| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Naumur sigur á Swansea
Liverpool og Swansea mættust í 4. umferð deildabikarsins í kvöld. Í sömu umferð og á sama stað og Swansea sló okkur menn út fyrir tveimur árum síðan.
Brendan Rodgers gerði heilmiklar breytingar á liðinu sem gerði markalaust jafntefli við Hull á laugardaginn. Steven Gerrard og Raheem Sterling fengu langþráða hvíld og voru ekki einu sinni í hóp. Mario Balotelli, Martin Skrtel, Alberto Moreno, Simon Mignolet, Adam Lallana og Emre Can, sem allir voru í byrjunarliðinu gegn Hull byrjuðu kvöldið á bekknum.
Liverpool var mun sterkara liðið á vellinum strax frá byrjun. Swansea lá aftarlega á vellinum og varðist fimlega, meðan okkar menn léku boltanum sín á milli án þess að skapa verulega hættuleg færi. Sóknarleikur Liverpool var býsna líflegur á köflum, sérstaklega voru Coutinho og Borini sprækir.
Besta tilraun hálfleiksins kom frá Borini á 37. mínútu þegar hann skaut föstu skoti að marki frá vítateigshorni, en hinn aldni Þjóðverji Gerhard Tremmell í marki Swansea varði boltann vel í horn.
Undir lok hálfleiksins komust gestirnir frá Wales betur inn í leikinn og gerðust ansi aðgangsharðir upp við vítateig okkar manna. Á 45. mínútu tók fyrrum Liverpool maðurinn Jonjo Shelvey aukaspyrnu rétt utan vítateigsins og náði góðu skoti á markið, en sem betur fer var Brad Jones vel á verði í markinu og varði skot Shelveys út í teig. Nokkrum sekúndum síðar flautaði Keith Stroud dómari leiksins hálfleikinn af og liðin héldu markalaus til búningsherbergjanna.
Síðari hálfleikur byrjaði á svipuðum nótum og sá fyrri. Liverpool var meira með boltann en tókst ekki að brjóta varnarlínu Swansea á bak aftur. Á 65. mínútu náðu gestirnir hinsvegar yfirhöndinni í leiknum þegar Marvin Emnes skoraði með góðu skoti úr teignum. Emnes var nokkuð heppinn að fá boltann, en afgreiðslan var góð og staðan orðin 0-1.
Liverpool hélt áfram að sækja en gekk lítið. Það var ekki fyrr en á 86. mínútu að jöfnunarmarkið kom. Það skoraði enginn annar en Mario Balotelli, sem var tiltölulega nýkominn inná völlinn. Fabio Borini átti góða fyrirgjöf utan af kanti og Balotelli afgreiddi boltann örugglega í hornið, framhjá Tremmell. Staðan jöfn á Anfield og allt stefndi í framlengingu í deildabikarnum, aðra umferðina í röð.
Í uppbótartíma bar til tíðinda, en þá fékk Fernandez í vörn Swansea að fjúka útaf með rautt spjald eftir brot á Coutinho. Balotelli tók aukaspyrnuna, en skaut yfir markið.
Örfáum andartökum síðar fékk Liverpool aðra aukaspyrnu. Hana tók Coutinho, smellti boltanum á kollinn á Lovren sem skallaði hann í bláhornið framhjá Tremmell sem fór í undarlegt úthlaup og hefði átt að gera betur. Sigurinn tryggður. Lokatölur á Anfield 2-1.
Liverpool: Jones, Manquillo, Toure, Lovren, Johnson, Lucas, Henderson, Coutinho, Markovic (Lallana á 70. mín.), Lambert (Balotelli á 79. mín.), Borini. Ónotaðir varamenn: Mignolet, Skrtel, Can, Rossiter.
Mörk Liverpool: Balotelli á 86. mín. og Lovren á 94. mín.
Gult spjald: Toure á 90. mín.
Swansea: Tremmell, Rangel, Fernandez, Williams, Taylor, Fulton (Carroll á 88. mín.), Shelvey, Emnes, Dyer, Montero, Gomis (Bony á 81. mín.). Ónotaðir varamenn: Fabianski, Bartley, Routledge, Shephard, Barrow.
Mark Swansea: Emnes á 65. mín.
Gul spjöld: Williams, Taylor og Fulton.
Rautt spjald: Fernandez.
Maður leiksins: Coutinho var besti maður Liverpool í kvöld. Brassinn var sprækur frá fyrstu mínútu og skapaði alltaf hættu þegar hann fékk boltann. Borini og Lucas voru einnig líflegir.
- Liverpool og Swansea hafa nú mæst 20 sinnum á Anfield. Swansea hefur einungis sigrað tvær af þessum viðureignum, síðast í 4. umferð deildabikarsins 2012-2013.
