megin við vítateiginn. Hann var snöggur að taka spyrnuna, kom boltanum á Glen sem sendi þvert fyrir markið og þar stýrði Richard Dunne boltanum í eigið mark!. Raheem var þarna snöggur að hugsa og það skóp markið.
Þegar stundarfjórðungur var eftir var Charlie enn til vandræða. Hann átti gott skot frá vítateignum sem Simon mátti hafa sig allan við að verja neðst í horninu. Það virtist alltaf hætta þegar heimamenn sóttu og varla datt nokkrum manni í huga að þetta eina mark dygði. Fimm mínútum fyrir leikslok náði Liverpool ekki að hreinsa eftir horn en Simon varði vel skalla frá Armand Traore. Liverpool svaraði hinu megin með skyndisókn sem endaði með því að Mario fékk boltann en Alex varði fast skot hans með fótunum.
Nú var komið að ótrúlegum lokakafla og hófst hann þegar ein mínúta var eftir af leiknum. Það kom auðvitað að því að Liverpool fékk á sig mark! Varamðurinn Eduardo Vargas skoraði þá af stuttu færi eftir að Charlie skallaði boltann til hans. Simon sem var búinn að verja svo vel kom engum vörnum við.
Viðbótartíminn var rétt hafinn þegar Liverpool komst yfir á nýjan leik. Philippe Coutinho, sem kom inn á sem varamaður, lék þá inn í vítateiginn og læddi boltanum neðst í hægra hornið með hnitmiðuðu skoti. Vel gert hjá Brasilíumanninum sem loksins gerði eitthvað sem munaði um á þessari leiktíð. Þetta fína mark dugði þó ekki. Q.P.R. fékk horn frá vinstri og við nærstöngina náði Eduardo að skjóta sér fram og skalla í mark. Enn og aftur réði vörn Liverpool ekki við verkefnið og staðan jöfn.
Það var þó ekki allt búið enn. Heimamenn sendu aukaspyrnu inn í vítateig Liverpool. Að þessu sinni varð ekki hætta úr og Liverpool geystist fram. Boltinn gekk fram á Raheem sem lék inn í vítateiginn vinstra megin og sendi fyrir markið. Lánið var aftur með Liverpool því Steven Caulker stýrði boltanum á sama hátt og félagi hans Richard hafði áður gert. Sigurinn í höfn en hann fékkst með mikilli heppni og Liverpool þarf að gera mun betur í næstu leikjum ef eitthvað vit á að verða í þessari leiktíð!
Q.P.R.: McCarthy, Onuoha (Phillips, 45. mín.), Dunne, Caulker, Suk-young, Isla, Henry, Sandro (Traore, 60. mín.), Fer, Zamora (Vargas, 79. mín.) og Austin. Ónotaðir varamenn: Murphy, Ferdinand, Kranjcar og Hoilett.
Mörk Q.P.R.: Eduardo Vargas (87. og 90. mín.).
Gul spjöld: Richard Dunne og Karl Henry.
Liverpool: Mignolet, Johnson, Skrtel, Lovren, Enrique, Can (Allen, 66. mín.), Henderson, Lallana (Coutinho, 66. mín.), Gerrard, Sterling (Toure, 96. mín.) og Balotelli. Ónotaðir varamenn: Jones, Manquillo, Markovic og Lambert.
Mörk Liverpool: Richard Dunne, sm, (67. mín.), Philippe Coutinho (90. mín.) og Steven Caulker, sm, (90. mín.).
Gul spjöld: Glen Johnson, Martin Skrtel og Philippe Coutinho.
Maður leiksins: Simon Mignolet. Þrátt fyrir að Belginn fengi á sig tvö mörk þá var það honum að þakka að Liverpool náði að vinna þennan ótrúlega sigur.
Brendan Rodgers: ,,Þetta voru góð úrslit fyrir okkur og frábær þrjú stig. Hvað frammistöðuna varðar er ég augljóslega ekki ánægður. En ég held, að ef maður lítur til baka á umskiptin á liðinu hvað varðar andlegan styrk og karakter þá held ég að þetta hafi verið leikur sem hefði tapast 3-2 fyrir nokkrum árum síðan."
,,Tímabilið er tiltölulega nýbyrjað. Við munum kíkja á töfluna eftir 10 leiki. Við vitum að við þurfum að bæta okkur töluvert inná vellinum. Hraði okkar leiks er ennþá of hægur. Það er ekki nógu hraður taktur og nægur persónuleiki til að taka stjórn á leiknum. En á meðan við leitum að því er mikilvægt að halda áfram að vinna og það hefur okkur tekist."
Fróðleikur
- Philippe Coutinho skoraði í fyrsta sinn á leiktíðinni.
- Mótherjar Liverpool hafa nú skorað þrjú sjálfsmörk á leiktíðinni og eru þessi mörk jafn mörg og markahæsti leikmaður liðsins, Raheem Sterling er með.
- Liðið hefur aðeins haldið hreinu einu sinni á leiktíðinni í öllum keppnum.
- Í fyrsta sinn á leiktíðinni hafa nú unnist tveir leikir í röð.
- Þetta var 110. deildarleikur Jordan Henderson fyrir félagið.
- Kolo Toure spilaði sinn 20. deildarleik fyrir félagið.
- Að átta umferðum liðnum í deildinni er Liverpool í fimmta sæti með 13 stig.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan