| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Tveir sigrar í röð!
Liverpool heimsótti Leicester á King Power Stadium í kvöld og uppskar 3-1 sigur í miklum baráttuleik. Annar sigurleikurinn í röð eftir nokkur nöturleg töp í röð þar á undan.
Brendan Rodgers gerði þrjár breytingar á byrjunarliðinu, frá sigurleiknum gegn Stoke um helgina. Adam Lallana, Javier Manquillo og Steven Gerrard komu inn í stað Jose Enrique, Coutinho og Joe Allen.
Liverpool byrjaði leikinn ágætlega og var nokkuð ógnandi á fyrstu mínútunum. Sérstaklega olli Raheem Sterling varnarmönnum heimaliðsins vandræðum. Þrátt fyrir nokkrar sæmilegar sóknir náði liðið þó ekki að skapa sér nein alvöru færi.
Á 20. mínútu voru okkar menn síðan stálheppnir að Leicester skyldi ekki skora, en þá átti Mignolet ömurlega sendingu beint á Esteban Cambiasso sem hefði getað rennt honum í opið markið. Argentínumanninum brást sem betur fer bogalistin herfilega og smellti boltanum framhjá.
En einungis mínútu síðar voru heimamenn komnir yfir í leiknum. Fyrst átti James Vardy ágætt skot sem Mignolet varði mjög vel. Boltinn barst til Skrtel sem skallaði hann út í teig, þar kom Leonardo Ulloa aðvífandi og smellti boltanum í nærstöngina og af stönginni fór boltinn í bakið á Mignolet og í netið. Ótrúleg óheppni okkar manna og staðan orðin 1-0 fyrir heimamenn.
En Liverpool sýndi góðan karakter og hélt áfram að berjast. Nokkrum mínútum síðar uppskáru þeir ríkulega þegar Adam Lallana skoraði gott mark. Boltinn barst þá inn í teig Leicester, þar náði Rickie Lambert að skalla boltann þrátt fyrir að vera umkringdur bláliðum, fyrir fætur Lallana sem hamraði hann í nærhornið óverjandi fyrir Kasper Schmeichel í markinu. Mjög vel að verki staðið hjá þeim félögum. Staðan 1-1 og 26 mínútur liðnar af leiknum.
Eftir mark Liverpool dofnaði yfir leiknum og óhætt að segja að restin af fyrri hálfleiknum hafi verið fremur tilþrifalítil. Staðan 1-1 í hálfleik í Leicester.
Moreno kom inná fyrir landa sinn Manquillo í hálfleik og Glen Johnson fór þá í hægri bakvörðinn. Góð skipting hjá Rodgers þar sem Manquillo hafði verið afar slakur í fyrri hálfleik.
Fyrstu mínútur seinni hálfleiksins voru tíðindalitlar en á 54. mínútu átti Liverpool góða sókn sem endaði með fyrsta marki Steven Gerrard úr opnum leik í allt of langan tíma. Kapteinninn fékk boltinn í miðjum teignum og renndi honum innanfótar framhjá Schmeichel í markinu. Það þarf ekki alltaf að vera fast. Staðan 1-2.
Tæpum tíu mínútum síðar fékk Wes Morgan fyrirliði Leicester að fjúka út af. Rickie Lambert var þá að sleppa framhjá honum og einn í gegn og varnartröllið sá ekki annan kost í stöðunni en að rífa Lambert niður. Lee Mason hikaði ekki við að veifa rauða spjaldinu, enda var Morgan aftasti varnarmaður Leicester. Tæpur hálftími eftir af leiknum og staða okkar manna vænleg.
Fyrstu mínúturnar eftir að Morgan fór útaf var samt ekki að sjá að Leicester væru manni færri. Liverpool nýtti sér ekki liðmuninn og heimamenn voru einfaldlega grimmari og líklegri en okkar menn á þessum kafla.
Á 73. mínútu hefði Lee Mason reyndar auðveldlega getað gert vonir Leicester að nánast engu, en þá fékk Gerrard flottan bolta frá Henderson inn fyrir vörn Leicester. Það var ekki annað að sjá en að Schmeichel tæki fyrirliðann niður í tegnum, en Mason sá enga ástæðu til þess að flauta. Nokkuð undarleg ákvörðun, í það minnsta við fyrstu sýn.
Á 83. mínútu kom svo rothöggið loksins. Eftir slaka markvörslu Schmeichel barst boltinn til Sterling sem sendi snilldar hælsendingu á Henderson sem afgreiddi hann örugglega í netið. Staðan 1-3 og úrslitin ráðin.
Þrátt fyrir hetjulega baráttu náði Leicester ekki að svara fyrir sig og niðurstaðan á King Power Stadium sætur og gríðarlega mikilvægur 1-3 sigur Liverpool.
Leicester: Schmeichel, De Laet, Morgan, Konchesky (Albrighton á 80. mín.), Schlupp, Cambiasso, James, Mahrez, Vardy, Ulloa. Ónotaðir varamenn: Hamer, Drinkwater, King, Moore, Knockaert, Wood.
Mark Leicester: Ulloa á 21. mínútu.
Gult spjald: Schlupp.
Rautt spjald: Morgan.
Liverpool: Mignolet, Johnson, Skrtel, Toure, Manquillo (Moreno á 46. mín.), Lucas, Henderson, Gerrard, Lallana (Allen á 71. mín.), Sterling (Lovren á 92. mín.), Lambert. Ónotaðir varamenn: Jones, Markovic, Coutinho, Can.
Mörk Liverpool: Lallana á 26. mín., Gerrard á 53. mín og Henderson á 83. mín.
Gul spjöld: Gerrard, Lallana.
Áhorfendur á Kings Power Stadium: 32.000
Maður leiksins: Raheem Sterling, sem var í ótrúlega litlu uppáhaldi hjá dómaratríóinu í kvöld, Kolo Toure, Lucas Leiva og Steven Gerrard voru að mínu mati bestu leikmenn Liverpool í kvöld. Gríðarlega ánægjulegt að sjá fyrirliðann skora og spila vel, hann fækkaði aðeins gagnrýnisröddunum í kvöld. Svo mikið er víst. Það er erfitt að gera upp á milli Gerrard og Lucas, en ég ætla að velja Brassann. Það er mikil breyting á liðinu eftir að hann tók stöðu aftasta miðjumanns. Í kvöld átti hann fullt af góðum tæklingum og varði vörnina vel. Hann var orðinn þreyttur undir lokin en stóð vaktina mjög vel til leiksloka. Ánægjulegt að sjá að hann virðist vera að komast í form.
Brendan Rodgers: Við erum loksins að komast á rétta braut. Þrír síðustu leikir lofa góðu. Við tökum eitt skref í einu, við eigum enn langt í land, en sigurinn í kvöld var gríðarlega mikilvægur upp á framhaldið. Vinnusemin í liðinu var mjög góð og ég held að allir sjái að leikmennirnir eru staðráðnir í að snúa gengi liðsins við.
-Það er eiginlega dálítið vandræðalegt frá því að segja, en þetta er einungis í annað sinn á leiktíðinni sem Liverpool tekst að vinna tvo leiki í röð. Fyrri „sigurhrinan" kom í október þegar Liverpool lagði WBA og QPR.
-Þá er ekki síður skrýtið að segja frá því sigurinn í kvöld var stærsti sigur Liverpool í öllum keppnum frá því að liðið lagði Tottenham 3-0 í lok ágúst.
-Mark Steven Gerrard í kvöld var fyrsta mark fyrirliðans úr opnum leik frá því í febrúar 2013.
-Markið var hans fjórða á leiktíðinni og er hann nú markahæstur leikmanna Liverpool.
- Adam Lallana skoraði sitt annað mark.
- Jordan Henderson skoraði í þriðja sinn á sparktíðinni.
-Leikurinn í kvöld markaði tímamót á ferli tveggja leikmanna Liverpool. Jordan Henderson lék í dag sinn 150. leik fyrir Liverpool í öllum keppnum og Glen Johnson lék sinn 150. deildarleik fyrir liðið.
-Þetta var 100. viðureign Liverpool og Leicester frá upphafi. Liverpool hefur unnið 42 leiki, Leicester 35 og 23 hafa endað með jafntefli.
-Hér má sjá myndir úr leiknum frá opinberri heimasíðu Liverpool.
-Hér má sjá viðtal við Brendan Rodgers, tekið af sömu síðu.
Brendan Rodgers gerði þrjár breytingar á byrjunarliðinu, frá sigurleiknum gegn Stoke um helgina. Adam Lallana, Javier Manquillo og Steven Gerrard komu inn í stað Jose Enrique, Coutinho og Joe Allen.
Liverpool byrjaði leikinn ágætlega og var nokkuð ógnandi á fyrstu mínútunum. Sérstaklega olli Raheem Sterling varnarmönnum heimaliðsins vandræðum. Þrátt fyrir nokkrar sæmilegar sóknir náði liðið þó ekki að skapa sér nein alvöru færi.
Á 20. mínútu voru okkar menn síðan stálheppnir að Leicester skyldi ekki skora, en þá átti Mignolet ömurlega sendingu beint á Esteban Cambiasso sem hefði getað rennt honum í opið markið. Argentínumanninum brást sem betur fer bogalistin herfilega og smellti boltanum framhjá.
En einungis mínútu síðar voru heimamenn komnir yfir í leiknum. Fyrst átti James Vardy ágætt skot sem Mignolet varði mjög vel. Boltinn barst til Skrtel sem skallaði hann út í teig, þar kom Leonardo Ulloa aðvífandi og smellti boltanum í nærstöngina og af stönginni fór boltinn í bakið á Mignolet og í netið. Ótrúleg óheppni okkar manna og staðan orðin 1-0 fyrir heimamenn.
En Liverpool sýndi góðan karakter og hélt áfram að berjast. Nokkrum mínútum síðar uppskáru þeir ríkulega þegar Adam Lallana skoraði gott mark. Boltinn barst þá inn í teig Leicester, þar náði Rickie Lambert að skalla boltann þrátt fyrir að vera umkringdur bláliðum, fyrir fætur Lallana sem hamraði hann í nærhornið óverjandi fyrir Kasper Schmeichel í markinu. Mjög vel að verki staðið hjá þeim félögum. Staðan 1-1 og 26 mínútur liðnar af leiknum.
Eftir mark Liverpool dofnaði yfir leiknum og óhætt að segja að restin af fyrri hálfleiknum hafi verið fremur tilþrifalítil. Staðan 1-1 í hálfleik í Leicester.
Moreno kom inná fyrir landa sinn Manquillo í hálfleik og Glen Johnson fór þá í hægri bakvörðinn. Góð skipting hjá Rodgers þar sem Manquillo hafði verið afar slakur í fyrri hálfleik.
Fyrstu mínútur seinni hálfleiksins voru tíðindalitlar en á 54. mínútu átti Liverpool góða sókn sem endaði með fyrsta marki Steven Gerrard úr opnum leik í allt of langan tíma. Kapteinninn fékk boltinn í miðjum teignum og renndi honum innanfótar framhjá Schmeichel í markinu. Það þarf ekki alltaf að vera fast. Staðan 1-2.
Tæpum tíu mínútum síðar fékk Wes Morgan fyrirliði Leicester að fjúka út af. Rickie Lambert var þá að sleppa framhjá honum og einn í gegn og varnartröllið sá ekki annan kost í stöðunni en að rífa Lambert niður. Lee Mason hikaði ekki við að veifa rauða spjaldinu, enda var Morgan aftasti varnarmaður Leicester. Tæpur hálftími eftir af leiknum og staða okkar manna vænleg.
Fyrstu mínúturnar eftir að Morgan fór útaf var samt ekki að sjá að Leicester væru manni færri. Liverpool nýtti sér ekki liðmuninn og heimamenn voru einfaldlega grimmari og líklegri en okkar menn á þessum kafla.
Á 73. mínútu hefði Lee Mason reyndar auðveldlega getað gert vonir Leicester að nánast engu, en þá fékk Gerrard flottan bolta frá Henderson inn fyrir vörn Leicester. Það var ekki annað að sjá en að Schmeichel tæki fyrirliðann niður í tegnum, en Mason sá enga ástæðu til þess að flauta. Nokkuð undarleg ákvörðun, í það minnsta við fyrstu sýn.
Á 83. mínútu kom svo rothöggið loksins. Eftir slaka markvörslu Schmeichel barst boltinn til Sterling sem sendi snilldar hælsendingu á Henderson sem afgreiddi hann örugglega í netið. Staðan 1-3 og úrslitin ráðin.
Þrátt fyrir hetjulega baráttu náði Leicester ekki að svara fyrir sig og niðurstaðan á King Power Stadium sætur og gríðarlega mikilvægur 1-3 sigur Liverpool.
Leicester: Schmeichel, De Laet, Morgan, Konchesky (Albrighton á 80. mín.), Schlupp, Cambiasso, James, Mahrez, Vardy, Ulloa. Ónotaðir varamenn: Hamer, Drinkwater, King, Moore, Knockaert, Wood.
Mark Leicester: Ulloa á 21. mínútu.
Gult spjald: Schlupp.
Rautt spjald: Morgan.
Liverpool: Mignolet, Johnson, Skrtel, Toure, Manquillo (Moreno á 46. mín.), Lucas, Henderson, Gerrard, Lallana (Allen á 71. mín.), Sterling (Lovren á 92. mín.), Lambert. Ónotaðir varamenn: Jones, Markovic, Coutinho, Can.
Mörk Liverpool: Lallana á 26. mín., Gerrard á 53. mín og Henderson á 83. mín.
Gul spjöld: Gerrard, Lallana.
Áhorfendur á Kings Power Stadium: 32.000
Maður leiksins: Raheem Sterling, sem var í ótrúlega litlu uppáhaldi hjá dómaratríóinu í kvöld, Kolo Toure, Lucas Leiva og Steven Gerrard voru að mínu mati bestu leikmenn Liverpool í kvöld. Gríðarlega ánægjulegt að sjá fyrirliðann skora og spila vel, hann fækkaði aðeins gagnrýnisröddunum í kvöld. Svo mikið er víst. Það er erfitt að gera upp á milli Gerrard og Lucas, en ég ætla að velja Brassann. Það er mikil breyting á liðinu eftir að hann tók stöðu aftasta miðjumanns. Í kvöld átti hann fullt af góðum tæklingum og varði vörnina vel. Hann var orðinn þreyttur undir lokin en stóð vaktina mjög vel til leiksloka. Ánægjulegt að sjá að hann virðist vera að komast í form.
Brendan Rodgers: Við erum loksins að komast á rétta braut. Þrír síðustu leikir lofa góðu. Við tökum eitt skref í einu, við eigum enn langt í land, en sigurinn í kvöld var gríðarlega mikilvægur upp á framhaldið. Vinnusemin í liðinu var mjög góð og ég held að allir sjái að leikmennirnir eru staðráðnir í að snúa gengi liðsins við.
Fróðleikur:
-Það er eiginlega dálítið vandræðalegt frá því að segja, en þetta er einungis í annað sinn á leiktíðinni sem Liverpool tekst að vinna tvo leiki í röð. Fyrri „sigurhrinan" kom í október þegar Liverpool lagði WBA og QPR.
-Þá er ekki síður skrýtið að segja frá því sigurinn í kvöld var stærsti sigur Liverpool í öllum keppnum frá því að liðið lagði Tottenham 3-0 í lok ágúst.
-Mark Steven Gerrard í kvöld var fyrsta mark fyrirliðans úr opnum leik frá því í febrúar 2013.
-Markið var hans fjórða á leiktíðinni og er hann nú markahæstur leikmanna Liverpool.
- Adam Lallana skoraði sitt annað mark.
- Jordan Henderson skoraði í þriðja sinn á sparktíðinni.
-Leikurinn í kvöld markaði tímamót á ferli tveggja leikmanna Liverpool. Jordan Henderson lék í dag sinn 150. leik fyrir Liverpool í öllum keppnum og Glen Johnson lék sinn 150. deildarleik fyrir liðið.
-Þetta var 100. viðureign Liverpool og Leicester frá upphafi. Liverpool hefur unnið 42 leiki, Leicester 35 og 23 hafa endað með jafntefli.
-Hér má sjá myndir úr leiknum frá opinberri heimasíðu Liverpool.
-Hér má sjá viðtal við Brendan Rodgers, tekið af sömu síðu.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan