| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Spáð í spilin
Nú er komið að næsta leik í jólatörninni og jafnframt síðasta leik ársins í ensku Úrvalsdeildinni en þá mæta fyrrum liðsmenn Brendan Rodgers, Swansea, í heimsókn á Anfield.
Leikurinn hefst kl. 20:00 mánudaginn 29. desember og er síðasti leikur 19. umferðar.
Eftir sigurleikinn við Burnley á 2. dag jóla er Brad Jones sá eini sem bæst hefur á meiðslalistann en meiðsli hans eru ekki alvarleg og getur alveg vel verið að hann haldi sæti sínu í liðinu verði hann heill. Dejan Lovren gæti líka verið klár í þennan leik en óvíst er hvort hann nái að brjóta sér leið inní byrjunarliðið, það vita flestir sem fylgjast með að hann á sæti á bekknum skilið sé hann heill heilsu. Sem fyrr eru svo þeir Joe Allen, Glen Johnson, Daniel Sturridge og Jon Flanagan á meiðslalistanum áfram. Hjá Swansea eru aðeins tveir leikmenn á meiðslalistanum, þeir Montero og Britton og nær sá síðarnefndi líklega sér góðum af meiðslum sínum fyrir þennan leik.
Liðin hafa mæst áður á þessu tímabili, nánar tiltekið í Deildarbikarnum þar sem okkar menn sigruðu 2-1 á Anfield með mörkum í lok leiksins. Það var enginn annar en áðurnefndur Lovren sem skoraði sigurmarkið á 90. mínútu eftir að Balotelli hafði jafnað fjórum mínútum áður.
Síðast þegar liðin mættust á Anfield var sannkölluð markaveisla en lokatölur urðu 4-3. Þeir Daniel Sturridge og Jordan Henderson skiptu með sér markaskoruninni, Henderson skoraði annað og fjórða mark leiksins og Sturridge það fyrsta og þriðja. Fyrrum leikmaður félagsins, Jonjo Shelvey skoraði glæsilegt mark og Wilfried Bony hin tvö hjá gestunum, annað úr vítaspyrnu. Leikurinn fór fram í febrúar á þessu ári og var einn af þeim leikjum þar sem Liverpool liðið klifraði upp töfluna í átt að titilbaráttu og var sigurinn gríðarlega mikilvægur uppá framhaldið í deildinni það tímabilið. Annað verður ekki sagt um þennan leik sem fyrir höndum er, Liverpool eru þrem stigum á eftir Swansea í deildinni og sigur er því meira en nauðsynlegur ætli liðið sér að halda áfram að gera sig líklega í baráttunni um fjórða sæti deildarinnar. Nú þarf að enda árið með stæl og klifra enn ofar í töflunni.
Liðin hafa aðeins þrisvar sinnum mæst á Anfield í Úrvalsdeildinni og hafa okkar menn unnið tvo leiki og einu sinni gert jafntefli. Liðin hafa svo jafn oft mæst á heimavelli Swansea þar sem Svanirnir hafa unnið einn og tveir leikir endað með jafntefli.
Líklegast er að Brendan Rodgers breyti lítið uppstillingu liðsins eða leikkerfi enda hefur gengið ágætlega í síðustu leikjum með Raheem Sterling einan fremst. Hinsveger er leikjaálagið mikið um þessar mundir og Sterling gæti vel þurft á hvíld að halda. Flestir hugsa til hryllings til þess að sjá Rickie Lambert eða Mario Balotelli eina í framlínunni því allir leikir þar sem þeir tveir hafa leitt línuna hafa verið gersamlega vonlausir á að horfa þar sem sóknarleikur liðsins hefur vægast sagt verið slakur. En eins og áður segir er það einlæg von okkar allra að árið endi á gleðilegum nótum og að liðið bæti þrem stigum í sarpinn í þessum síðasta leik ársins 2014.
Spáin er því að þessu sinni á þann veginn að heimamenn merja 2-1 sigur eins og síðast.
Leikurinn hefst kl. 20:00 mánudaginn 29. desember og er síðasti leikur 19. umferðar.
Eftir sigurleikinn við Burnley á 2. dag jóla er Brad Jones sá eini sem bæst hefur á meiðslalistann en meiðsli hans eru ekki alvarleg og getur alveg vel verið að hann haldi sæti sínu í liðinu verði hann heill. Dejan Lovren gæti líka verið klár í þennan leik en óvíst er hvort hann nái að brjóta sér leið inní byrjunarliðið, það vita flestir sem fylgjast með að hann á sæti á bekknum skilið sé hann heill heilsu. Sem fyrr eru svo þeir Joe Allen, Glen Johnson, Daniel Sturridge og Jon Flanagan á meiðslalistanum áfram. Hjá Swansea eru aðeins tveir leikmenn á meiðslalistanum, þeir Montero og Britton og nær sá síðarnefndi líklega sér góðum af meiðslum sínum fyrir þennan leik.
Liðin hafa mæst áður á þessu tímabili, nánar tiltekið í Deildarbikarnum þar sem okkar menn sigruðu 2-1 á Anfield með mörkum í lok leiksins. Það var enginn annar en áðurnefndur Lovren sem skoraði sigurmarkið á 90. mínútu eftir að Balotelli hafði jafnað fjórum mínútum áður.
Síðast þegar liðin mættust á Anfield var sannkölluð markaveisla en lokatölur urðu 4-3. Þeir Daniel Sturridge og Jordan Henderson skiptu með sér markaskoruninni, Henderson skoraði annað og fjórða mark leiksins og Sturridge það fyrsta og þriðja. Fyrrum leikmaður félagsins, Jonjo Shelvey skoraði glæsilegt mark og Wilfried Bony hin tvö hjá gestunum, annað úr vítaspyrnu. Leikurinn fór fram í febrúar á þessu ári og var einn af þeim leikjum þar sem Liverpool liðið klifraði upp töfluna í átt að titilbaráttu og var sigurinn gríðarlega mikilvægur uppá framhaldið í deildinni það tímabilið. Annað verður ekki sagt um þennan leik sem fyrir höndum er, Liverpool eru þrem stigum á eftir Swansea í deildinni og sigur er því meira en nauðsynlegur ætli liðið sér að halda áfram að gera sig líklega í baráttunni um fjórða sæti deildarinnar. Nú þarf að enda árið með stæl og klifra enn ofar í töflunni.
Liðin hafa aðeins þrisvar sinnum mæst á Anfield í Úrvalsdeildinni og hafa okkar menn unnið tvo leiki og einu sinni gert jafntefli. Liðin hafa svo jafn oft mæst á heimavelli Swansea þar sem Svanirnir hafa unnið einn og tveir leikir endað með jafntefli.
Líklegast er að Brendan Rodgers breyti lítið uppstillingu liðsins eða leikkerfi enda hefur gengið ágætlega í síðustu leikjum með Raheem Sterling einan fremst. Hinsveger er leikjaálagið mikið um þessar mundir og Sterling gæti vel þurft á hvíld að halda. Flestir hugsa til hryllings til þess að sjá Rickie Lambert eða Mario Balotelli eina í framlínunni því allir leikir þar sem þeir tveir hafa leitt línuna hafa verið gersamlega vonlausir á að horfa þar sem sóknarleikur liðsins hefur vægast sagt verið slakur. En eins og áður segir er það einlæg von okkar allra að árið endi á gleðilegum nótum og að liðið bæti þrem stigum í sarpinn í þessum síðasta leik ársins 2014.
Spáin er því að þessu sinni á þann veginn að heimamenn merja 2-1 sigur eins og síðast.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!
Fréttageymslan