- Þetta var í fyrsta sinn frá árinu 2006 sem Liverpool leggur lið úr Úrvalsdeild að velli í deildabikarnum á Anfield. Þá lá Reading í valnum 4-3.
- Hér má sjá myndir úr leiknum
Liverpool var mun sterkara liðið á vellinum strax frá byrjun. Swansea lá aftarlega á vellinum og varðist fimlega, meðan okkar menn léku boltanum sín á milli án þess að skapa verulega hættuleg færi. Sóknarleikur Liverpool var býsna líflegur á köflum, sérstaklega voru Coutinho og Borini sprækir.
Besta tilraun hálfleiksins kom frá Borini á 37. mínútu þegar hann skaut föstu skoti að marki frá vítateigshorni, en hinn aldni Þjóðverji Gerhard Tremmell í marki Swansea varði boltann vel í horn.
Undir lok hálfleiksins komust gestirnir frá Wales betur inn í leikinn og gerðust ansi aðgangsharðir upp við vítateig okkar manna. Á 45. mínútu tók fyrrum Liverpool maðurinn Jonjo Shelvey aukaspyrnu rétt utan vítateigsins og náði góðu skoti á markið, en sem betur fer var Brad Jones vel á verði í markinu og varði skot Shelveys út í teig. Nokkrum sekúndum síðar flautaði Keith Stroud dómari leiksins hálfleikinn af og liðin héldu markalaus til búningsherbergjanna.
Síðari hálfleikur byrjaði á svipuðum nótum og sá fyrri. Liverpool var meira með boltann en tókst ekki að brjóta varnarlínu Swansea á bak aftur. Á 65. mínútu náðu gestirnir hinsvegar yfirhöndinni í leiknum þegar Marvin Emnes skoraði með góðu skoti úr teignum. Emnes var nokkuð heppinn að fá boltann, en afgreiðslan var góð og staðan orðin 0-1.
Liverpool hélt áfram að sækja en gekk lítið. Það var ekki fyrr en á 86. mínútu að jöfnunarmarkið kom. Það skoraði enginn annar en Mario Balotelli, sem var tiltölulega nýkominn inná völlinn. Fabio Borini átti góða fyrirgjöf utan af kanti og Balotelli afgreiddi boltann örugglega í hornið, framhjá Tremmell. Staðan jöfn á Anfield og allt stefndi í framlengingu í deildabikarnum, aðra umferðina í röð.
Í uppbótartíma bar til tíðinda, en þá fékk Fernandez í vörn Swansea að fjúka útaf með rautt spjald eftir brot á Coutinho. Balotelli tók aukaspyrnuna, en skaut yfir markið.
Örfáum andartökum síðar fékk Liverpool aðra aukaspyrnu. Hana tók Coutinho, smellti boltanum á kollinn á Lovren sem skallaði hann í bláhornið framhjá Tremmell sem fór í undarlegt úthlaup og hefði átt að gera betur. Sigurinn tryggður. Lokatölur á Anfield 2-1.
Liverpool: Jones, Manquillo, Toure, Lovren, Johnson, Lucas, Henderson, Coutinho, Markovic (Lallana á 70. mín.), Lambert (Balotelli á 79. mín.), Borini. Ónotaðir varamenn: Mignolet, Skrtel, Can, Rossiter.
Mörk Liverpool: Balotelli á 86. mín. og Lovren á 94. mín.
Gult spjald: Toure á 90. mín.
Swansea: Tremmell, Rangel, Fernandez, Williams, Taylor, Fulton (Carroll á 88. mín.), Shelvey, Emnes, Dyer, Montero, Gomis (Bony á 81. mín.). Ónotaðir varamenn: Fabianski, Bartley, Routledge, Shephard, Barrow.
Mark Swansea: Emnes á 65. mín.
Gul spjöld: Williams, Taylor og Fulton.
Rautt spjald: Fernandez.
Maður leiksins: Coutinho var besti maður Liverpool í kvöld. Brassinn var sprækur frá fyrstu mínútu og skapaði alltaf hættu þegar hann fékk boltann. Borini og Lucas voru einnig líflegir.
Fróðleikur:
- Liverpool og Swansea hafa nú mæst 20 sinnum á Anfield. Swansea hefur einungis sigrað tvær af þessum viðureignum, síðast í 4. umferð deildabikarsins 2012-2013.
- Þetta var í fyrsta sinn frá árinu 2006 sem Liverpool leggur lið úr Úrvalsdeild að velli í deildabikarnum á Anfield. Þá lá Reading í valnum 4-3.
- Hér má sjá myndir úr leiknum
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan