| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Spáð í spilin
Liverpool skreppur yfir á Old Trafford í hádeginu á morgun til að takast á við sjálfa erkifjendurna í Manchester United. Sumir segja að leikurinn snúist um líf eða dauða fyrir Brendan Rodgers.
Það verður að segjast alveg eins og er að maður hefur oft verið spenntari fyrir viðureignum þessara tveggja sigursælustu liða enska boltans. Sjálfstraust okkar manna er lítið og mikil pressa á leikmennina og framkvæmdastjórann að standa sig í þessum leik. Ef sigur vinnst á aðalóvinum okkar í gegnum árin gæti farið að birta til á ný. Ef liðið tapar þá er allsendis óvíst að hægt verði að halda jól á sumum heimilium.
Bæði lið mega muna sinn fífil fegurri. United liðið tók viðbúna dýfu á síðustu leiktíð, eftir að Sir Alex lét loks af störfum. Eftirmaður hans, David Moyes, fékk ekki að klára leiktíðina og núna í sumar var Hollendingurinn hrokafulli Louis Van Gaal fenginn í djobbið. Honum hefur tekist að berja kjark í liðið þótt spilamennskan sé svosem ekkert sérstök. Liðið er sem stendur í 3. sæti deildarinnar sem er fínn árangur í sjálfu sér, eftir ömurlegt gengi í síðasta tímabili. Liverpool er aftur á móti í tómu tjóni eftir að hafa verið spútnik lið síðasta tímabils. Liðið er í 9. sæti Úrvalsdeildar og nýfallið úr Meistaradeildinni. Sjálfstraustið er lítið og spilamennskan ekki upp á marga fiska.
Brendan Rodgers hefur á nokkrum mánuðum tekist að skapa sér talsverðar óvinsældir hjá stuðningsmönnum Liverpool. Í vor var hann elskaður og dáður, en nú nokkrum mánuðum síðar fjölgar jafnt og þétt í stórum hópi þeirra sem telja að hann sé kominn á endastöð með liðið. Fótboltaheimurinn er harður og líf framkvæmdastjóra er enginn dans á rósum þegar dýfurnar koma.
Þolinmæði eigenda liðanna og stuðningsmannanna er ekki mikil, a.m.k. örugglega ekki eins mikil og á 9. áratugnum þegar hinn ungi Alex Ferguson tók við liði Manchester United. Hann tók við liðinu á miðju tímabili og kom því úr fallbaráttu og upp í miðja deild. Á sínu fyrsta heila tímabili með liðið náði hann síðan að sigla því í 2. sæti deildarinnar. Næstu 3 tímabil voru svo hrein og klár vonbrigði, liðið endaði í 11. sæti á næstu leiktíð og 13. sæti þar á eftir. En þrátt fyrir mikla pressu hélt félagið tryggð við sinn mann.
Það er fátt öruggt í fótboltaheiminum, en oftar en ekki er það skýr vísbending um að framkvæmdastjórar séu orðnir verulega valtir í sessi þegar eigendurnir lýsa yfir eindregnum stuðningi við þá. Þá eiga þeir yfirleitt ekki langt eftir. Einhvernveginn efast ég samt um að FSG láti Brendan fara á þessari leiktíð. Það væri líka ákveðinn áfellisdómur yfir þeim sjálfum. FSG tóku þá erfiðu ákvörðun að láta goðsögnina Kenny Dalglish víkja fyrir Rodgers og rökstuddu ákvörðunina mjög vel. Það átti að innleiða ákveðið módel hjá Liverpool og hinn ungi Brendan Rodgers var maðurinn sem átti að leiða Liverpool inn í nýja tíma með nýjum vinnubrögðum og nýrri hugsun. Engum datt í hug að liðið ætti eftir að standa í bullandi titilbaráttu strax á annarri leiktíð Rodgers. Það var langtímaplan í gangi.
Það þarf svosem ekki að hafa mörg orð um leikinn á morgun, þótt þessi pistill sé reyndar orðinn nokkuð langur. Það hefur yfirleitt engu máli skipt hver staða liðanna í deildinni er þá og þá stundina, eða hvort stjórarnir séu valtir í sessi. Leikir Liverpool og Man. U. eru alltaf upp á líf og dauða og algjörlega ómögulegt að spá fyrir um úrslit þeirra. Ófá rauð spjöld hafa farið á loft í þessum viðureignum og ekkert sérstaklega hár stuðull á það hjá veðbönkum að sá litur sjáist á morgun.
Það er ekki gott að segja hvernig Brendan stillir upp liðinu á morgun. Balotelli verður tæplega orðinn leikfær og Rickie Lambert er væntanlega ennþá örþreyttur eftir talsverðan spilatíma að undanförnu. Fabio Borini virðist vera algjörlega dottinn út úr plönum Rodgers og Lazar Markovic sem hefur komið frísklega inn í síðustu tvo leiki er kannski ekki í náðinni eftir glórulaust rautt spjald gegn Basel á þriðjudaginn. Adam Lallana og Emre Can sem hafa litið einna best út af sumarkaupum Rodgers fá lítinn spilatíma, en ég verð að segja að ég vona að þeir fái sjénsinn á morgun þótt bæði Joe Allen og Jordan Henderson virðist framar í goggunarröð stjórans.
Ég hef áður lýst því yfir að ég hef mikla trú á því að Rodgers sé rétti maðurinn fyrir Liverpool, þótt ég verði auðvitað að viðurkenna að það er dálítið erfitt að hafa fulla trú á honum þessa dagana. Til þess hefur hann gert of mörg mistök. Að mínu mati er það þó mun vænlegri kostur fyrir félagið að halda tryggð við hann, heldur en að fara af stað með enn eitt uppbyggingarferlið. Hann hefur jú sýnt að með réttum mannskap getur hann látið liðið spila glimrandi góðan bolta og komið því í toppbaráttu. Það má vel vera að hann hafi, rétt eins og við stuðningsmennirnir, ofmetnast eftir síðustu leiktíð. Það verður þá bara að hafa það. Vonandi er botninum náð þannig að menn geti haldið áfram með uppbyggingarferlið í rólegheitunum, af yfirvegun og skynsemi.
Eins og ég sagði í upphafi pistilsins er ég óvenju lítið spenntur fyrir leiknum á morgun. Leikur Liverpool er einfaldlega ekkert voðalega spennandi þessa dagana og tilhugsunin um að lúta í gras á Old Trafford er ekki skemmtileg. Sjálfstraust United er betra en okkar manna og það er ekki ólíklegt að það muni skilja liðin að á morgun. Spilamennska United manna er í sjálfu sér ekkert mikið glæsilegri en okkar manna. Ég get samt ekki með nokkru móti látið það eftir mér að spá ósigri gegn Manchester United. Það bara gerir maður ekki. 2-1 sigur á morgun, með mörkum frá Lallana og Lambert og ekki orð um það meir.
YNWA!
Það verður að segjast alveg eins og er að maður hefur oft verið spenntari fyrir viðureignum þessara tveggja sigursælustu liða enska boltans. Sjálfstraust okkar manna er lítið og mikil pressa á leikmennina og framkvæmdastjórann að standa sig í þessum leik. Ef sigur vinnst á aðalóvinum okkar í gegnum árin gæti farið að birta til á ný. Ef liðið tapar þá er allsendis óvíst að hægt verði að halda jól á sumum heimilium.
Bæði lið mega muna sinn fífil fegurri. United liðið tók viðbúna dýfu á síðustu leiktíð, eftir að Sir Alex lét loks af störfum. Eftirmaður hans, David Moyes, fékk ekki að klára leiktíðina og núna í sumar var Hollendingurinn hrokafulli Louis Van Gaal fenginn í djobbið. Honum hefur tekist að berja kjark í liðið þótt spilamennskan sé svosem ekkert sérstök. Liðið er sem stendur í 3. sæti deildarinnar sem er fínn árangur í sjálfu sér, eftir ömurlegt gengi í síðasta tímabili. Liverpool er aftur á móti í tómu tjóni eftir að hafa verið spútnik lið síðasta tímabils. Liðið er í 9. sæti Úrvalsdeildar og nýfallið úr Meistaradeildinni. Sjálfstraustið er lítið og spilamennskan ekki upp á marga fiska.
Brendan Rodgers hefur á nokkrum mánuðum tekist að skapa sér talsverðar óvinsældir hjá stuðningsmönnum Liverpool. Í vor var hann elskaður og dáður, en nú nokkrum mánuðum síðar fjölgar jafnt og þétt í stórum hópi þeirra sem telja að hann sé kominn á endastöð með liðið. Fótboltaheimurinn er harður og líf framkvæmdastjóra er enginn dans á rósum þegar dýfurnar koma.
Þolinmæði eigenda liðanna og stuðningsmannanna er ekki mikil, a.m.k. örugglega ekki eins mikil og á 9. áratugnum þegar hinn ungi Alex Ferguson tók við liði Manchester United. Hann tók við liðinu á miðju tímabili og kom því úr fallbaráttu og upp í miðja deild. Á sínu fyrsta heila tímabili með liðið náði hann síðan að sigla því í 2. sæti deildarinnar. Næstu 3 tímabil voru svo hrein og klár vonbrigði, liðið endaði í 11. sæti á næstu leiktíð og 13. sæti þar á eftir. En þrátt fyrir mikla pressu hélt félagið tryggð við sinn mann.
Það er fátt öruggt í fótboltaheiminum, en oftar en ekki er það skýr vísbending um að framkvæmdastjórar séu orðnir verulega valtir í sessi þegar eigendurnir lýsa yfir eindregnum stuðningi við þá. Þá eiga þeir yfirleitt ekki langt eftir. Einhvernveginn efast ég samt um að FSG láti Brendan fara á þessari leiktíð. Það væri líka ákveðinn áfellisdómur yfir þeim sjálfum. FSG tóku þá erfiðu ákvörðun að láta goðsögnina Kenny Dalglish víkja fyrir Rodgers og rökstuddu ákvörðunina mjög vel. Það átti að innleiða ákveðið módel hjá Liverpool og hinn ungi Brendan Rodgers var maðurinn sem átti að leiða Liverpool inn í nýja tíma með nýjum vinnubrögðum og nýrri hugsun. Engum datt í hug að liðið ætti eftir að standa í bullandi titilbaráttu strax á annarri leiktíð Rodgers. Það var langtímaplan í gangi.
Það þarf svosem ekki að hafa mörg orð um leikinn á morgun, þótt þessi pistill sé reyndar orðinn nokkuð langur. Það hefur yfirleitt engu máli skipt hver staða liðanna í deildinni er þá og þá stundina, eða hvort stjórarnir séu valtir í sessi. Leikir Liverpool og Man. U. eru alltaf upp á líf og dauða og algjörlega ómögulegt að spá fyrir um úrslit þeirra. Ófá rauð spjöld hafa farið á loft í þessum viðureignum og ekkert sérstaklega hár stuðull á það hjá veðbönkum að sá litur sjáist á morgun.
Það er ekki gott að segja hvernig Brendan stillir upp liðinu á morgun. Balotelli verður tæplega orðinn leikfær og Rickie Lambert er væntanlega ennþá örþreyttur eftir talsverðan spilatíma að undanförnu. Fabio Borini virðist vera algjörlega dottinn út úr plönum Rodgers og Lazar Markovic sem hefur komið frísklega inn í síðustu tvo leiki er kannski ekki í náðinni eftir glórulaust rautt spjald gegn Basel á þriðjudaginn. Adam Lallana og Emre Can sem hafa litið einna best út af sumarkaupum Rodgers fá lítinn spilatíma, en ég verð að segja að ég vona að þeir fái sjénsinn á morgun þótt bæði Joe Allen og Jordan Henderson virðist framar í goggunarröð stjórans.
Ég hef áður lýst því yfir að ég hef mikla trú á því að Rodgers sé rétti maðurinn fyrir Liverpool, þótt ég verði auðvitað að viðurkenna að það er dálítið erfitt að hafa fulla trú á honum þessa dagana. Til þess hefur hann gert of mörg mistök. Að mínu mati er það þó mun vænlegri kostur fyrir félagið að halda tryggð við hann, heldur en að fara af stað með enn eitt uppbyggingarferlið. Hann hefur jú sýnt að með réttum mannskap getur hann látið liðið spila glimrandi góðan bolta og komið því í toppbaráttu. Það má vel vera að hann hafi, rétt eins og við stuðningsmennirnir, ofmetnast eftir síðustu leiktíð. Það verður þá bara að hafa það. Vonandi er botninum náð þannig að menn geti haldið áfram með uppbyggingarferlið í rólegheitunum, af yfirvegun og skynsemi.
Eins og ég sagði í upphafi pistilsins er ég óvenju lítið spenntur fyrir leiknum á morgun. Leikur Liverpool er einfaldlega ekkert voðalega spennandi þessa dagana og tilhugsunin um að lúta í gras á Old Trafford er ekki skemmtileg. Sjálfstraust United er betra en okkar manna og það er ekki ólíklegt að það muni skilja liðin að á morgun. Spilamennska United manna er í sjálfu sér ekkert mikið glæsilegri en okkar manna. Ég get samt ekki með nokkru móti látið það eftir mér að spá ósigri gegn Manchester United. Það bara gerir maður ekki. 2-1 sigur á morgun, með mörkum frá Lallana og Lambert og ekki orð um það meir.
YNWA!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Vopnahlésdagurinn -
| Sf. Gutt
Mikil jákvæðni hjá félaginu -
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu
Fréttageymslan