| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Spáð í spilin
Fyrir dyrum er mikilvægasti leikur til þessa á tímabilinu. Svissneska liðið Basel kemur í heimsókn á Anfield í lokaleik riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Liverpool þurfa sigur og ekkert annað til að komast áfram.
Brendan Rodgers og Joe Allen voru fyrr í dag á blaðamannafundi fyrir leikinn og báðir lýstu aðallega yfir tilhlökkun fyrir leiknum. Þeir vita vel hvað þarf að gera til að komast áfram og virtust einbeittir á að ná því markmiði. Engin ný meiðsli eru í hópnum eftir leik helgarinnar og þeir leikmenn sem eru meiddir eru ekki líklegir til að ná þessum leik, það má því ekki búast við stórum breytingum á byrjunarliðinu nema þá helst að Steven Gerrard fær líklega sæti í byrjunarliðinu á nýjan leik.
Það er óskandi að Rodgers láti þó Gerrard ekki vera aftastan á miðjunni en það hefur þó verið ljóst undanfarið að Rodgers treystir Lucas best í þá stöðu núna. Viti menn, síðan Lucas kom inn hefur varnarleikurinn skánað þónokkuð og liðið aðeins fengið á sig eitt mark í síðustu þrem deildarleikjum. Einnig hefur Kolo Toure átt góða innkomu sem miðvörður og vonandi er það til þess að Dejan Lovren taki sig saman í andlitinu og fari að spila eins og maður ef hann fær tækifæri á ný. En réttast er að hræra sem minnst í liðinu, grunnurinn hefur verið lagaður þannig að erfiðara er fyrir mótherjann að skora mörk og nú þarf að byggja ofaná það með því að bæta sóknarleikinn.
Mótherjarnir eru á góðu skriði eins og kom fram í frétt hér í gær. Þeir mæta því fullir sjálfstrausts á Anfield og munu líklega sækja til sigurs því að treysta á jafntefli er aldrei heillavænlegt, þar getur brugðið til beggja vona og þeir vita líklega sem er að sókn er besta vörnin.
Fyrir ákkúrat tíu árum síðan, í dag, vann Liverpool ótrúlegan 3-1 sigur á Olympiakos í síðasta leik riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Hver man ekki eftir síðasta marki leiksins frá Steven Gerrard sem tryggði 3-1 sigur en liðið þurfti að minnsta kosti tveggja marka sigur til að komast áfram úr riðlinum. Allt varð hreinlega brjálað á Anfield þegar langskot Gerrard þandi út netmöskvana og það sem á eftir fylgdi var ekki síður sögulegt, en fimmti Evrópumeistaratitill félagsins leit dagsins ljós á enn ótrúlegri hátt í Istanbúl.
Það væri ekki amalegt að upplifa eitthvað þessu líkt á morgun og það veit hver sem vita vill að liðið núna er að minnsta kosti sterkara en liðið var þá. Þeir Neil Mellor og Florent Sinama Pongolle stigu upp á ögurstundu þá og vonandi gera einhverjir leikmenn slíkt hið sama núna, leikmenn sem kannski ekki hafa sýnt sitt rétta andlit það sem af er. Það skyldi þó aldrei vera.
Spáin er þessi: Það verður gríðarleg stemmning á Anfield og stuðningsmennirnir munu skapa hið magnaða Anfield andrúmsloft á Evrópukveldi. Leikmenn Basel munu reyna að láta það ekki hafa áhrif á sig en hávaðinn verður slíkur að þeir geta ekki annað en orðið fyrir áhrifum af látunum. Leikmenn Liverpool mæta tvíelfdir til leiks og ná að knýja fram 2-1 sigur en það verður torsótt svo ekki sé meira sagt.
Vonandi sofna Púllarar nær og fjær með bros á vör annað kvöld. Við eigum ekki minna skilið eftir það sem á undan er gengið á þessu tímabili.
Brendan Rodgers og Joe Allen voru fyrr í dag á blaðamannafundi fyrir leikinn og báðir lýstu aðallega yfir tilhlökkun fyrir leiknum. Þeir vita vel hvað þarf að gera til að komast áfram og virtust einbeittir á að ná því markmiði. Engin ný meiðsli eru í hópnum eftir leik helgarinnar og þeir leikmenn sem eru meiddir eru ekki líklegir til að ná þessum leik, það má því ekki búast við stórum breytingum á byrjunarliðinu nema þá helst að Steven Gerrard fær líklega sæti í byrjunarliðinu á nýjan leik.
Það er óskandi að Rodgers láti þó Gerrard ekki vera aftastan á miðjunni en það hefur þó verið ljóst undanfarið að Rodgers treystir Lucas best í þá stöðu núna. Viti menn, síðan Lucas kom inn hefur varnarleikurinn skánað þónokkuð og liðið aðeins fengið á sig eitt mark í síðustu þrem deildarleikjum. Einnig hefur Kolo Toure átt góða innkomu sem miðvörður og vonandi er það til þess að Dejan Lovren taki sig saman í andlitinu og fari að spila eins og maður ef hann fær tækifæri á ný. En réttast er að hræra sem minnst í liðinu, grunnurinn hefur verið lagaður þannig að erfiðara er fyrir mótherjann að skora mörk og nú þarf að byggja ofaná það með því að bæta sóknarleikinn.
Mótherjarnir eru á góðu skriði eins og kom fram í frétt hér í gær. Þeir mæta því fullir sjálfstrausts á Anfield og munu líklega sækja til sigurs því að treysta á jafntefli er aldrei heillavænlegt, þar getur brugðið til beggja vona og þeir vita líklega sem er að sókn er besta vörnin.
Fyrir ákkúrat tíu árum síðan, í dag, vann Liverpool ótrúlegan 3-1 sigur á Olympiakos í síðasta leik riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Hver man ekki eftir síðasta marki leiksins frá Steven Gerrard sem tryggði 3-1 sigur en liðið þurfti að minnsta kosti tveggja marka sigur til að komast áfram úr riðlinum. Allt varð hreinlega brjálað á Anfield þegar langskot Gerrard þandi út netmöskvana og það sem á eftir fylgdi var ekki síður sögulegt, en fimmti Evrópumeistaratitill félagsins leit dagsins ljós á enn ótrúlegri hátt í Istanbúl.
Það væri ekki amalegt að upplifa eitthvað þessu líkt á morgun og það veit hver sem vita vill að liðið núna er að minnsta kosti sterkara en liðið var þá. Þeir Neil Mellor og Florent Sinama Pongolle stigu upp á ögurstundu þá og vonandi gera einhverjir leikmenn slíkt hið sama núna, leikmenn sem kannski ekki hafa sýnt sitt rétta andlit það sem af er. Það skyldi þó aldrei vera.
Spáin er þessi: Það verður gríðarleg stemmning á Anfield og stuðningsmennirnir munu skapa hið magnaða Anfield andrúmsloft á Evrópukveldi. Leikmenn Basel munu reyna að láta það ekki hafa áhrif á sig en hávaðinn verður slíkur að þeir geta ekki annað en orðið fyrir áhrifum af látunum. Leikmenn Liverpool mæta tvíelfdir til leiks og ná að knýja fram 2-1 sigur en það verður torsótt svo ekki sé meira sagt.
Vonandi sofna Púllarar nær og fjær með bros á vör annað kvöld. Við eigum ekki minna skilið eftir það sem á undan er gengið á þessu tímabili.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan