| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Jafntefli á Anfield
Liverpool náði ekki að skora gegn Hull City á Anfield í 9. umferð Úrvalsdeildarinnar. Liðið hélt þó markinu hreinu og niðurstaðan var því bragðdauft jafntefli.
Nokkrar breytingar voru gerðar á byrjunarliðinu frá leiknum við Real Madrid. Inn komu þeir Javier Manquillo, Emre Can og Adam Lallana í stað Glen Johnson, Jordan Henderson og Philippe Coutinho. Mario Balotelli hélt sæti sínu í byrjunarliðinu og kom það mörgum á óvart.
Í fyrri hálfleik gerðist fátt markvert, Emre Can var öflugur á miðjunni en minnstu munaði að hann meiddist snemma leiks þegar Tom Huddlestone tæklaði boltann en rann svo með fótinn í ökklann á Can sem lá óvígur eftir. Þjóðverjinn jafnaði sig þó af þessu skömmu síðar. Heimamenn reyndu að sækja að marki gestanna en sóknin var of hæg til þess að skapa einhver töluverð vandræði. Það var helst að hætta skapaðist í föstum leikatriðum og eftir hornspyrnu skallaði Dejan Lovren að marki en varnarmaður sem stóð á marklínu skallaði frá. Ekki svo löngu síðar hefði Lovren átt að gera betur þegar Gerrard sendi boltann fyrir markið beint úr aukaspyrnu en Króatinn misreiknaði eitthvað boltann og náði ekki skallanum.
Þegar líða tók á fyrri hálfleikinn sóttu gestirnir í sig veðrið og Hatem Ben Arfa komst upp að endamörkum hægra megin, rann til og varnarmenn Liverpool virtust halda að færið væri þar með farið forgörðum. Ben Arfa var ekki á sama máli og sendi boltann fyrir markið þar sem Livermore var óvaldaður og náði hann skoti á markið. Skotið var hinsvegar beint á Mignolet og hann greip boltann. Skömmu fyrir hálfleik skaut svo Huddlestone á markið fyrir utan teig, boltinn fór í Skrtel og breytti um stefnu, sem betur fer fór hann framhjá markinu því Mignolet hefði ekki náð að verja þennan bolta.
Í seinni hálfleik var sama uppá teningnum og það var ekki fyrr en eftir 60 mínútna leik sem hlutirnir breyttust til hins betra hjá heimamönnum. Inná komu þeir Philippe Coutinho og Rickie Lambert í stað Joe Allen og Adam Lallana. Balotelli komst tvisvar sinnum í ágæta stöðu en varnarmenn Hull björguðu, í fyrra skiptið eftir hornspyrnu náði Can að flikka boltanum yfir á fjærstöngina þar sem Ítalinn reyndi skot en varnarmenn voru fyrri til boltans. Í seinna skiptið sendi Can fyrir frá hægri en boltinn datt ekki fyrir Balotelli frekar en fyrri daginn. Korter fyrir leikslok sendi Rodgers Jordan Henderson inná fyrir Emre Can.
Gestirnir áttu ekki margar sóknartilraunir í seinni hálfleik en það helsta var skot frá varamanninum Aluko en Mignolet var vel á verði. Í lokin þyngdist sóknarleikur Liverpool eitthvað en því miður náðist ekki að skapa neina stórhættu. Gerrard virtist vera að brjótast einn í gegnum miðjan vítateiginn en varnarmenn Hull, sem fyrr, náðu til boltans og hreinsuðu frá. Í uppbótartíma hefði svo Balotelli getað orðið hetja leiksins er sending frá vinstri kanti hitti hann fyrir inná markteig en gott úthlaup markvarðar gestanna varð til þess að hann komst strax fyrir skotið.
Dómari leiksins flautaði svo til leiksloka og niðurstaðan eins og áður hefur komið fram, 0-0 jafntefli.
Liverpool: Mignolet, Manquillo, Lovren, Skrtel, Moreno, Gerrard, Can (Henderson, 75. mín.), Allen (Coutinho, 61. mín.), Lallana (Lambert, 61. mín.), Sterling, Balotelli. Ónotaðir varamenn: Jones, Johnson, Toure, Markovic.
Gul spjöld: Balotelli, Sterling og Henderson.
Hull City: Jakupovic, Chester, Bruce, Davies, Elmohamady, Livermore, Diamé (Meyler, 86. mín.), Huddlestone, Brady, Ben Arfa (Aluko, 71. mín.), Hernández (Ramírez, 71. mín.). Ónotaðir varamenn: Watson, Quinn, McShane, Rosenior.
Gul spjöld: Huddlestone og Ben Arfa.
Áhorfendur á Anfield: 44.591.
Maður leiksins: Það er ekki auðvelt að velja mann leiksins en það er kannski við hæfi að velja varnarmann að þessu sinni þar sem markinu var loksins haldið hreinu. Dejan Lovren hefur valdið vonbrigðum á tímabilinu en hann átti góðan leik gegn að þessu sinni, stóð vaktina í vörninni með sóma og reyndi hvað hann gat til að skapa hættu í föstum leikatriðum. Vonandi byggir Króatinn á þessari frammistöðu og fer að sýna hvað hann virkilega getur í vörninni.
Brendan Rodgers: ,,Mér fannst þetta góð viðbrögð við leiknum í vikunni. Við vorum kannski heldur hægir í fyrri hálfleik en í þeim síðari vorum við mjög góðir - orkan og gæði leiks okkar voru mikil og við sköpuðum færi. Þetta var leikur þar sem við hefðum átt að fá þrjú stig. Við sköpuðum okkur það mörg færi; Ég er pirraður yfir því að okkur hafi ekki tekist að vinna leikinn, en frammistöðulega séð þá er ég ánægður með viðbrögð leikmanna eftir slæmt tap í miðri viku."
Fróðleikur:
- Liverpool hélt markinu hreinu í annað sinn á tímabilinu.
- Liðið hafði leikið 48 deildarleiki frá síðasta markalausa jafntefli og er það met í ensku Úrvalsdeildinni.
- Eftir leiki laugardagsins hafa okkar menn dottið niður í 7. sæti en þó með jafnmörg stig og Arsenal og Swansea sem eru með 14 stig einnig.
- Liðið hefur nú leiki fjóra leiki í röð án þess að tapa.
Hér má sjá myndir úr leiknum.
Nokkrar breytingar voru gerðar á byrjunarliðinu frá leiknum við Real Madrid. Inn komu þeir Javier Manquillo, Emre Can og Adam Lallana í stað Glen Johnson, Jordan Henderson og Philippe Coutinho. Mario Balotelli hélt sæti sínu í byrjunarliðinu og kom það mörgum á óvart.
Í fyrri hálfleik gerðist fátt markvert, Emre Can var öflugur á miðjunni en minnstu munaði að hann meiddist snemma leiks þegar Tom Huddlestone tæklaði boltann en rann svo með fótinn í ökklann á Can sem lá óvígur eftir. Þjóðverjinn jafnaði sig þó af þessu skömmu síðar. Heimamenn reyndu að sækja að marki gestanna en sóknin var of hæg til þess að skapa einhver töluverð vandræði. Það var helst að hætta skapaðist í föstum leikatriðum og eftir hornspyrnu skallaði Dejan Lovren að marki en varnarmaður sem stóð á marklínu skallaði frá. Ekki svo löngu síðar hefði Lovren átt að gera betur þegar Gerrard sendi boltann fyrir markið beint úr aukaspyrnu en Króatinn misreiknaði eitthvað boltann og náði ekki skallanum.
Þegar líða tók á fyrri hálfleikinn sóttu gestirnir í sig veðrið og Hatem Ben Arfa komst upp að endamörkum hægra megin, rann til og varnarmenn Liverpool virtust halda að færið væri þar með farið forgörðum. Ben Arfa var ekki á sama máli og sendi boltann fyrir markið þar sem Livermore var óvaldaður og náði hann skoti á markið. Skotið var hinsvegar beint á Mignolet og hann greip boltann. Skömmu fyrir hálfleik skaut svo Huddlestone á markið fyrir utan teig, boltinn fór í Skrtel og breytti um stefnu, sem betur fer fór hann framhjá markinu því Mignolet hefði ekki náð að verja þennan bolta.
Í seinni hálfleik var sama uppá teningnum og það var ekki fyrr en eftir 60 mínútna leik sem hlutirnir breyttust til hins betra hjá heimamönnum. Inná komu þeir Philippe Coutinho og Rickie Lambert í stað Joe Allen og Adam Lallana. Balotelli komst tvisvar sinnum í ágæta stöðu en varnarmenn Hull björguðu, í fyrra skiptið eftir hornspyrnu náði Can að flikka boltanum yfir á fjærstöngina þar sem Ítalinn reyndi skot en varnarmenn voru fyrri til boltans. Í seinna skiptið sendi Can fyrir frá hægri en boltinn datt ekki fyrir Balotelli frekar en fyrri daginn. Korter fyrir leikslok sendi Rodgers Jordan Henderson inná fyrir Emre Can.
Gestirnir áttu ekki margar sóknartilraunir í seinni hálfleik en það helsta var skot frá varamanninum Aluko en Mignolet var vel á verði. Í lokin þyngdist sóknarleikur Liverpool eitthvað en því miður náðist ekki að skapa neina stórhættu. Gerrard virtist vera að brjótast einn í gegnum miðjan vítateiginn en varnarmenn Hull, sem fyrr, náðu til boltans og hreinsuðu frá. Í uppbótartíma hefði svo Balotelli getað orðið hetja leiksins er sending frá vinstri kanti hitti hann fyrir inná markteig en gott úthlaup markvarðar gestanna varð til þess að hann komst strax fyrir skotið.
Dómari leiksins flautaði svo til leiksloka og niðurstaðan eins og áður hefur komið fram, 0-0 jafntefli.
Liverpool: Mignolet, Manquillo, Lovren, Skrtel, Moreno, Gerrard, Can (Henderson, 75. mín.), Allen (Coutinho, 61. mín.), Lallana (Lambert, 61. mín.), Sterling, Balotelli. Ónotaðir varamenn: Jones, Johnson, Toure, Markovic.
Gul spjöld: Balotelli, Sterling og Henderson.
Hull City: Jakupovic, Chester, Bruce, Davies, Elmohamady, Livermore, Diamé (Meyler, 86. mín.), Huddlestone, Brady, Ben Arfa (Aluko, 71. mín.), Hernández (Ramírez, 71. mín.). Ónotaðir varamenn: Watson, Quinn, McShane, Rosenior.
Gul spjöld: Huddlestone og Ben Arfa.
Áhorfendur á Anfield: 44.591.
Maður leiksins: Það er ekki auðvelt að velja mann leiksins en það er kannski við hæfi að velja varnarmann að þessu sinni þar sem markinu var loksins haldið hreinu. Dejan Lovren hefur valdið vonbrigðum á tímabilinu en hann átti góðan leik gegn að þessu sinni, stóð vaktina í vörninni með sóma og reyndi hvað hann gat til að skapa hættu í föstum leikatriðum. Vonandi byggir Króatinn á þessari frammistöðu og fer að sýna hvað hann virkilega getur í vörninni.
Brendan Rodgers: ,,Mér fannst þetta góð viðbrögð við leiknum í vikunni. Við vorum kannski heldur hægir í fyrri hálfleik en í þeim síðari vorum við mjög góðir - orkan og gæði leiks okkar voru mikil og við sköpuðum færi. Þetta var leikur þar sem við hefðum átt að fá þrjú stig. Við sköpuðum okkur það mörg færi; Ég er pirraður yfir því að okkur hafi ekki tekist að vinna leikinn, en frammistöðulega séð þá er ég ánægður með viðbrögð leikmanna eftir slæmt tap í miðri viku."
Fróðleikur:
- Liverpool hélt markinu hreinu í annað sinn á tímabilinu.
- Liðið hafði leikið 48 deildarleiki frá síðasta markalausa jafntefli og er það met í ensku Úrvalsdeildinni.
- Eftir leiki laugardagsins hafa okkar menn dottið niður í 7. sæti en þó með jafnmörg stig og Arsenal og Swansea sem eru með 14 stig einnig.
- Liðið hefur nú leiki fjóra leiki í röð án þess að tapa.
Hér má sjá myndir úr leiknum.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan