| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Slæmt tap fyrir Real Madrid
Liverpool tókst ekki að standa uppi í hárinu á stórliði Real Madrid í Meistaradeildinni. Evrópumeistararnir gerðu út um leikinn strax í fyrri hálfleik.
Brendan Rodgers gerði þrjár breytingar á byrjunarliðinu frá leiknum gegn QPR. Alberto Moreno tók stöðu Jose Enrique í vinstri bakverðinum og Joe Allen og Philippe Coutinho komu inn í stað Emre Can og Adam Lallana.
Liverpool byrjaði leikinn ágætlega og ekki hægt að segja annað en að leikmenn liðsins hafi komið ákveðnir til leiks. Okkar menn voru betri aðilinn í leiknum fyrsta korterið en þá komst Real betur inn í leikinn. Á 23. mínútu skoruðu gestirnir síðan frábært mark sem breytti gangi leiksins algjörlega. James Rodriguez átti þá frábæra sendingu yfir vörn Liverpool beint á Ronaldo, sem afgreiddi boltann glæsilega í hornið. Óverjandi fyrir Mignolet. Stórkostlegt mark.
Eftir markið breyttist leikurinn talsvert og svo virtist sem sjálfstraust okkar manna væri ekki upp á marga fiska. Menn fóru að reyna of erfiða hluti og spilið, sem hafði verið frísklegt framan af, varð þunglamalegra og ónákvæmara.
Á 30. mínútu skoraði Benzema síðan annað mark leiksins. Toni Kroos átti þá ágæta sendingu inn í teiginn þar sem Benzema stökk hæst og náði á ótrúlegan hátt að setja boltann yfir Mignolet í markinu. Varnarleikur Liverpool hefði alveg mátt vera betri.
Hafi varnarleikurinn verið klaufalegur í marki nr. 2 þá var hann hryllilegur í þriðja markinu. Það mark skoraði Benzema á 41. mínútu eftir fáránlegt klafs í teignum. Lánleysi okkar manna algjört og staðan orðin 0-3.
Rétt undir lok hálfleiksins átti Coutinho frábæra syrpu sem endaði með hörkuskoti sem small í innanverðri stönginni. Það hefði verið gott fyrir sjálfstraustið hefði sá bolti verið örfáum millimetrum innar. Leikmenn Liverpool héldu hnípnir til búningsherbergjanna í hálfleik með 3 mörk á bakinu og tapaðan leik í höndunum.
Einhverjir hafa kannski vonast eftir Istanbul ævintýri í síðari hálfleiknum, en það varð alls ekki raunin. Liðið komst reyndar aðeins betur inn í leikinn, en það var líklega frekar fyrir þær sakir að leikmenn Real leyfðu sér að slaka aðeins á klónni heldur en að okkar menn hafi stigið upp.
Reyndar var það svo að Real Madrid var nær því að auka muninn en Liverpool að minnka hann því á 64. mínútu fékk Ronaldo sannkallað dauðafæri. Hann fékk þá góða sendingu innfyrir vörnina frá Benzema og stóð aleinn inní vítateig, með Mignolet einan til varnar. Belginn varði hinsvegar stórkostlega, sem betur fer.
Það er fátt meira um þennan leik að segja. Evrópumeistararnir voru einfaldlega í öðrum klassa en okkar menn. Lokatölur á Anfield 0-3.
Liverpool: Mignolet, Johnson, Skrtel, Lovren, Moreno, Gerrard, Henderson (Can á 67. mín.), Allen, Coutinho (Markovic á 68. mín.), Sterling, Balotelli (Lallana á 46. mín.). Ónotaðir varamenn: Jones, Toure, Manquillo, Lambert.
Real Madrid: Casillas, Arbeloa, Pepe, Varane, Marcelo (Nacho á 85. mín.), Kroos (Illaramendi á 81. mín.) Modric, Rodriguez, Ronaldo (Khedira á 75. mín.), Isco, Benzema. Ónotaðir varamenn: Navas, Hernandes, Carvajal, Medran.
Mörk Real Madrid: Ronaldo á 24. mín. og Benzema á 30. og 41. mín.
Gult spjald: Kroos.
Maður leiksins: Coutinho fær heiðurinn að þessu sinni. Hann var í raun eini maðurinn sem var í svipuðum klassa og leikmenn Evrópumeistaranna í þessum leik. Sterling átti einnig ágæta spretti, sem og Lallana sem kom inn fyrir lánlausan Balotelli í hálfleik.
Brendan Rodgers: Við byrjuðum leikinn vel og ég var ánægður með vinnsluna og pressuna fyrstu 20 mínúturnar. Fyrsta markið þeirra var frábært og til marks um það hversu gott lið við áttum við. Það sló okkur út af laginu og við komumst aldrei almennilega inn í leikinn eftir það.
Brendan Rodgers gerði þrjár breytingar á byrjunarliðinu frá leiknum gegn QPR. Alberto Moreno tók stöðu Jose Enrique í vinstri bakverðinum og Joe Allen og Philippe Coutinho komu inn í stað Emre Can og Adam Lallana.
Liverpool byrjaði leikinn ágætlega og ekki hægt að segja annað en að leikmenn liðsins hafi komið ákveðnir til leiks. Okkar menn voru betri aðilinn í leiknum fyrsta korterið en þá komst Real betur inn í leikinn. Á 23. mínútu skoruðu gestirnir síðan frábært mark sem breytti gangi leiksins algjörlega. James Rodriguez átti þá frábæra sendingu yfir vörn Liverpool beint á Ronaldo, sem afgreiddi boltann glæsilega í hornið. Óverjandi fyrir Mignolet. Stórkostlegt mark.
Eftir markið breyttist leikurinn talsvert og svo virtist sem sjálfstraust okkar manna væri ekki upp á marga fiska. Menn fóru að reyna of erfiða hluti og spilið, sem hafði verið frísklegt framan af, varð þunglamalegra og ónákvæmara.
Á 30. mínútu skoraði Benzema síðan annað mark leiksins. Toni Kroos átti þá ágæta sendingu inn í teiginn þar sem Benzema stökk hæst og náði á ótrúlegan hátt að setja boltann yfir Mignolet í markinu. Varnarleikur Liverpool hefði alveg mátt vera betri.
Hafi varnarleikurinn verið klaufalegur í marki nr. 2 þá var hann hryllilegur í þriðja markinu. Það mark skoraði Benzema á 41. mínútu eftir fáránlegt klafs í teignum. Lánleysi okkar manna algjört og staðan orðin 0-3.
Rétt undir lok hálfleiksins átti Coutinho frábæra syrpu sem endaði með hörkuskoti sem small í innanverðri stönginni. Það hefði verið gott fyrir sjálfstraustið hefði sá bolti verið örfáum millimetrum innar. Leikmenn Liverpool héldu hnípnir til búningsherbergjanna í hálfleik með 3 mörk á bakinu og tapaðan leik í höndunum.
Einhverjir hafa kannski vonast eftir Istanbul ævintýri í síðari hálfleiknum, en það varð alls ekki raunin. Liðið komst reyndar aðeins betur inn í leikinn, en það var líklega frekar fyrir þær sakir að leikmenn Real leyfðu sér að slaka aðeins á klónni heldur en að okkar menn hafi stigið upp.
Reyndar var það svo að Real Madrid var nær því að auka muninn en Liverpool að minnka hann því á 64. mínútu fékk Ronaldo sannkallað dauðafæri. Hann fékk þá góða sendingu innfyrir vörnina frá Benzema og stóð aleinn inní vítateig, með Mignolet einan til varnar. Belginn varði hinsvegar stórkostlega, sem betur fer.
Það er fátt meira um þennan leik að segja. Evrópumeistararnir voru einfaldlega í öðrum klassa en okkar menn. Lokatölur á Anfield 0-3.
Liverpool: Mignolet, Johnson, Skrtel, Lovren, Moreno, Gerrard, Henderson (Can á 67. mín.), Allen, Coutinho (Markovic á 68. mín.), Sterling, Balotelli (Lallana á 46. mín.). Ónotaðir varamenn: Jones, Toure, Manquillo, Lambert.
Real Madrid: Casillas, Arbeloa, Pepe, Varane, Marcelo (Nacho á 85. mín.), Kroos (Illaramendi á 81. mín.) Modric, Rodriguez, Ronaldo (Khedira á 75. mín.), Isco, Benzema. Ónotaðir varamenn: Navas, Hernandes, Carvajal, Medran.
Mörk Real Madrid: Ronaldo á 24. mín. og Benzema á 30. og 41. mín.
Gult spjald: Kroos.
Maður leiksins: Coutinho fær heiðurinn að þessu sinni. Hann var í raun eini maðurinn sem var í svipuðum klassa og leikmenn Evrópumeistaranna í þessum leik. Sterling átti einnig ágæta spretti, sem og Lallana sem kom inn fyrir lánlausan Balotelli í hálfleik.
Brendan Rodgers: Við byrjuðum leikinn vel og ég var ánægður með vinnsluna og pressuna fyrstu 20 mínúturnar. Fyrsta markið þeirra var frábært og til marks um það hversu gott lið við áttum við. Það sló okkur út af laginu og við komumst aldrei almennilega inn í leikinn eftir það.
Fróðleikur:
-Þetta var stærsta tap Liverpool á heimavelli í Evrópukeppni.
-Þetta var líka í fyrsta sinn sem Liverpool bíður ósigur gegn Real Madrid. Liðin mættust fyrst árið 1981 í úrslitaleik Evrópukeppni bikarhafa. Þá sigraði Liverpool 1-0 með marki frá Alan Kennedy. Leiktíðina 2008-2009 mættust liðin síðan í Meistaradeildinni. Liverpool vann báða leikina. 1-0 á Santiago Bernabeu, með marki frá Yossi Benayoun og síðan 4-0 á Anfield þar sem Gerrard gerði tvö mörk, Fernando Torres eitt og sjálfur Andrea Dossena eitt!
-Í báðum viðureignunum 2008-2009 lék Alvaro Arbeloa í liði Liverpool, en hann er leikmaður Real í dag.
-Markið sem Christiano Ronaldo skoraði var fyrsta mark hans á Anfield.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
-Þetta var líka í fyrsta sinn sem Liverpool bíður ósigur gegn Real Madrid. Liðin mættust fyrst árið 1981 í úrslitaleik Evrópukeppni bikarhafa. Þá sigraði Liverpool 1-0 með marki frá Alan Kennedy. Leiktíðina 2008-2009 mættust liðin síðan í Meistaradeildinni. Liverpool vann báða leikina. 1-0 á Santiago Bernabeu, með marki frá Yossi Benayoun og síðan 4-0 á Anfield þar sem Gerrard gerði tvö mörk, Fernando Torres eitt og sjálfur Andrea Dossena eitt!
-Í báðum viðureignunum 2008-2009 lék Alvaro Arbeloa í liði Liverpool, en hann er leikmaður Real í dag.
-Markið sem Christiano Ronaldo skoraði var fyrsta mark hans á Anfield.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!
Fréttageymslan