| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Tap fyrir Newcastle
Liverpool sótti ekki gull í greipar lærisveina Alan Pardew í dag. Niðurstaðan á St. James Park 1-0 sigur heimamanna í ansi hreint döprum leik af hálfu Liverpool.
Eins og við var að búast gerði Brendan Rodgers töluverðar breytingar á liðinu frá sigurleiknum gegn Swansea í deildabikarnum á þriðjudagskvöld. Raheem Sterling og Steven Gerrard komu báðir inn í byrjunarliði eftir kærkomna hvíld, sem og Joe Allen. Þá tók Mignolet aftur sæti sitt í markinu og Moreno og Skrtel komu aftur inn í vörnina á kostnað Kolo Toure og Jose Enrique, sem mun vera lítillega meiddur og fékk því ekki tækifæri til þess að taka á sínum gömlu félögum að norðan í dag.
Mario Balotelli hefur áfram fullt traust stjórans og byrjaði daginn einn uppi á toppi.
Liverpool byrjaði leikinn af nokkrum krafti og óhætt að segja að hinir rauðklæddu hafi verið betra liðið á vellinum lengst af hálfleiksins. Liðið var mikið með boltann og það var ágætur hraði á spilinu á miðjunni en ekki nógu mikill broddur í sókninni.
Lítið var um alvöru færi hjá okkar mönnum, þrátt fyrir að vera 60-70% leiktímans með boltann. Á 37. mínútu voru heimamenn í Newcastle hinsvegar ansi nálægt því að skora. Boltinn kom þá inn í teiginn eftir hornspyrnu, Mignolet fór í vont úthlaup og Cisse náði ágætu skoti á markið. Sem betur fer fyrir okkar menn bjargaði Glen Johnson hetjulega á línu.
Nokkrum mínútum síðar átti Martin Skrtel ágætan skalla rétt framhjá marki Newcastle, eftir hornspyrnu. Það var skásta færi Liverpool í tiltölulega bragðdaufum hálfleik. Staðan markalaus er liðin héldu til búningsherbegjanna á St.James Park.
Síðari hálfleikur var ennþá slakari en sá fyrri af hálfu okkar manna. Mestan tíma leiksins voru menn að dútla með boltann á miðsvæðinu, áður en einhver tók upp á því að senda vonda sendingu fram á við, sem varnarmenn Newcastle áttu ekki í teljandi vandræðum með.
Á 49. mínútu var Sissoko stálheppinn að sleppa með gult spjald hjá Andre Marriner, eftir fáránlega tæklingu á Joe Allen. Það má fullyrða það að ef Alex Ferguson hefði verið stjóri Liverpool í dag hefði Sissoko umsvifalaust fengið rautt spjald.
Fáeinum mínútum síðar átti Balotelli ágætt skot að marki, en Krul átti ekki í miklum vandræðum með að verja það. Hollendingurinn hávaxni í marki heimamanna þutfti aftur á móti að taka á honum stóra sínum á 57. mínútu þegar Coutinho átti góðan skalla að marki, eftir flotta fyrirgjöf frá Gerrard. Aðstoðardómarinn flaggaði reyndar ranglega rangstöðu þannig að Liverpool fékk ekki hornspyrnuna sem liðið hefði átt að fá eftir vörslu Krul.
Hafi Sissoko verið heppinn að sleppa með gult var Janmaat félagi hans ekki síður heppinn að fá að hanga inni á vellinum, eftir glórulausa tæklingu á Balotelli við miðju vallarins á 62. mínútu. Heimamenn ljónheppnir að vera enn með fullskipað lið.
Á 70. mínútu átti Borini, sem var nýkominn inn á fyrir Joe Allen, ágætt skot framhjá marki Newcastle eftir góðan undirbuning Gerrard og Sterling. En þremur mínútum síðar komust heimamenn yfir í leiknum. Markið skoraði Ayoze Perez eftir hörmulega varnarvinnu Moreno. Staðan 1-0 á St. James Park.
Aðeins þremur mínútum síðar hefði Newcastle hæglega getað gert út um leikinn. Þá komust tveir leikmenn heimamanna innfyrir vörn Liverpool, eftir slæma sendingu Henderson. Til allrar lukku varði Mignolet meistaralega frá Capella.
Á 82. mínútu varði Mignolet aftur vel, að þessu sinni frá Sissoko.
Á 86. mínútu átti Balotelli fína sendingu á Moreno, sem reyndi sirkusmark en náði ekki almennilegu skoti.
Leiktíminn rann svo út án frekari tíðinda og niðurstaðan í Newcastle slæmt 1-0 tap í leik þar sem Liverpool náði aldri að sýna klærnar.
Liverpool: Mignolet, Johnson, Skrtel, Lovren, Moreno, Gerrard, Henderson, Allen (Borini á 66. mín.), Coutinho (Lambert á 79. mín.), Sterling, Balotelli.
Ónotaðir varamenn: Jones, Toure, Manquillo, Lallana, Can, Lambert, Borini.
Gul spjöld: Skrtel, Lovren, Henderson
Newcastle: Krul, Janmaat, Taylor S., Dummett, Coloccini, Abeid, Colback, Obertan (Aarons á 27. mín.), Cisse (Perez á 46. mín.), Ameobi(Capella á 66. mín.), Sissoko.
Ónotaðir varamenn: Elliot, Taylor R., Haidara, Gouffran.
Mark Newcastle: Perez á 73. mín.
Gul spjöld: Sissoko, Janmaat, Colback
Maður leiksins: Það er eiginlega alveg ómögulegt að velja mann leiksins eftir þessa frammistöðu Liverpool. Mignolet kemst þó líklega næst því, þrátt fyrir að vera aldrei sannfærandi í úthlaupum.
Brendan Rodgers: Þetta var verulega svekkjandi. Ég get ekki sagt að við höfum átt skilið að tapa, en við gerðum að minnsta kosti ekki nægilega mikið til þess að vinna. Við vorum ekki nógu hættulegir fram á við. Fram að markinu var vörnin í ágætu lagi, en það voru leið mistök sem kostuðu okkur stig í dag.
-Tveir leikmenn Liverpool hafa skorað sín einu Úrvalsdeildarmörk gegn Newcastle. Það eru þeir Lucas Leiva (Í maí 2009) og Fabio Borini, en mark hans kom í 6-0 sigrinum vorið 2013.
-Leikir Liverpool og Newcastle í Úrvalsdeild hafa aldrei endað án marka.
-Hér má sjá myndir úr leiknum af opinberri heimasíðu Liverpool FC.
Eins og við var að búast gerði Brendan Rodgers töluverðar breytingar á liðinu frá sigurleiknum gegn Swansea í deildabikarnum á þriðjudagskvöld. Raheem Sterling og Steven Gerrard komu báðir inn í byrjunarliði eftir kærkomna hvíld, sem og Joe Allen. Þá tók Mignolet aftur sæti sitt í markinu og Moreno og Skrtel komu aftur inn í vörnina á kostnað Kolo Toure og Jose Enrique, sem mun vera lítillega meiddur og fékk því ekki tækifæri til þess að taka á sínum gömlu félögum að norðan í dag.
Mario Balotelli hefur áfram fullt traust stjórans og byrjaði daginn einn uppi á toppi.
Liverpool byrjaði leikinn af nokkrum krafti og óhætt að segja að hinir rauðklæddu hafi verið betra liðið á vellinum lengst af hálfleiksins. Liðið var mikið með boltann og það var ágætur hraði á spilinu á miðjunni en ekki nógu mikill broddur í sókninni.
Lítið var um alvöru færi hjá okkar mönnum, þrátt fyrir að vera 60-70% leiktímans með boltann. Á 37. mínútu voru heimamenn í Newcastle hinsvegar ansi nálægt því að skora. Boltinn kom þá inn í teiginn eftir hornspyrnu, Mignolet fór í vont úthlaup og Cisse náði ágætu skoti á markið. Sem betur fer fyrir okkar menn bjargaði Glen Johnson hetjulega á línu.
Nokkrum mínútum síðar átti Martin Skrtel ágætan skalla rétt framhjá marki Newcastle, eftir hornspyrnu. Það var skásta færi Liverpool í tiltölulega bragðdaufum hálfleik. Staðan markalaus er liðin héldu til búningsherbegjanna á St.James Park.
Síðari hálfleikur var ennþá slakari en sá fyrri af hálfu okkar manna. Mestan tíma leiksins voru menn að dútla með boltann á miðsvæðinu, áður en einhver tók upp á því að senda vonda sendingu fram á við, sem varnarmenn Newcastle áttu ekki í teljandi vandræðum með.
Á 49. mínútu var Sissoko stálheppinn að sleppa með gult spjald hjá Andre Marriner, eftir fáránlega tæklingu á Joe Allen. Það má fullyrða það að ef Alex Ferguson hefði verið stjóri Liverpool í dag hefði Sissoko umsvifalaust fengið rautt spjald.
Fáeinum mínútum síðar átti Balotelli ágætt skot að marki, en Krul átti ekki í miklum vandræðum með að verja það. Hollendingurinn hávaxni í marki heimamanna þutfti aftur á móti að taka á honum stóra sínum á 57. mínútu þegar Coutinho átti góðan skalla að marki, eftir flotta fyrirgjöf frá Gerrard. Aðstoðardómarinn flaggaði reyndar ranglega rangstöðu þannig að Liverpool fékk ekki hornspyrnuna sem liðið hefði átt að fá eftir vörslu Krul.
Hafi Sissoko verið heppinn að sleppa með gult var Janmaat félagi hans ekki síður heppinn að fá að hanga inni á vellinum, eftir glórulausa tæklingu á Balotelli við miðju vallarins á 62. mínútu. Heimamenn ljónheppnir að vera enn með fullskipað lið.
Á 70. mínútu átti Borini, sem var nýkominn inn á fyrir Joe Allen, ágætt skot framhjá marki Newcastle eftir góðan undirbuning Gerrard og Sterling. En þremur mínútum síðar komust heimamenn yfir í leiknum. Markið skoraði Ayoze Perez eftir hörmulega varnarvinnu Moreno. Staðan 1-0 á St. James Park.
Aðeins þremur mínútum síðar hefði Newcastle hæglega getað gert út um leikinn. Þá komust tveir leikmenn heimamanna innfyrir vörn Liverpool, eftir slæma sendingu Henderson. Til allrar lukku varði Mignolet meistaralega frá Capella.
Á 82. mínútu varði Mignolet aftur vel, að þessu sinni frá Sissoko.
Á 86. mínútu átti Balotelli fína sendingu á Moreno, sem reyndi sirkusmark en náði ekki almennilegu skoti.
Leiktíminn rann svo út án frekari tíðinda og niðurstaðan í Newcastle slæmt 1-0 tap í leik þar sem Liverpool náði aldri að sýna klærnar.
Liverpool: Mignolet, Johnson, Skrtel, Lovren, Moreno, Gerrard, Henderson, Allen (Borini á 66. mín.), Coutinho (Lambert á 79. mín.), Sterling, Balotelli.
Ónotaðir varamenn: Jones, Toure, Manquillo, Lallana, Can, Lambert, Borini.
Gul spjöld: Skrtel, Lovren, Henderson
Newcastle: Krul, Janmaat, Taylor S., Dummett, Coloccini, Abeid, Colback, Obertan (Aarons á 27. mín.), Cisse (Perez á 46. mín.), Ameobi(Capella á 66. mín.), Sissoko.
Ónotaðir varamenn: Elliot, Taylor R., Haidara, Gouffran.
Mark Newcastle: Perez á 73. mín.
Gul spjöld: Sissoko, Janmaat, Colback
Maður leiksins: Það er eiginlega alveg ómögulegt að velja mann leiksins eftir þessa frammistöðu Liverpool. Mignolet kemst þó líklega næst því, þrátt fyrir að vera aldrei sannfærandi í úthlaupum.
Brendan Rodgers: Þetta var verulega svekkjandi. Ég get ekki sagt að við höfum átt skilið að tapa, en við gerðum að minnsta kosti ekki nægilega mikið til þess að vinna. Við vorum ekki nógu hættulegir fram á við. Fram að markinu var vörnin í ágætu lagi, en það voru leið mistök sem kostuðu okkur stig í dag.
Fróðleikur:
-Liverpool hefur skorað 84 mörk á móti Newcastle í Úrvalsdeildinni, fleiri en gegn nokkru öðru liði. Þar af hafa 36 mörk komið á St. James Park. Liverpool hefur ekki skorað fleiri mörk á nokkrum öðrum útivelli. Sú tölfræði hjálpaði okkar mönnum ekkert í dag.
-Liverpool hefur skorað 84 mörk á móti Newcastle í Úrvalsdeildinni, fleiri en gegn nokkru öðru liði. Þar af hafa 36 mörk komið á St. James Park. Liverpool hefur ekki skorað fleiri mörk á nokkrum öðrum útivelli. Sú tölfræði hjálpaði okkar mönnum ekkert í dag.
-Tveir leikmenn Liverpool hafa skorað sín einu Úrvalsdeildarmörk gegn Newcastle. Það eru þeir Lucas Leiva (Í maí 2009) og Fabio Borini, en mark hans kom í 6-0 sigrinum vorið 2013.
-Leikir Liverpool og Newcastle í Úrvalsdeild hafa aldrei endað án marka.
-Hér má sjá myndir úr leiknum af opinberri heimasíðu Liverpool FC.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!
Fréttageymslan