| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Ég er í heitasta sætinu í deildinni
Brendan Rodgers sagðist á blaðamannafundi í dag finna það vel að fólk teldi hann vera þann stjóra í ensku deildinni sem væri líklegastur til þess að þurfa að taka pokann sinn á næstunni.
Enn sem komið er hefur enginn stjóri í Úrvalsdeildinni fengið sparkið á þessari leiktíð, en Brendan Rodgers segist finna það í umræðunni að nú sé staðan sú að hann sé líklegastur til þess að verða sá fyrsti til að hlotnast sá vafasami heiður.
Liverpool hefur enda gengið hörmulega illa það sem af er tímabilsins og situr sem stendur í 12 sæti deildarinnar með 14 stig, sem er einn versti árangur liðsins í manna minnum. Brendan Rodgers gerir sér fulla grein fyrir því að kröfuharðir aðdáendur Liverpool eru engan veginn sáttir við stöðu mála.
„Það er ekki langt síðan ég var valinn stjóri ársins, en nú er staðan skyndilega gjörbreytt. Nú er ég talinn líklegastur allra til þess að missa starfið. En ég get ekki velt mér upp úr því hvað kann að gerast í þeim efnum, það eina sem ég get gert er að gera það sem ég hef stjórn á eins vel og ég mögulega get og kann."
„Lukkuhjólið hefur ekki snúist með okkur á þessari leiktíð, en það þýðir ekki fyrir okkur að dvelja við það sem á undan er gengið. Nú verðum við að rífa okkur upp og gera betur í leikjunum sem framundan eru. Vonandi tekst okkur að snúa taflinu við. Við sýndum ákveðin batamerki gegn Ludogorets á miðvikudaginn og nú þurfum við að taka það jákvæða úr þeim leik með okkur í leikinn gegn Stoke á morgun."
„Það er enn mikið eftir af leiktíðinni og nægur tími til þess að gera betur. Við erum mjög langt frá því að vera þar sem við ætluðum okkur að vera, en furðulegt nokk erum við þó einungis 5 stigum frá topp 4, enda er staðan sú að það hefur aldrei áður þurft jafn fá stig til þess að vera á topp 4 á þessum tíma árs. Það segir okkur að deildin er að spilast dálítið furðulega og það er í raun allt galopið ennþá."
„Rétt eins og á síðustu leiktíð er okkar markmið að komast í Meistaradeildarsæti og ég hef enn trú á því að okkur muni takast það."
Enn sem komið er hefur enginn stjóri í Úrvalsdeildinni fengið sparkið á þessari leiktíð, en Brendan Rodgers segist finna það í umræðunni að nú sé staðan sú að hann sé líklegastur til þess að verða sá fyrsti til að hlotnast sá vafasami heiður.
Liverpool hefur enda gengið hörmulega illa það sem af er tímabilsins og situr sem stendur í 12 sæti deildarinnar með 14 stig, sem er einn versti árangur liðsins í manna minnum. Brendan Rodgers gerir sér fulla grein fyrir því að kröfuharðir aðdáendur Liverpool eru engan veginn sáttir við stöðu mála.
„Það er ekki langt síðan ég var valinn stjóri ársins, en nú er staðan skyndilega gjörbreytt. Nú er ég talinn líklegastur allra til þess að missa starfið. En ég get ekki velt mér upp úr því hvað kann að gerast í þeim efnum, það eina sem ég get gert er að gera það sem ég hef stjórn á eins vel og ég mögulega get og kann."
„Lukkuhjólið hefur ekki snúist með okkur á þessari leiktíð, en það þýðir ekki fyrir okkur að dvelja við það sem á undan er gengið. Nú verðum við að rífa okkur upp og gera betur í leikjunum sem framundan eru. Vonandi tekst okkur að snúa taflinu við. Við sýndum ákveðin batamerki gegn Ludogorets á miðvikudaginn og nú þurfum við að taka það jákvæða úr þeim leik með okkur í leikinn gegn Stoke á morgun."
„Það er enn mikið eftir af leiktíðinni og nægur tími til þess að gera betur. Við erum mjög langt frá því að vera þar sem við ætluðum okkur að vera, en furðulegt nokk erum við þó einungis 5 stigum frá topp 4, enda er staðan sú að það hefur aldrei áður þurft jafn fá stig til þess að vera á topp 4 á þessum tíma árs. Það segir okkur að deildin er að spilast dálítið furðulega og það er í raun allt galopið ennþá."
„Rétt eins og á síðustu leiktíð er okkar markmið að komast í Meistaradeildarsæti og ég hef enn trú á því að okkur muni takast það."
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan