| Sf. Gutt
Hvíld er góð var einhvern tíma sagt. Steven Gerrard var á bekknum til að byrja með í leiknum um helgina eins og frægt er orðið og fjölmiðlar gerðu mikið úr. Hann lék reyndar lokakaflann í leik Liverpool og Stoke en í gærkvöldi var hann í byrjunarliðinu og lék sannarlega til sín taka. Það var kraftur í kappanum og hann skoraði mikilvægt mark. Það mætti því ætla að hvíldin hefði gert Steven gott. Brendan Rodgers hafði meðal annars þetta að segja eftir leikinn.
,,Ég held að þið hafið séð að það var karftur í honum í kvöld. Hann lét mikið til sín taka í leiknum og þá sérstaklega eftir því sem leið á hann. Þetta var stórgóður leikur hjá Steven og hann skoraði prýðilegt mark. Hann er okkur mjög mikilvægur."
Þó svo að Brendan Rodgers hefði ákvaðið að hafa Steven Gerrard á bekknum um helgina hefur hann síður en svo misst álit á fyrirliða Liverpool.
,,Þó svo að hann verði orðinn nærri 35 ára í lok leiktíðarinnar þá hefur hann yfir mörgum frábærum kostum að búa. En hjá honum eins og öðrum kemur að því, hversu góður sem maðurinn er, að það fer að hægjast á og menn fara að huga að því að hætta. Það er þó ekki komið að þessu hjá honum. Það sást vel í kvöld að það er nóg eftir hjá honum."
TIL BAKA
Hvíld er góð!
Hvíld er góð var einhvern tíma sagt. Steven Gerrard var á bekknum til að byrja með í leiknum um helgina eins og frægt er orðið og fjölmiðlar gerðu mikið úr. Hann lék reyndar lokakaflann í leik Liverpool og Stoke en í gærkvöldi var hann í byrjunarliðinu og lék sannarlega til sín taka. Það var kraftur í kappanum og hann skoraði mikilvægt mark. Það mætti því ætla að hvíldin hefði gert Steven gott. Brendan Rodgers hafði meðal annars þetta að segja eftir leikinn.
,,Ég held að þið hafið séð að það var karftur í honum í kvöld. Hann lét mikið til sín taka í leiknum og þá sérstaklega eftir því sem leið á hann. Þetta var stórgóður leikur hjá Steven og hann skoraði prýðilegt mark. Hann er okkur mjög mikilvægur."
Þó svo að Brendan Rodgers hefði ákvaðið að hafa Steven Gerrard á bekknum um helgina hefur hann síður en svo misst álit á fyrirliða Liverpool.
,,Þó svo að hann verði orðinn nærri 35 ára í lok leiktíðarinnar þá hefur hann yfir mörgum frábærum kostum að búa. En hjá honum eins og öðrum kemur að því, hversu góður sem maðurinn er, að það fer að hægjast á og menn fara að huga að því að hætta. Það er þó ekki komið að þessu hjá honum. Það sást vel í kvöld að það er nóg eftir hjá honum."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan