| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Við erum ekki ánægðir með jafnteflið
Martin Skrtel segist vera óánægður með að liðið hafi þurft að sætta sig við eitt stig eftir markalaust jafntefli við Hull City á laugardag. Hann segir örlitla huggun fólgna í því að tekist hafi að halda markinu hreinu.
Skrtel og félagar stjórnuðu leiknum nánast allan tímann og hefðu með smá heppni getað nýtt eitthvað af þeim færum sem sköpuðust og tryggt sér þrjú stig þriðja leikinn í röð. Varnarmenn gestanna voru hinsvegar fastir fyrir og markvörður þeirra varði það sem á markið kom.
Skrtel bjóst við erfiðum leik fyrirfram en var vonsvikinn með eitt stig, sérstaklega þar sem markmiðið var að komast á sigurbraut á ný eftir slæm úrslit í Meistaradeildinni í vikunni.
,,Eftir leikinn við Real Madrid vildum við vinna og ná í þrjú stig," sagði varnarmaðurinn í viðtali við opinbera heimasíðu félagsins. ,,En því miður, náðum við ekki að skora mark. Það er ekki nóg og við erum ekki ánægðir."
,,Við vissum að leikurinn yrði erfiður vegna þess að Hull City geta spilað vel; þeir náðu í stig gegn Arsenal þannig að við vissum þeir myndu verjast vel. Þeir sýndu það á ný. Við reyndum að spila okkar leik, skapa færi og vera hreyfanlegir með boltann en við náðum ekki að nýta færin."
Um ánægju þess að halda loksins hreinu sagði hann: ,,Það er gott vegna þess að við höfum verið gagnrýndir mikið fyrir varnarleikinn, ég er því ánægður með að fá ekki á okkur mark. Það er smá plús í því."
Það er skammt á milli leikja núna og næsti leikur er á þriðjudagskvöldið í Deildarbikarnum gegn Swansea. Skrtel telur keppnina vera gott tækifæri fyrir félagið til að ná í bikar og segir að hann búist við sterku liði gegn Svönunum.
,,Það er mikið álag á okkur núna. Við spiluðum á miðvikudaginn og eigum aftur leik núna á þriðjudag. Við reynum að gera okkar besta. Þetta er Deildarbikarleikur og við viljum vinna þessa keppni. Þarna er tækifæri til að komast lengra í keppninni og við verðum klárir í þennan leik."
Skrtel og félagar stjórnuðu leiknum nánast allan tímann og hefðu með smá heppni getað nýtt eitthvað af þeim færum sem sköpuðust og tryggt sér þrjú stig þriðja leikinn í röð. Varnarmenn gestanna voru hinsvegar fastir fyrir og markvörður þeirra varði það sem á markið kom.
Skrtel bjóst við erfiðum leik fyrirfram en var vonsvikinn með eitt stig, sérstaklega þar sem markmiðið var að komast á sigurbraut á ný eftir slæm úrslit í Meistaradeildinni í vikunni.
,,Eftir leikinn við Real Madrid vildum við vinna og ná í þrjú stig," sagði varnarmaðurinn í viðtali við opinbera heimasíðu félagsins. ,,En því miður, náðum við ekki að skora mark. Það er ekki nóg og við erum ekki ánægðir."
,,Við vissum að leikurinn yrði erfiður vegna þess að Hull City geta spilað vel; þeir náðu í stig gegn Arsenal þannig að við vissum þeir myndu verjast vel. Þeir sýndu það á ný. Við reyndum að spila okkar leik, skapa færi og vera hreyfanlegir með boltann en við náðum ekki að nýta færin."
Um ánægju þess að halda loksins hreinu sagði hann: ,,Það er gott vegna þess að við höfum verið gagnrýndir mikið fyrir varnarleikinn, ég er því ánægður með að fá ekki á okkur mark. Það er smá plús í því."
Það er skammt á milli leikja núna og næsti leikur er á þriðjudagskvöldið í Deildarbikarnum gegn Swansea. Skrtel telur keppnina vera gott tækifæri fyrir félagið til að ná í bikar og segir að hann búist við sterku liði gegn Svönunum.
,,Það er mikið álag á okkur núna. Við spiluðum á miðvikudaginn og eigum aftur leik núna á þriðjudag. Við reynum að gera okkar besta. Þetta er Deildarbikarleikur og við viljum vinna þessa keppni. Þarna er tækifæri til að komast lengra í keppninni og við verðum klárir í þennan leik."
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan