| Sf. Gutt
Segja má að leiftursókn Liverpool að Englandsmeistaratitlinum á síðustu leiktíð hafi byrjað þegar Rauði herinn gekk frá Skyttunum 5:1 í mögnuðum leik í febrúar. Eins og allir muna þá náðist Englandsmeistaratitillinn ekki í hús á Anfield og framganga Rauða hersins hefur valdið miklum vonbrigðum það sem af er þessarar leiktíðar. Það þarf ekki að tíunda allt þetta fyrir stuðningsmönnum Liverpool sem enn bíða eftir að liðið þeirra komist í gang.
Þó svo að Arsenal hafi unnið tvo titla, F.A. bikarinn og Skjöldinn frá því Liverpool tók þá í gegn í síðasta leik liðanna þá má segja að Skytturnar hafi valdið stuðningsmönnum sínum vonbrigðum. Kannski er staðan ekki ósvipuð og hjá Liverpool. Arsenal komst þó áfram í Meistaradeildinni en Liverpool er enn með í Deildarbikarnum. Deildin skiptir þó mestu og þar hafa bæði lið ekki staðið undir væntingum.
Nú snýst allt um hjá þessum liðum að halda sér í baráttunni um eitt af efstu fjórum sætunum. Liverpool hefur fjarlægst þau síðustu vikurnar og ef Arsenal vinnur á sunnudaginn þá nær liðið átta stiga forystu á Liverpool. Sigri Liverpool munar aðeins tveimur stigum. Það er því óhætt að segja að leikurinn sé gríðarlega mikilvægur.
Það hafa verið batamerki á Liverpool í síðustu tveimur leikjum. Þrátt fyrir 3:0 tap gegn Manchester United um síðustu helgi var mun meiri hraði og barátta í liðinu en síðustu vikurnar. Sama var uppi á teningnum í Deildarbikarsigrinum á móti Bournemouth á miðvikudagskvöldið. Raheem Sterling leiddi sóknina í báðum leikjunum og hraði hans var til bóta fyrir sóknarleikinn. Það var einmitt þessi mikli hraði þeirra Raheem, Daniel Sturridge og Luis Suarez sem skelfdi varnir andstæðinga Liverpool á síðustu leiktíð. Hvorki Daniel eða Luis eru til taks en vonandi nær Raheem að halda áfram á sömu braut. Hann fór reyndar illa með góð færi á móti United en skoraði tvö gegn Bournemouth.
Arsenal vann öruggan 4:1 sigur á Newcastle um síðustu helgi en liðið hefur samt verið brothætt. Ég spái því að Liverpool vinni 2:1 á morgun. Það er víst ekki hægt að reikna með því að Liverpool haldi hreinu en Raheem Sterling og Philippe Coutinho skora mörkin sem laga stöðu Liverpool í deildinni. Jólin eru handan við hornið og þrjú stig í skóinn frá Gluggagægi væru sannarlega vel þeginn.
Vissir þú?
Liverpool hefur aðeins unnið tvo af síðustu 14 deildarleikjum sínum við Arsenal. Liverpool vann auðvitað 5:1 á Anfield á síðustu leiktíð en næsti sigur þar á undan kom í London þegar Liverpool vann 0:2 á leiktíðinni 2011/12 þegar Kenny Dalglish stýrði liðinu.
YNWA
TIL BAKA
Spáð í spilin
Segja má að leiftursókn Liverpool að Englandsmeistaratitlinum á síðustu leiktíð hafi byrjað þegar Rauði herinn gekk frá Skyttunum 5:1 í mögnuðum leik í febrúar. Eins og allir muna þá náðist Englandsmeistaratitillinn ekki í hús á Anfield og framganga Rauða hersins hefur valdið miklum vonbrigðum það sem af er þessarar leiktíðar. Það þarf ekki að tíunda allt þetta fyrir stuðningsmönnum Liverpool sem enn bíða eftir að liðið þeirra komist í gang.
Þó svo að Arsenal hafi unnið tvo titla, F.A. bikarinn og Skjöldinn frá því Liverpool tók þá í gegn í síðasta leik liðanna þá má segja að Skytturnar hafi valdið stuðningsmönnum sínum vonbrigðum. Kannski er staðan ekki ósvipuð og hjá Liverpool. Arsenal komst þó áfram í Meistaradeildinni en Liverpool er enn með í Deildarbikarnum. Deildin skiptir þó mestu og þar hafa bæði lið ekki staðið undir væntingum.
Nú snýst allt um hjá þessum liðum að halda sér í baráttunni um eitt af efstu fjórum sætunum. Liverpool hefur fjarlægst þau síðustu vikurnar og ef Arsenal vinnur á sunnudaginn þá nær liðið átta stiga forystu á Liverpool. Sigri Liverpool munar aðeins tveimur stigum. Það er því óhætt að segja að leikurinn sé gríðarlega mikilvægur.
Það hafa verið batamerki á Liverpool í síðustu tveimur leikjum. Þrátt fyrir 3:0 tap gegn Manchester United um síðustu helgi var mun meiri hraði og barátta í liðinu en síðustu vikurnar. Sama var uppi á teningnum í Deildarbikarsigrinum á móti Bournemouth á miðvikudagskvöldið. Raheem Sterling leiddi sóknina í báðum leikjunum og hraði hans var til bóta fyrir sóknarleikinn. Það var einmitt þessi mikli hraði þeirra Raheem, Daniel Sturridge og Luis Suarez sem skelfdi varnir andstæðinga Liverpool á síðustu leiktíð. Hvorki Daniel eða Luis eru til taks en vonandi nær Raheem að halda áfram á sömu braut. Hann fór reyndar illa með góð færi á móti United en skoraði tvö gegn Bournemouth.
Arsenal vann öruggan 4:1 sigur á Newcastle um síðustu helgi en liðið hefur samt verið brothætt. Ég spái því að Liverpool vinni 2:1 á morgun. Það er víst ekki hægt að reikna með því að Liverpool haldi hreinu en Raheem Sterling og Philippe Coutinho skora mörkin sem laga stöðu Liverpool í deildinni. Jólin eru handan við hornið og þrjú stig í skóinn frá Gluggagægi væru sannarlega vel þeginn.
Vissir þú?
Liverpool hefur aðeins unnið tvo af síðustu 14 deildarleikjum sínum við Arsenal. Liverpool vann auðvitað 5:1 á Anfield á síðustu leiktíð en næsti sigur þar á undan kom í London þegar Liverpool vann 0:2 á leiktíðinni 2011/12 þegar Kenny Dalglish stýrði liðinu.
YNWA
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!
Fréttageymslan