| Heimir Eyvindarson
Lucas Leiva segist vera að velta framtíðinni fyrir sér. Hann hefur fengið fá tækifæri með Liverpool að undanförnu og virðist ekki í miklu uppáhaldi hjá Brendan Rodgers.
„Ef frá eru taldar fyrstu tvær leiktíðir mínar með Liverpool þá var ég nokkuð reglulega í liðinu, þar til á síðustu leiktíð. Ég hef spilað 250 leiki með Liverpool, sem er mér auðvitað mikils virði, en það gerir það ekki léttara að sitja leik eftir leik á hliðarlínunni og fá ekki að vera með. Maður vill að sjálfsögðu alltaf vera í liðinu."
„Þetta hefur verið frekar erfiður tími. Ég skal alveg viðurkenna það. Ég er ekki týpan sem mætir bara í vinnuna til þess að hirða launin sín. Ef sá dagur rennur upp að ég mæti á Melwood og sé sama um hvort ég kemst í liðið eða ekki, þá er eins gott að pakka saman."
„Ég er 27 ára og ætti að eiga mín bestu ár í boltanum framundan. Ég er vitanlega ekki hress með að fá svona fá tækifæri og ég viðurkenni það fúslega að ég hef spáð alvarlega í það að flytja mig um set, en það eina sem ég get gert núna er að leggja mig allan fram á æfingum og í leikjunum sem ég fæ færi á að spila og reyna þannig að tryggja mér sæti í liðinu á ný."
„Þetta er áttunda tímabilið mitt hjá Liverpool og þegar ég lít yfir ferilinn þá er ég ekki sáttur við hvernig málin hafa þróast. Ég er samt mjög þakklátur fyrir tíma minn með Liverpool. Ég hef alltaf gert mitt allra besta til þess að hjálpa liðinu og ég mun gera það áfram, svo lengi sem ég verð hér. Það er alveg öruggt."
Lucas var í byrjunarliðinu gegn Ludogorets í vikunni og þótti standa sig nokkuð vel. Talið er nokkuð líklegt að frammistaða hans í þeim leik hafi tryggt honum sæti í byrjunarliðinu gegn Stoke í dag.
„Mér hefur gengið ágætlega í leikjunum sem ég hef fengið að byrja, eins og gegn Real Madrid og Ludogorets. Það var kannski ekki fallegur fótboltinn hjá okkur í Búlgaríu og ég veit vel að ég er aðeins stirður inni á vellinum af því að ég er ekki í leikformi, en ég tel að ég hafi allavega hjálpað liðinu varnarlega."
„Það eru margir leikir framundan hjá okkur á næstu dögum, þannig að það er líklegt að stjórinn róteri liðinu svolítið. Vonandi fæ ég að spila sem mest. Það er alltaf erfitt að koma inn í leik og leik. Maður þarf að fá nokkra leiki í röð til þess að finna taktinn og koma sér í rétta gírinn."
TIL BAKA
Geri mitt besta meðan ég er hér

„Ef frá eru taldar fyrstu tvær leiktíðir mínar með Liverpool þá var ég nokkuð reglulega í liðinu, þar til á síðustu leiktíð. Ég hef spilað 250 leiki með Liverpool, sem er mér auðvitað mikils virði, en það gerir það ekki léttara að sitja leik eftir leik á hliðarlínunni og fá ekki að vera með. Maður vill að sjálfsögðu alltaf vera í liðinu."
„Þetta hefur verið frekar erfiður tími. Ég skal alveg viðurkenna það. Ég er ekki týpan sem mætir bara í vinnuna til þess að hirða launin sín. Ef sá dagur rennur upp að ég mæti á Melwood og sé sama um hvort ég kemst í liðið eða ekki, þá er eins gott að pakka saman."
„Ég er 27 ára og ætti að eiga mín bestu ár í boltanum framundan. Ég er vitanlega ekki hress með að fá svona fá tækifæri og ég viðurkenni það fúslega að ég hef spáð alvarlega í það að flytja mig um set, en það eina sem ég get gert núna er að leggja mig allan fram á æfingum og í leikjunum sem ég fæ færi á að spila og reyna þannig að tryggja mér sæti í liðinu á ný."
„Þetta er áttunda tímabilið mitt hjá Liverpool og þegar ég lít yfir ferilinn þá er ég ekki sáttur við hvernig málin hafa þróast. Ég er samt mjög þakklátur fyrir tíma minn með Liverpool. Ég hef alltaf gert mitt allra besta til þess að hjálpa liðinu og ég mun gera það áfram, svo lengi sem ég verð hér. Það er alveg öruggt."
Lucas var í byrjunarliðinu gegn Ludogorets í vikunni og þótti standa sig nokkuð vel. Talið er nokkuð líklegt að frammistaða hans í þeim leik hafi tryggt honum sæti í byrjunarliðinu gegn Stoke í dag.
„Mér hefur gengið ágætlega í leikjunum sem ég hef fengið að byrja, eins og gegn Real Madrid og Ludogorets. Það var kannski ekki fallegur fótboltinn hjá okkur í Búlgaríu og ég veit vel að ég er aðeins stirður inni á vellinum af því að ég er ekki í leikformi, en ég tel að ég hafi allavega hjálpað liðinu varnarlega."
„Það eru margir leikir framundan hjá okkur á næstu dögum, þannig að það er líklegt að stjórinn róteri liðinu svolítið. Vonandi fæ ég að spila sem mest. Það er alltaf erfitt að koma inn í leik og leik. Maður þarf að fá nokkra leiki í röð til þess að finna taktinn og koma sér í rétta gírinn."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan