| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Erfiður leikur gegn Palace
Brendan Rodgers segir að Liverpool bíði erfitt verkefni á morgun þegar liðið heimsækir Crystal Palace í Lundúnum. Hann man aðeins of vel eftir síðustu heimsókn Liverpool á Selhurst Park.
Liverpool mætti Crystal Palace á Selhurst Park undir lok síðustu leiktíðar og stuðningsmenn beggja liða gleyma væntanlega seint ótrúlegum lokakafla leiksins, þegar heimaliðið skoraði 3 mörk á rúmum tíu mínútum og breytti gjörtöpuðum leik í 3-3 jafntefli.
„Ég gleymi þeim leik seint. Við vorum komnir í góða stöðu, með 3-0 forystu og lítið eftir af leiknum. En kannski varð kapp leikmanna á að bæta enn við mörkum okkur að falli. Menn voru kannski með hugann við að ná City aftur á markatölu", sagði Brendan Rodgers á blaðamannafundi í gær.
„Leikurinn á morgun verður alveg jafn erfiður. Palace er með sterkt lið og Neil Warnock er mjög góður stjóri."
„Við getum ekki beðið eftir að komast á ferðina aftur. Það er langt og strangt prógramm framundan og það myndi gefa okkur mikið ef við næðum að byrja þá törn á sigri. Liðsandinn er góður og við byggjum áfram ofan á hann. Það er fyrst og fremst þessi góði andi sem hefur skilað okkar árangri. Leikmennirnir eru alltaf til í að leggja sig 100% fram fyrir liðið. Ég er gríðarlega ánægður með það."
Brendan Rodgers hefur þurft að þola talsverða gagnrýni í vetur, enda hefur gengi Liverpool liðsins verið langt undir væntingum. Rodgers hefur meðal annars verið gagnrýndur fyrir ósveigjanleika þegar kemur að vali á leikkerfi.
„Ég er alls ekki ósveigjanlegur eða þrjóskur. Við höfum notast við mörg ólík leikkerfi síðan ég tók við liðinu. Við reynum alltaf að finna það kerfi sem hentar best þeim leikmönnum sem við höfum yfir að ráða hverju sinni og horfum auðvitað líka til þess hvernig best sé að mæta andstæðingum okkar. Það er ákveðin brekka hjá okkur þessa stundina, en það gefur okkur bara möguleikann á því að leggja enn harðar að okkur. Það munum við gera."
Liverpool mætti Crystal Palace á Selhurst Park undir lok síðustu leiktíðar og stuðningsmenn beggja liða gleyma væntanlega seint ótrúlegum lokakafla leiksins, þegar heimaliðið skoraði 3 mörk á rúmum tíu mínútum og breytti gjörtöpuðum leik í 3-3 jafntefli.
„Ég gleymi þeim leik seint. Við vorum komnir í góða stöðu, með 3-0 forystu og lítið eftir af leiknum. En kannski varð kapp leikmanna á að bæta enn við mörkum okkur að falli. Menn voru kannski með hugann við að ná City aftur á markatölu", sagði Brendan Rodgers á blaðamannafundi í gær.
„Leikurinn á morgun verður alveg jafn erfiður. Palace er með sterkt lið og Neil Warnock er mjög góður stjóri."
„Við getum ekki beðið eftir að komast á ferðina aftur. Það er langt og strangt prógramm framundan og það myndi gefa okkur mikið ef við næðum að byrja þá törn á sigri. Liðsandinn er góður og við byggjum áfram ofan á hann. Það er fyrst og fremst þessi góði andi sem hefur skilað okkar árangri. Leikmennirnir eru alltaf til í að leggja sig 100% fram fyrir liðið. Ég er gríðarlega ánægður með það."
Brendan Rodgers hefur þurft að þola talsverða gagnrýni í vetur, enda hefur gengi Liverpool liðsins verið langt undir væntingum. Rodgers hefur meðal annars verið gagnrýndur fyrir ósveigjanleika þegar kemur að vali á leikkerfi.
„Ég er alls ekki ósveigjanlegur eða þrjóskur. Við höfum notast við mörg ólík leikkerfi síðan ég tók við liðinu. Við reynum alltaf að finna það kerfi sem hentar best þeim leikmönnum sem við höfum yfir að ráða hverju sinni og horfum auðvitað líka til þess hvernig best sé að mæta andstæðingum okkar. Það er ákveðin brekka hjá okkur þessa stundina, en það gefur okkur bara möguleikann á því að leggja enn harðar að okkur. Það munum við gera."
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan