| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Spáð í spilin
Liverpool heimsækir Leicester á The King Power Stadium annað kvöld. Stuðningsmenn Liverpool vona að sigurinn gegn Stoke á laugardaginn hafi markað nýtt upphaf, eftir hörmungar undanfarinna vikna.
Leicester situr á botni Úrvalsdeildar sem stendur, en er þó sýnd veiði en ekki gefin. Liðið er til að mynda sæmilega sterkt á heimavelli, en af sex leikjum sem liðið hefur leikið á King Power Stadium hefur liðið einungis tapað einum hingað til, gegn WBA í byrjun nóvember. Því ber þó að halda til haga að liðið hefur að sama skapi aðeins unnið einn leik á heimavelli það sem af er. Gegn Manchester United í september. Við kunnum þeim bestu þakkir fyrir það.
Leicester var afar óheppið að fá ekki neitt út úr viðureign sinni við QPR um helgina, en sá leikur endaði 3-2 fyrir Lundúnaliðið. Mörkin tvö sem Leicester skoraði í leiknum voru fyrstu mörkin sem liðið skorar í langan tíma, en liðið hafði fyrir helgina leikið 5 leiki í röð án þess að koma boltanum í netið. Alls 503 mínútur án marks. Það er því nokkuð ljóst að Nigel Pearson stjóri Leicester mun geta bent sínum mönnum á a.m.k. tvo jákvæða punkta fyrir leikinn annað kvöld. Annarsvegar að markaþurrðin sé úr sögunni og hinsvegar sæmilegt heimavallarform.
Það þarf ekki að fjölyrða um gengi Liverpool á leiktíðinni, en við verðum að vona að botninum hafi verið náð með tapinu gegn Crystal Palace á dögunum. Allavega markar sá leikur ákveðin tímamót í mínum huga. Rodgers hefur í það minnsta ekki notað Steven Gerrard í DM síðan þá og ekki heldur Dejan Lovren í miðvörðinn, þannig að hann virðist hafa tekið sönsum að einhverju leyti.
Eins og sá vísi maður Gary Neville benti réttilega á eru engar líkur á því að Liverpool smelli allt í einu í sama gír og liðið var í mest allt síðasta tímabil, en vonandi er mesta vesenið að baki og bjartari tímar framundan.
Þrátt fyrir að leikur liðsins gegn Stoke hafi kannski ekki verið leiftrandi skemmtilegur þá má taka margt jákvætt úr honum. Fyrst og síðast er það fagnaðarefni að liðinu hafi tekist að halda hreinu, þótt það hafi reyndar staðið ansi tæpt, en einnig gefur frammistaða Johnson, Mignolet og Lucas ákveðnar vonir um að mesti vandræðagangurinn í öftustu víglínu sé úr sögunni. Maður skyldi þó aldrei segja aldrei þegar Liverpool er annars vegar.
Leikurinn á morgun verður 100. viðureign Liverpool og Leicester frá upphafi. Hingað til hefur Liverpool unnið 41 leik, Leicester 35 og 23 hafa endað með jafntefli. Síðasta viðureign liðanna í Úrvalsdeild endaði einmitt með jafntefli, en það var í mars 2004. Þá skildu liðin markalaus á heimavelli Leicester.
Brendan Rodgers greindi frá því í dag að þeir Mario Balotelli og Mamadou Sakho yrðu hvorugir leikfærir annað kvöld, en Sakho æfði með liðinu í dag eftir langa fjarveru vegna meiðsla. Þá er Daniel Sturridge vitanlega ennþá á meiðslalistanum, sem og Suso og Jon Flanagan, en aðrir aðalliðsmenn ættu að vera tiltækir, ef mér skjátlast ekki.
Það verður fróðlegt að sjá hvernig Brendan Rodgers stillir upp liðinu á morgun. Það verður að teljast líklegt að bæði Lucas Leiva og Kolo Toure haldi sæti sínu, eftir fína frammistöðu gegn Stoke. Væntanlega verður Gerrard ekki hafður á bekknum tvo leiki í röð þannig að það má jafnvel gera ráð fyrir því að Lucas og Gerrard verði saman á miðjunni á morgun. Það er uppstilling sem hefur vakið litla hrifningu margra Liverpool spekúlenta. Mörgum finnst sú blanda fullreynd.
Það verður þó að mínu mati að gefa því kombói enn eitt tækifærið. Lucas er eins og staðan er í dag besti varnartengiliðurinn í hópnum og meðan staðan er þannig er einfaldlega óhjákvæmilegt að þeir spili saman leik og leik. Ekki verður Gerrard endalaust á bekknum, svo mikið er víst.
Þá verður ekki síður fróðlegt að sjá hvort Adam Lallana fær tækifæri annað kvöld. Þessi dýrasti leikmaður sumarsins fær furðulega lítið að spila, þrátt fyrir að standa sig yfirleitt ágætlega þegar hann fær sjénsinn. Eins verður forvitnilegt að sjá hvaða framherji byrjar leikinn. Rickie Lambert er vissulega líklegastur, en hann er kominn af léttasta skeiði og er kannski ekki alveg maður í svona þétt leikjaprógramm.
Ég er harður stuðningsmaður Brendan Rodgers og ég trúi því staðfastlega að honum muni takast að sigla okkur út úr þeim vandræðum sem liðið er í þessa stundina. Hinsvegar er ég logandi hræddur um að leikurinn á morgun verði liðinu erfiður. Liðið skapar sér einfaldlega ekki mörg færi til þess að gera almennilega út um leiki og meðan vörnin er eins götótt og hún hefur verið í vetur er alltaf hætta á einhverri skitu. Ég get hinsvegar ekki annað en haldið áfram að trúa því að bjartari tímar séu framundan. Þessvegna spái ég 2-1 sigri Liverpool. Gerrard og Skrtel með mörkin.
YNWA!
Leicester situr á botni Úrvalsdeildar sem stendur, en er þó sýnd veiði en ekki gefin. Liðið er til að mynda sæmilega sterkt á heimavelli, en af sex leikjum sem liðið hefur leikið á King Power Stadium hefur liðið einungis tapað einum hingað til, gegn WBA í byrjun nóvember. Því ber þó að halda til haga að liðið hefur að sama skapi aðeins unnið einn leik á heimavelli það sem af er. Gegn Manchester United í september. Við kunnum þeim bestu þakkir fyrir það.
Leicester var afar óheppið að fá ekki neitt út úr viðureign sinni við QPR um helgina, en sá leikur endaði 3-2 fyrir Lundúnaliðið. Mörkin tvö sem Leicester skoraði í leiknum voru fyrstu mörkin sem liðið skorar í langan tíma, en liðið hafði fyrir helgina leikið 5 leiki í röð án þess að koma boltanum í netið. Alls 503 mínútur án marks. Það er því nokkuð ljóst að Nigel Pearson stjóri Leicester mun geta bent sínum mönnum á a.m.k. tvo jákvæða punkta fyrir leikinn annað kvöld. Annarsvegar að markaþurrðin sé úr sögunni og hinsvegar sæmilegt heimavallarform.
Það þarf ekki að fjölyrða um gengi Liverpool á leiktíðinni, en við verðum að vona að botninum hafi verið náð með tapinu gegn Crystal Palace á dögunum. Allavega markar sá leikur ákveðin tímamót í mínum huga. Rodgers hefur í það minnsta ekki notað Steven Gerrard í DM síðan þá og ekki heldur Dejan Lovren í miðvörðinn, þannig að hann virðist hafa tekið sönsum að einhverju leyti.
Eins og sá vísi maður Gary Neville benti réttilega á eru engar líkur á því að Liverpool smelli allt í einu í sama gír og liðið var í mest allt síðasta tímabil, en vonandi er mesta vesenið að baki og bjartari tímar framundan.
Þrátt fyrir að leikur liðsins gegn Stoke hafi kannski ekki verið leiftrandi skemmtilegur þá má taka margt jákvætt úr honum. Fyrst og síðast er það fagnaðarefni að liðinu hafi tekist að halda hreinu, þótt það hafi reyndar staðið ansi tæpt, en einnig gefur frammistaða Johnson, Mignolet og Lucas ákveðnar vonir um að mesti vandræðagangurinn í öftustu víglínu sé úr sögunni. Maður skyldi þó aldrei segja aldrei þegar Liverpool er annars vegar.
Leikurinn á morgun verður 100. viðureign Liverpool og Leicester frá upphafi. Hingað til hefur Liverpool unnið 41 leik, Leicester 35 og 23 hafa endað með jafntefli. Síðasta viðureign liðanna í Úrvalsdeild endaði einmitt með jafntefli, en það var í mars 2004. Þá skildu liðin markalaus á heimavelli Leicester.
Brendan Rodgers greindi frá því í dag að þeir Mario Balotelli og Mamadou Sakho yrðu hvorugir leikfærir annað kvöld, en Sakho æfði með liðinu í dag eftir langa fjarveru vegna meiðsla. Þá er Daniel Sturridge vitanlega ennþá á meiðslalistanum, sem og Suso og Jon Flanagan, en aðrir aðalliðsmenn ættu að vera tiltækir, ef mér skjátlast ekki.
Það verður fróðlegt að sjá hvernig Brendan Rodgers stillir upp liðinu á morgun. Það verður að teljast líklegt að bæði Lucas Leiva og Kolo Toure haldi sæti sínu, eftir fína frammistöðu gegn Stoke. Væntanlega verður Gerrard ekki hafður á bekknum tvo leiki í röð þannig að það má jafnvel gera ráð fyrir því að Lucas og Gerrard verði saman á miðjunni á morgun. Það er uppstilling sem hefur vakið litla hrifningu margra Liverpool spekúlenta. Mörgum finnst sú blanda fullreynd.
Það verður þó að mínu mati að gefa því kombói enn eitt tækifærið. Lucas er eins og staðan er í dag besti varnartengiliðurinn í hópnum og meðan staðan er þannig er einfaldlega óhjákvæmilegt að þeir spili saman leik og leik. Ekki verður Gerrard endalaust á bekknum, svo mikið er víst.
Þá verður ekki síður fróðlegt að sjá hvort Adam Lallana fær tækifæri annað kvöld. Þessi dýrasti leikmaður sumarsins fær furðulega lítið að spila, þrátt fyrir að standa sig yfirleitt ágætlega þegar hann fær sjénsinn. Eins verður forvitnilegt að sjá hvaða framherji byrjar leikinn. Rickie Lambert er vissulega líklegastur, en hann er kominn af léttasta skeiði og er kannski ekki alveg maður í svona þétt leikjaprógramm.
Ég er harður stuðningsmaður Brendan Rodgers og ég trúi því staðfastlega að honum muni takast að sigla okkur út úr þeim vandræðum sem liðið er í þessa stundina. Hinsvegar er ég logandi hræddur um að leikurinn á morgun verði liðinu erfiður. Liðið skapar sér einfaldlega ekki mörg færi til þess að gera almennilega út um leiki og meðan vörnin er eins götótt og hún hefur verið í vetur er alltaf hætta á einhverri skitu. Ég get hinsvegar ekki annað en haldið áfram að trúa því að bjartari tímar séu framundan. Þessvegna spái ég 2-1 sigri Liverpool. Gerrard og Skrtel með mörkin.
YNWA!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan