| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Spáð í spilin
Liverpool leikur algjöran lykilleik í Meistaradeildinni annað kvöld þegar liðið sækir búlgarska liðið Ludogorets heim. Það er því miður fátt sem gefur tilefni til bjartsýni fyrir það ferðalag.
Það er óhætt að segja að gengi Liverpool á þessari leiktíð hafi valdið miklum vonbrigðum. Liðið er í tómu basli, er í neðri hluta Úrvalsdeidar og ekkert hefur sést til eldmóðsins sem einkenndi liðið á síðustu leiktíð. Af 18 leikjum í öllum keppnum hafa einungis 7 unnist, sem er engan veginn ásættanlegt.
Stundum er sagt að frá botninum sé spyrnan best. Ég ætla rétt að vona að botninum hafi verið náð með hörmungarleiknum gegn Crystal Palace á sunnudaginn og nú fari okkar menn að taka sér tak.
Vissulega var þetta ekki fyrsti tapleikurinn í vetur, reyndar sá fjórði í röð, en leikirnir tveir á undan Palace voru gegn Real Madrid og Chelsea þannig að það var kannski ekki hægt að gera kröfu á mörg stig úr þeim. Krafan fyrir leikinn gegn Palace var hinsvegar alveg skýr. Þar átti liðið að taka 3 stig og ekkert múður.
Það var ekki annað að sjá á viðbrögðum Brendan Rodgers eftir tapið gegn Crystal Palace, en að honum væri verulega brugðið. Ég er nokkuð viss um það að bæði hann og leikmennirnir bundu miklar vonir við þennan leik og komu sigurvissir á Selhurst Park. Þennan leik átti að vinna. Upphafið að nýjum og betri tímum.
Áfallið var þessvegna algjört, enda viðurkenndi Rodgers í viðtölum eftir leikinn að nú fyndi hann fyrir pressu í fyrsta sinn á stjóratíð sinni hjá Liverpool. FSG hefur reyndar sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir lýsa yfir fullum stuðningi við stjórann, en slíkar yfirlýsingar eru reyndar oft fyrstu merkin um yfirvofandi breytingar.
Ég hef ekki mikla trú á því að Rodgers verði látinn taka pokann sinn. Í það minnsta ekki á allra næstu dögum eða vikum. En nú er komið að honum að sýna úr hverju hann er gerður. Hann hefur eðlilega sætt mikilli gagnrýni það sem af er leiktíðar, enda hefur hvorki gengið né rekið. Maðurinn sem virtist ætíð hafa lausnir við hverjum vanda á síðustu leiktíð virkar hvað eftir annað ráðþrota. Það er ljóst að hann verður að hrista eitthvað fram úr erminni í næstu leikjum, annars gæti starfið verið í verulegri hættu - og Liverpool liðið enn einu sinni á byrjunarreit.
Jamie Carragher lét fyrrum liðsfélaga sína heyra það í ensku pressunni á sunnudaginn, eftir afhroðið gegn Palace. Gamli varafyrirliðinn sagði að það vantaði alla karlmennsku í liðið, liðið væri of lint og það væri enginn leiðtogi inni á vellinum. Vonandi svara leikmennirnir fyrir sig á þann eina hátt sem mark er takandi á; með því að hysja upp um sig brækurnar í Búlgaríu.
Það er erfitt verkefni sem bíður okkar manna annað kvöld. Ludogorets eru seigir á heimavelli, unnu Basel þar 1-0 og töpuðu naumlega 1-2 fyrir Real Madrid. Ég ætla samt að leyfa mér að vera bjartsýnn, þótt fátt gefi tilefni til þess, og spá Liverpool góðum 2-0 sigri.
YNWA!
Það er óhætt að segja að gengi Liverpool á þessari leiktíð hafi valdið miklum vonbrigðum. Liðið er í tómu basli, er í neðri hluta Úrvalsdeidar og ekkert hefur sést til eldmóðsins sem einkenndi liðið á síðustu leiktíð. Af 18 leikjum í öllum keppnum hafa einungis 7 unnist, sem er engan veginn ásættanlegt.
Stundum er sagt að frá botninum sé spyrnan best. Ég ætla rétt að vona að botninum hafi verið náð með hörmungarleiknum gegn Crystal Palace á sunnudaginn og nú fari okkar menn að taka sér tak.
Vissulega var þetta ekki fyrsti tapleikurinn í vetur, reyndar sá fjórði í röð, en leikirnir tveir á undan Palace voru gegn Real Madrid og Chelsea þannig að það var kannski ekki hægt að gera kröfu á mörg stig úr þeim. Krafan fyrir leikinn gegn Palace var hinsvegar alveg skýr. Þar átti liðið að taka 3 stig og ekkert múður.
Það var ekki annað að sjá á viðbrögðum Brendan Rodgers eftir tapið gegn Crystal Palace, en að honum væri verulega brugðið. Ég er nokkuð viss um það að bæði hann og leikmennirnir bundu miklar vonir við þennan leik og komu sigurvissir á Selhurst Park. Þennan leik átti að vinna. Upphafið að nýjum og betri tímum.
Áfallið var þessvegna algjört, enda viðurkenndi Rodgers í viðtölum eftir leikinn að nú fyndi hann fyrir pressu í fyrsta sinn á stjóratíð sinni hjá Liverpool. FSG hefur reyndar sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir lýsa yfir fullum stuðningi við stjórann, en slíkar yfirlýsingar eru reyndar oft fyrstu merkin um yfirvofandi breytingar.
Ég hef ekki mikla trú á því að Rodgers verði látinn taka pokann sinn. Í það minnsta ekki á allra næstu dögum eða vikum. En nú er komið að honum að sýna úr hverju hann er gerður. Hann hefur eðlilega sætt mikilli gagnrýni það sem af er leiktíðar, enda hefur hvorki gengið né rekið. Maðurinn sem virtist ætíð hafa lausnir við hverjum vanda á síðustu leiktíð virkar hvað eftir annað ráðþrota. Það er ljóst að hann verður að hrista eitthvað fram úr erminni í næstu leikjum, annars gæti starfið verið í verulegri hættu - og Liverpool liðið enn einu sinni á byrjunarreit.
Jamie Carragher lét fyrrum liðsfélaga sína heyra það í ensku pressunni á sunnudaginn, eftir afhroðið gegn Palace. Gamli varafyrirliðinn sagði að það vantaði alla karlmennsku í liðið, liðið væri of lint og það væri enginn leiðtogi inni á vellinum. Vonandi svara leikmennirnir fyrir sig á þann eina hátt sem mark er takandi á; með því að hysja upp um sig brækurnar í Búlgaríu.
Það er erfitt verkefni sem bíður okkar manna annað kvöld. Ludogorets eru seigir á heimavelli, unnu Basel þar 1-0 og töpuðu naumlega 1-2 fyrir Real Madrid. Ég ætla samt að leyfa mér að vera bjartsýnn, þótt fátt gefi tilefni til þess, og spá Liverpool góðum 2-0 sigri.
YNWA!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan