| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Frægur fyrir leik
Höskuldur Þórhallsson alþingismaður og forseti Norðurlandaráðs er einn af mörgum púlurum á þingi. Hann getur ekki gert upp á milli Kenny Dalglish og Ronnie Whelan, en hann er viss um að Liverpool vinnur Swansea.
Hvenær byrjaðir þú að halda með Liverpool?
Ég byrjaði að halda með Liverpool árið 1983 þegar Ronnie Whelan skrúfaði boltann upp í samskeytin framhjá Gary Bailey í 2-1 sigri gegn Manchester United í úrslitum Deildabikarsins á Wembley. Ég man að ég risti nafnið hans í borðplötu í herberginu svo ég myndi ekki gleyma því - mömmu til lítillar ánægju. Það er þar enn.
Hver er þinn uppáhaldsleikmaður í Liverpool sögunni?
Ég get ekki gert upp á milli Ronnie Whelan og Kenny Dalglish. Bob Paisley sagði eitthvað í þá veruna um Whelan að hann væri kannski ekki uppáhald aðdáendanna en hann væri uppáhaldsleikmaður félaga sinna í liðinu. Hann léti þá alla líta vel út. Fyrir mér er svo Dalglish bara Liverpool. Hann stendur fyrir allt það sem gerir það að verkum að ég held með liðinu.
Hver er í mestu uppáhaldi af núverandi leikmönnum liðsins?
Steven Gerrard. Ég er ekki viss um að allir átti sig á því hversu stórkostlegur leikmaður hann er. Það er alveg sama hvar hann myndi spila á vellinum hann yrði yfirburða maður og allir þjálfarar í heiminum myndu vilja hafa hann í liðinu sínu. Maður vill helst ekki hugsa þá hugsun til enda þegar hann hættir að spila.
Ef þú mættir kaupa einn leikmann að eigin vali til Liverpool, hver yrði þá fyrir valinu?
Luis Suarez. Mikið svakalega sakna ég þess að sjá hann í búningi Liverpool. Skemmtunin sem hann bauð okkur upp á á síðasta tímabili var hreint út sagt yndisleg. Síðan myndi ég kaupa Mark Hummels frá Dortmund og eyða í það dágóðri upphæð. Þar á eftir Raphael Varane frá Real Madrid. Þá gætum við hætt að spila með þrjá haffsenta til að halda hreinu.
Hvernig fer leikurinn gegn Swansea?
4-3 fyrir Liverpool. Gylfi skorar þrennu beint úr aukaspyrnum en á hinum endanum sjá Sterling og Coutinho um mörkin. Kannski að Lambert poti inn einu svona í lokin.
Í hvaða sæti endar Liverpool í vor?
Úff þessi er erfið. Ég ætla að vera bjartsýnn og spá því að við náum fjórða sætinu. Mér finnst hópurinn vera sterkari en gengi liðsins gefur til kynna. Einnig held ég að Brendan Rodgers hljóti að fara að finna "liðið sitt". Í það minnsta öftustu fjóra. Þá koma Sturridge og Flanagan sterkir inn á nýju ári. Heimsklassa leikmenn sem við höfum sárt saknað.
Hvenær byrjaðir þú að halda með Liverpool?
Ég byrjaði að halda með Liverpool árið 1983 þegar Ronnie Whelan skrúfaði boltann upp í samskeytin framhjá Gary Bailey í 2-1 sigri gegn Manchester United í úrslitum Deildabikarsins á Wembley. Ég man að ég risti nafnið hans í borðplötu í herberginu svo ég myndi ekki gleyma því - mömmu til lítillar ánægju. Það er þar enn.
Hver er þinn uppáhaldsleikmaður í Liverpool sögunni?
Ég get ekki gert upp á milli Ronnie Whelan og Kenny Dalglish. Bob Paisley sagði eitthvað í þá veruna um Whelan að hann væri kannski ekki uppáhald aðdáendanna en hann væri uppáhaldsleikmaður félaga sinna í liðinu. Hann léti þá alla líta vel út. Fyrir mér er svo Dalglish bara Liverpool. Hann stendur fyrir allt það sem gerir það að verkum að ég held með liðinu.
Hver er í mestu uppáhaldi af núverandi leikmönnum liðsins?
Steven Gerrard. Ég er ekki viss um að allir átti sig á því hversu stórkostlegur leikmaður hann er. Það er alveg sama hvar hann myndi spila á vellinum hann yrði yfirburða maður og allir þjálfarar í heiminum myndu vilja hafa hann í liðinu sínu. Maður vill helst ekki hugsa þá hugsun til enda þegar hann hættir að spila.
Ef þú mættir kaupa einn leikmann að eigin vali til Liverpool, hver yrði þá fyrir valinu?
Luis Suarez. Mikið svakalega sakna ég þess að sjá hann í búningi Liverpool. Skemmtunin sem hann bauð okkur upp á á síðasta tímabili var hreint út sagt yndisleg. Síðan myndi ég kaupa Mark Hummels frá Dortmund og eyða í það dágóðri upphæð. Þar á eftir Raphael Varane frá Real Madrid. Þá gætum við hætt að spila með þrjá haffsenta til að halda hreinu.
Hvernig fer leikurinn gegn Swansea?
4-3 fyrir Liverpool. Gylfi skorar þrennu beint úr aukaspyrnum en á hinum endanum sjá Sterling og Coutinho um mörkin. Kannski að Lambert poti inn einu svona í lokin.
Í hvaða sæti endar Liverpool í vor?
Úff þessi er erfið. Ég ætla að vera bjartsýnn og spá því að við náum fjórða sætinu. Mér finnst hópurinn vera sterkari en gengi liðsins gefur til kynna. Einnig held ég að Brendan Rodgers hljóti að fara að finna "liðið sitt". Í það minnsta öftustu fjóra. Þá koma Sturridge og Flanagan sterkir inn á nýju ári. Heimsklassa leikmenn sem við höfum sárt saknað.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan