| Sf. Gutt
TIL BAKA
Baráttusigur í Burnley
Liverpool vann 0:1 baráttusigur í Burnley á öðrum degi jóla. Tveir markmenn Liverpool hjálpuðu til við að halda hreinu sem gerist ekki á hverjum degi.
Brendan Rodgers stillti upp sama liði og lék besta leik Liverpool á leiktíðinni gegn Arsenal á sunnudaginn. Liðið lék þó langt frá því jafn vel og í þeim leik. Heimamenn mættu Liverpool af staðfestu og það var ljóst að engar jólagjafir voru í boði á þeim bænum.
Heimamenn fengu fyrsta færi leiksins þegar 14. mínútur voru liðnar. Danny Ings átti þá óvænt skot við vítateiginn sem small í stönginni hægra megin við Brad Jones. Tveimur mínútum seinna var þó vakt Ástralans lokið og Simon Mignolet kom til leiks eftir bekkjarsetu í síðustu þremur leikjum. Brad mun hafa verið meiddur á læri.
Ekki virtist bekkjarseta síðustu leikja hafa aukið sjálfstraustið hjá Belganum og á 20. mínútu var hann heldur lengi að ákveða sig með fráspark og sóknarmaður Burnely sótti að honum. Boltinn fór í heimamanninn og skaust upp í loftið en allt fór vel því Simon greip boltinn en ekki var nú þetta til að efla öryggi varnarinnar.
Tíu mínútum seinna kom Liveprool loksins þokkalegu skoti á mark. Adam Lallana, sem var seigur á miðjunni, skaut þá frá vítateignum en Tom Heaton varði af öryggi. Burnley var þó mun líklegra til að skora og varnarmenn Liverpool urðu að vera vel vakandi. Lucas Leiva gerði vel á 35. mínútu þegar hann komst fyrir boltinn, sem stefndi í markið, og bjargaði í horn.
Þótt Liverpool hafi haldið hreinu í fyrri hálfleik gerði Brendan Rodgers breytingu á vörninni í leikhléi. Emre Can kom í stað Kolo Toure. Heimamenn virtust þreytast þegar leið á hálfleikinn þann seinni en leikmenn Liverpool voru nú ekkert líklegir til afreka þar til þeir skoruðu allt í einu upp úr þurru á 62. mínútu.
Simon sparkaði frá og boltinn barst af nokkrum til Philippe Coutinho. Hann sparkaði boltanum snilldarlega aftur fyrir sig á Raheem Sterling sem slapp í gegn, lék á Tom markmann sem kom langt út á móti og renndi boltanum framhjá tveimur varnarmönnum og í markið. Fyrsta færi Liverpool sem kalla mætti því nafni og mark! Of oft hafa andstæðingar Liverpool farið svona með Liverpool á leiktíðinni eins og Burnley fékk að finna fyrir í þessu tilviki. Það var gott að hafa þetta svona til tilbreytingar!
Það var tíðindalítið til leiksloka. Vörn Liverpool hélt og baráttusigur gaf þrjú stig. Heimamenn gátu með réttu bent á að þeir hefðu verðskuldað meira en Liverpool hefur stundum haft minna upp úr krafsinu en til hefur staðið það sem af er leiktíðar. Stuðningsmenn Rauða hersins fóru að minnsta kosti kátir heim í þetta skiptið.
Burnley: Heaton, Trippier, Keane, Shackell, Mee (Jutkiewicz 90. mín.), Boyd, Marney, Jones (Wallace 83. mín.), Arfield, Ings og Barnes (Vokes 80. mín). Ónotaðir varamenn: Kightly, Reid, Gilks og Long.
Liverpool: Jones (Mignolet 16), Toure (Can 46. mín.), Skrtel, Sakho, Henderson, Gerrard, Leiva, Markovic, Coutinho (Lambert 73. mín.), Sterling og Lallana. Ónotaðir varamenn: Moreno, Manquillo, Balotelli og Ojo.
Mark Liverpool: Raheem Sterling (62. mín.).
Gult spjald: Lucas Leiva.
Maður leiksins: Adam Lallana. Enski landsliðsmaðurinn var geysilega duglegur og barðist eins og ljón. Það kom kannski ekki mikið út úr því sem
Brendan Rodgers: Það var fátt um færi en við nýttum okkur eina opna færið sem við fengum. Við verðskulduðum sigin þrjú. Leikmennirnir eiga mikið hrós skilið því þó svo að við spiluðum ekki vel í fyrri hállfeik þá vörðumst við býsna vel.
Fróðleikur
- Raheem Sterling skoraði sjötta mark sitt á keppnistímabilinu.
- Liverpool vann í fyrsta sinn á öðrum degi jóla frá árinu 2009 en þá vann liðið Wolves 2:0 á Anfield.
- Tveir markmenn Liverpool unnu saman að því að halda hreinu.
- Þetta var í fimmta sinn sem Liverpool heldur hreinu í deildinni á leiktíðinni.
- Sheyi Ojo var í fyrsta skipti í aðalliðshópi Liverpool.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Hér er viðtal við Brendan Rodgers sem tekið var eftir leik.
Brendan Rodgers stillti upp sama liði og lék besta leik Liverpool á leiktíðinni gegn Arsenal á sunnudaginn. Liðið lék þó langt frá því jafn vel og í þeim leik. Heimamenn mættu Liverpool af staðfestu og það var ljóst að engar jólagjafir voru í boði á þeim bænum.
Heimamenn fengu fyrsta færi leiksins þegar 14. mínútur voru liðnar. Danny Ings átti þá óvænt skot við vítateiginn sem small í stönginni hægra megin við Brad Jones. Tveimur mínútum seinna var þó vakt Ástralans lokið og Simon Mignolet kom til leiks eftir bekkjarsetu í síðustu þremur leikjum. Brad mun hafa verið meiddur á læri.
Ekki virtist bekkjarseta síðustu leikja hafa aukið sjálfstraustið hjá Belganum og á 20. mínútu var hann heldur lengi að ákveða sig með fráspark og sóknarmaður Burnely sótti að honum. Boltinn fór í heimamanninn og skaust upp í loftið en allt fór vel því Simon greip boltinn en ekki var nú þetta til að efla öryggi varnarinnar.
Tíu mínútum seinna kom Liveprool loksins þokkalegu skoti á mark. Adam Lallana, sem var seigur á miðjunni, skaut þá frá vítateignum en Tom Heaton varði af öryggi. Burnley var þó mun líklegra til að skora og varnarmenn Liverpool urðu að vera vel vakandi. Lucas Leiva gerði vel á 35. mínútu þegar hann komst fyrir boltinn, sem stefndi í markið, og bjargaði í horn.
Þótt Liverpool hafi haldið hreinu í fyrri hálfleik gerði Brendan Rodgers breytingu á vörninni í leikhléi. Emre Can kom í stað Kolo Toure. Heimamenn virtust þreytast þegar leið á hálfleikinn þann seinni en leikmenn Liverpool voru nú ekkert líklegir til afreka þar til þeir skoruðu allt í einu upp úr þurru á 62. mínútu.
Simon sparkaði frá og boltinn barst af nokkrum til Philippe Coutinho. Hann sparkaði boltanum snilldarlega aftur fyrir sig á Raheem Sterling sem slapp í gegn, lék á Tom markmann sem kom langt út á móti og renndi boltanum framhjá tveimur varnarmönnum og í markið. Fyrsta færi Liverpool sem kalla mætti því nafni og mark! Of oft hafa andstæðingar Liverpool farið svona með Liverpool á leiktíðinni eins og Burnley fékk að finna fyrir í þessu tilviki. Það var gott að hafa þetta svona til tilbreytingar!
Það var tíðindalítið til leiksloka. Vörn Liverpool hélt og baráttusigur gaf þrjú stig. Heimamenn gátu með réttu bent á að þeir hefðu verðskuldað meira en Liverpool hefur stundum haft minna upp úr krafsinu en til hefur staðið það sem af er leiktíðar. Stuðningsmenn Rauða hersins fóru að minnsta kosti kátir heim í þetta skiptið.
Burnley: Heaton, Trippier, Keane, Shackell, Mee (Jutkiewicz 90. mín.), Boyd, Marney, Jones (Wallace 83. mín.), Arfield, Ings og Barnes (Vokes 80. mín). Ónotaðir varamenn: Kightly, Reid, Gilks og Long.
Liverpool: Jones (Mignolet 16), Toure (Can 46. mín.), Skrtel, Sakho, Henderson, Gerrard, Leiva, Markovic, Coutinho (Lambert 73. mín.), Sterling og Lallana. Ónotaðir varamenn: Moreno, Manquillo, Balotelli og Ojo.
Mark Liverpool: Raheem Sterling (62. mín.).
Gult spjald: Lucas Leiva.
Maður leiksins: Adam Lallana. Enski landsliðsmaðurinn var geysilega duglegur og barðist eins og ljón. Það kom kannski ekki mikið út úr því sem
Brendan Rodgers: Það var fátt um færi en við nýttum okkur eina opna færið sem við fengum. Við verðskulduðum sigin þrjú. Leikmennirnir eiga mikið hrós skilið því þó svo að við spiluðum ekki vel í fyrri hállfeik þá vörðumst við býsna vel.
Fróðleikur
- Raheem Sterling skoraði sjötta mark sitt á keppnistímabilinu.
- Liverpool vann í fyrsta sinn á öðrum degi jóla frá árinu 2009 en þá vann liðið Wolves 2:0 á Anfield.
- Tveir markmenn Liverpool unnu saman að því að halda hreinu.
- Þetta var í fimmta sinn sem Liverpool heldur hreinu í deildinni á leiktíðinni.
- Sheyi Ojo var í fyrsta skipti í aðalliðshópi Liverpool.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Hér er viðtal við Brendan Rodgers sem tekið var eftir leik.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan