| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Sakho enn meiddur
Varnarmaðurinn Mamadou Sakho er enn nokkrum vikum frá því að snúa aftur til leiks með Liverpool. Margir héldu að hann væri við það að ná sér af meiðslum sínum en það er ekki rétt.
Colin Pascoe aðstoðarmaður Brendan Rodgers var á blaðamannafundi í dag vegna leiksins við Swansea í Deildarbikarnum annað kvöld. Hann tjáði blaðamönnum það að Sakho á enn tvær vikur eftir í endurhæfingu áður en hann nær sér góðum af meiðslum sem hann hlaut á æfingu rétt fyrir leikinn við Basel í Meistaradeildinni.
,,Hann er á góðu róli," sagði Pascoe. ,,Hann var óheppinn - hann kom til baka eftir smávægileg meiðsli og meiddist á svipaðan hátt á ný. Eftir tvær vikur verður hann vonandi kominn aftur."
Pascoe áréttaði það að enginn eftirköst voru eftir að Sakho labbaði út af Anfield áður en leikurinn við Everton hófst á Anfield. Frakkinn var ósáttur við að vera ekki í leikmannahópnum en baðst strax afsökunar á framkomu sinni.
,,Um leið og hann er orðinn góður af sínum meiðslum verður hann tiltækur í leikmannahópinn," sagði Pascoe.
Aðstoðarþjálfarinn sagði að líklega myndi Brendan Rodgers nýta tækifærið og hvíla leikmenn gegn Swansea en hann vildi þó ekki gefa upp hvort að Mario Balotelli myndi byrja eða ekki.
,,Auðvitað erum við með stóran leikmannahóp einmitt til þess að takast á við þessa leiki. Það eru sóknar- og miðjumenn sem geta komið inn og hvílt aðra leikmenn. Þetta snýst ekki allt um Mario - allar spurningarnar eru um hann en Rickie Lambert og Fabio Borini geta komið inn."
,,Við bíðum og sjáum til, metum leikmennina, sjáum hverjir eru klárir í slaginn og ákveðum svo liðið."
Colin Pascoe aðstoðarmaður Brendan Rodgers var á blaðamannafundi í dag vegna leiksins við Swansea í Deildarbikarnum annað kvöld. Hann tjáði blaðamönnum það að Sakho á enn tvær vikur eftir í endurhæfingu áður en hann nær sér góðum af meiðslum sem hann hlaut á æfingu rétt fyrir leikinn við Basel í Meistaradeildinni.
,,Hann er á góðu róli," sagði Pascoe. ,,Hann var óheppinn - hann kom til baka eftir smávægileg meiðsli og meiddist á svipaðan hátt á ný. Eftir tvær vikur verður hann vonandi kominn aftur."
Pascoe áréttaði það að enginn eftirköst voru eftir að Sakho labbaði út af Anfield áður en leikurinn við Everton hófst á Anfield. Frakkinn var ósáttur við að vera ekki í leikmannahópnum en baðst strax afsökunar á framkomu sinni.
,,Um leið og hann er orðinn góður af sínum meiðslum verður hann tiltækur í leikmannahópinn," sagði Pascoe.
Aðstoðarþjálfarinn sagði að líklega myndi Brendan Rodgers nýta tækifærið og hvíla leikmenn gegn Swansea en hann vildi þó ekki gefa upp hvort að Mario Balotelli myndi byrja eða ekki.
,,Auðvitað erum við með stóran leikmannahóp einmitt til þess að takast á við þessa leiki. Það eru sóknar- og miðjumenn sem geta komið inn og hvílt aðra leikmenn. Þetta snýst ekki allt um Mario - allar spurningarnar eru um hann en Rickie Lambert og Fabio Borini geta komið inn."
,,Við bíðum og sjáum til, metum leikmennina, sjáum hverjir eru klárir í slaginn og ákveðum svo liðið."
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan