| Sf. Gutt
Segja má að Liverpool hafi ekki unnið deildarleik frá því í sumar. Það var jú fyrir fyrsta vetrardag sem Liverpool vann síðast í deildinni. Þá vann Liverpool 2:3 á móti Queens Park Rangers í London en síðan hefur hvorki gengið né rekið og nú er aðventan að ganga í garð. Eitt jafntefli og nú síðast þrjú töp í röð. Það er alveg sama hversu oft stuðningsmenn Liverpool segja að næsti leikur verði að vinnast. Það er inni á vellinum sem leikmenn vinna leiki og það hefur ekki verið að gerast. Efstu lið fjarlægjast með hverri umferð og ef Liverpool ætlar að ná Evrópusæti verður eitthvað að fara að gerast. En það er ekki nóg að segja það!
Hið rafmagnaða andrúmsloft sem var í kringum allt og alla á Anfield á síðustu leiktíð og sameinaði leikmenn og stuðningsmenn á þann veg að litlu munaði að Englandsmeistaratitillinn kæmi heim finnst ekki lengur nú rétt rúmu hálfu ári seinna. Deyfð og doði er yfir Anfield og Brendan Rodgers virðist ekki ná Rauða hernum til vopna. Það voru kannski örlítil batamerki á liðinu í Búlgariu. Liðið lenti undir, náði að snúa við blaðinu en þegar upp var staðið náðist ekki að herja fram sigur.
Vörnin hefur verið gagnrýnd mikið á leiktíðinni en ég held að sóknarleikurinn sé ekki síður að gera Liverpool erfitt fyrir. Yfirleitt er það svo þegar illa gengur að of mörg mörk leka inn og of fá eru skoruð. Sárafá mörk hafa verið skoruð það sem af er leiktíðar og ógnin sem var á síðustu leiktíð er ekki lengur fyrir hendi enda helstu ógnvaldarnir annað hvort ekki verið með eða lítið þá sem ekkert. Hvert tækfærið á fætur öðru til að vinna leiki sem eiga að vinnast hefur glatast. Besta dæmið var líklega um síðustu helgi þegar liðið fékk óskabyrjun en lyppaðist svo niður gegn slöku liði Crystal Palace. Dæmigerður leikur fyrir leiki síðustu vikna.
Eins og áður hefur komið fram þá verður Liverpool að vinna á morgun. Sigurinn kemur en það verður ekki neinn glæsibragur á honum. Rickie Lambert og Steven Gerrard skora í 2:1 sigri.
Simon Mignolet varði vítaspyurnu þegar Liverpool vann Stoke 1:0 á Anfield á síðustu leiktíð. Hann varð þar með fyrsti markmaður Liverpool í sögunni til að verja víti í sínum fyrsta leik!
YNWA
TIL BAKA
Spáð í spilin
Segja má að Liverpool hafi ekki unnið deildarleik frá því í sumar. Það var jú fyrir fyrsta vetrardag sem Liverpool vann síðast í deildinni. Þá vann Liverpool 2:3 á móti Queens Park Rangers í London en síðan hefur hvorki gengið né rekið og nú er aðventan að ganga í garð. Eitt jafntefli og nú síðast þrjú töp í röð. Það er alveg sama hversu oft stuðningsmenn Liverpool segja að næsti leikur verði að vinnast. Það er inni á vellinum sem leikmenn vinna leiki og það hefur ekki verið að gerast. Efstu lið fjarlægjast með hverri umferð og ef Liverpool ætlar að ná Evrópusæti verður eitthvað að fara að gerast. En það er ekki nóg að segja það!
Hið rafmagnaða andrúmsloft sem var í kringum allt og alla á Anfield á síðustu leiktíð og sameinaði leikmenn og stuðningsmenn á þann veg að litlu munaði að Englandsmeistaratitillinn kæmi heim finnst ekki lengur nú rétt rúmu hálfu ári seinna. Deyfð og doði er yfir Anfield og Brendan Rodgers virðist ekki ná Rauða hernum til vopna. Það voru kannski örlítil batamerki á liðinu í Búlgariu. Liðið lenti undir, náði að snúa við blaðinu en þegar upp var staðið náðist ekki að herja fram sigur.
Vörnin hefur verið gagnrýnd mikið á leiktíðinni en ég held að sóknarleikurinn sé ekki síður að gera Liverpool erfitt fyrir. Yfirleitt er það svo þegar illa gengur að of mörg mörk leka inn og of fá eru skoruð. Sárafá mörk hafa verið skoruð það sem af er leiktíðar og ógnin sem var á síðustu leiktíð er ekki lengur fyrir hendi enda helstu ógnvaldarnir annað hvort ekki verið með eða lítið þá sem ekkert. Hvert tækfærið á fætur öðru til að vinna leiki sem eiga að vinnast hefur glatast. Besta dæmið var líklega um síðustu helgi þegar liðið fékk óskabyrjun en lyppaðist svo niður gegn slöku liði Crystal Palace. Dæmigerður leikur fyrir leiki síðustu vikna.
Eins og áður hefur komið fram þá verður Liverpool að vinna á morgun. Sigurinn kemur en það verður ekki neinn glæsibragur á honum. Rickie Lambert og Steven Gerrard skora í 2:1 sigri.
Vissir þú?
Simon Mignolet varði vítaspyurnu þegar Liverpool vann Stoke 1:0 á Anfield á síðustu leiktíð. Hann varð þar með fyrsti markmaður Liverpool í sögunni til að verja víti í sínum fyrsta leik!
YNWA
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan