| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Frægur fyrir leik
Stefán Eiríksson fyrrverandi lögreglustjóri og núverandi sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar er frægi stuðningsmaður þessarar viku. Hann spáir öruggum sigri gegn Arsenal á sunnudaginn.
Hvenær byrjaðir þú að halda með Liverpool?
Ég hef alltaf haldið með Liverpool. Líklega tengist það í upphafi Bítlunum og áhuga mínum á þeim, þó svo að þeir hafi ekki verið merktir neinu ákveðnu liði í borginni. Velgengni Liverpool á þeim árum sem áhugi minn á fótbolta var að kvikna hefur síðan eflaust átt stóran þátt í því að festa mig sem Liverpool aðdáanda. Ég fékk gefins Liverpool merki þegar ég var 7-8 ára og á ennþá Sport blaðið sem keypt var handa mér í Hrútafirði 1979 þar sem ítarleg umfjöllun er um liðið.
Hver er þinn uppáhalds Liverpool leikmaður allra tíma?
Þarna koma nokkrir til greina en ég set Ian Rush í efsta sætið og síðan markvörðinn Bruce Grobbelaar þar á eftir.
Hver er í mestu uppáhaldi af núverandi leikmönnum liðsins?
Nafni minn Gerrard án nokkurs vafa.
Ef þú mættir kaupa einn leikmann að eigin vali til Liverpool, hver yrði þá fyrir valinu?
Ronaldo. Ég held að hann henti betur en Messi, sem kemur auðvitað líka til greina. Eftirtektarvert í þessu samhengi og þó ótengt hversu margir lágvaxnir vinstrifótarmenn eru afburðamenn á knattspyrnuvellinum. Sjálfstætt rannsóknarefni finnst mér.
Hvernig fer leikurinn gegn Arsenal um helgina?
Við vinnum örugglega. Skorum 3 mörk. Og höldum hreinu líka.
Í hvaða sæti endar Liverpool í vor?
Sjötta sæti.
Hvenær byrjaðir þú að halda með Liverpool?
Ég hef alltaf haldið með Liverpool. Líklega tengist það í upphafi Bítlunum og áhuga mínum á þeim, þó svo að þeir hafi ekki verið merktir neinu ákveðnu liði í borginni. Velgengni Liverpool á þeim árum sem áhugi minn á fótbolta var að kvikna hefur síðan eflaust átt stóran þátt í því að festa mig sem Liverpool aðdáanda. Ég fékk gefins Liverpool merki þegar ég var 7-8 ára og á ennþá Sport blaðið sem keypt var handa mér í Hrútafirði 1979 þar sem ítarleg umfjöllun er um liðið.
Hver er þinn uppáhalds Liverpool leikmaður allra tíma?
Þarna koma nokkrir til greina en ég set Ian Rush í efsta sætið og síðan markvörðinn Bruce Grobbelaar þar á eftir.
Hver er í mestu uppáhaldi af núverandi leikmönnum liðsins?
Nafni minn Gerrard án nokkurs vafa.
Ef þú mættir kaupa einn leikmann að eigin vali til Liverpool, hver yrði þá fyrir valinu?
Ronaldo. Ég held að hann henti betur en Messi, sem kemur auðvitað líka til greina. Eftirtektarvert í þessu samhengi og þó ótengt hversu margir lágvaxnir vinstrifótarmenn eru afburðamenn á knattspyrnuvellinum. Sjálfstætt rannsóknarefni finnst mér.
Hvernig fer leikurinn gegn Arsenal um helgina?
Við vinnum örugglega. Skorum 3 mörk. Og höldum hreinu líka.
Í hvaða sæti endar Liverpool í vor?
Sjötta sæti.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan