| Elvar Guðmundsson
TIL BAKA
Jafntefli gegn botnliði Leicester
Liverpool tók í dag á móti botnliði Leicester og gerði aðeins jafntefli 2-2 eftir að hafa leitt 2-0 í hálfleik. Tvö mörk Gerrards úr vítaspyrnum reyndust ekki vera nóg og í raun fengum við ekkert meira út úr leiknum en við áttum skilið.
Brendan tók þá ákvörðun að henda fyrirliðanum inn í byrjunarliðið á kostnað Manquillo sem þýddi að Henderson færðist út til hægri af miðri miðjunni og eins tók Kolo stöðu Skrtel sem var í leikbanni. Balotelli var ekki í hóp vegna meiðsla sem hann hlaut á æfingu tveimur dögum fyrir leik.
Fyrri hálfleikur var slakur af okkar hálfu og engu líkara en liðið hafi verið á djamminu langt frameftir í gær. Eftir rétt rúmlega einnar mínútu leik tók Mahrez aukaspyrnu utan af kanti í nærstöngina. Mignolet allt of langt til hægri í markinu og bjóst allan tímann við fyrirgjöf og sluppum við þarna með skrekkinn. Skömmu síðar fékk áðurnefndur Mahrez mjög gott færi við vítapunktinn en skaut yfir.
Það var svo þvert á gang leiksins að okkar menn fengu gefins vítaspyrnu á 17. mínútu. Coutinho þræddi þá flotta stungusendingu innfyrir á Sterling sem tók hann í fyrsta fyrir markið en sendingin vel blokkeruð af Morgan sem henti sér fyrir sendingarleiðina. Dómari leiksins benti umsvifalaust á punktinn en endursýningar sýndu að boltinn hafði farið í andlitið á varnarmanni Leicester sem reyndar við fyrstu sýn virtist hafa farið í hendina á liggjandi Morgan. Gerrard urðu ekki á nein mistök og kom Liverpool í 1-0.
Leicester létu þetta ekki slá sig út af laginu og fengu tvö ágætis hálffæri áður en Lallana átti skot naumlega framhjá hinum megin eftir góða sókn upp vinstri kantinn.
Á 40. mínútu kom svo annað mark Liverpool og aftur úr víti! Litli Brassinn okkar, Coutinho, átti þá gott hlaup í átt að vítateignum vinstra megin og eftir smá klafs hrökk boltinn í útrétta hendi Danny Simpson og aftur fór fyrirliðinn á punktinn og setti hann, nú vinstra megin frá sér séð.
Henderson átti svo viðstöðulaust þrumskot rétt utan vítateigs eftir klóka hornspyrnu Gerrards, en boltinn framhjá. Þægileg staða í hálfleik gegn lánlausu botnliði og flestir á vellinum nokkuð öruggir um þrjú stig heimamanna.
Seinni hálfleikur byrjaði með góðri sókn okkar manna sem endaði á skoti yfir markið frá Moreno eftir aðeins 6-7 sekúndur. Skömmu seinna fer meiddur Lallana af velli og inná kom Fabio Borini. Klár veiking á sóknarlínunni þar sem Sterling fór þá útá kant og Borini uppá topp.
Á 58. mínútu náðu Leicester menn að minnka muninn með sínu fyrsta skoti á markið og var þar að verki David Nugent. Tók boltann þá á lofti fyrir utan teig og smellti honum í fjærhornið óverjandi fyrir Mignolet. Og viti menn, aðeins tveimur mínútum síðar var staðan orðin jöfn, 2-2! Aftur skot utan teigs og nú frá Schlupp. Gersamlega eins og köld vatnsgusa framan í Liverpool menn en ekkert minna en Leicester átti skilið eftir klukkutíma leik.
Lucas var strax tekinn af velli fyrir Markovic og breyttist þá taktíkin í 4-2-3-1. Borini átti gott færi eftir fyrirgjöf frá Sterling en skaut yfir. Tvö skot Liverpool manna voru svo blokkeruð af eigin mönnum, fyrst Borini og svo Markovic. Serbinn ungi átti svo síðasta færið en skallaði framhjá. Sigurmark hefði alveg getað dottið hinum megin en Sakho komst fyrir skot með fínni tæklingu.
Gríðarleg vonbrigði að missa unninn leik niður í jafntefli á heimavelli gegn neðsta liði deildarinnar. Sérstaklega þar sem Man. Utd, Arsenal og West Ham voru öll að tapa stigum í dag. Leicester áttu fínan leik og tölfræði skota var 18-16 og eins og áður segir, Liverpool verðskuldaði aldrei sigur í dag.
Það verður að segjast að krafti og hlaupagetu Henderson er ekki vel varið úti á kanti og ætti alltaf að spila inni á miðjunni, sérstaklega þar sem bæði Lucas og Gerrard eru ekki með hraðari mönnum. Þriggja manna varnarlínan er að mínu mati ekki að virka heldur og maður skilur illa hvers vegna ekki má prófa tígulmiðjuna aftur með Sterling þar efstan fyrir aftan tvo framherja. Það kerfi verður þó líklega ekki prófað fyrr en Sturridge kemur til baka úr meiðslum síðar í þessum mánuði (vonandi...) og Balotelli (eða e-r annar sem keyptur verður í janúar) með honum uppi á toppi.
Liverpool: Mignolet, Can, Toure, Sakho, Henderson, Lucas (Markovic, 72. mín.), Gerrard, Moreno (Lambert, 85. mín.), Lallana (Borini, 55. mín.), Coutinho, Sterling.
Mörk Liverpool: Gerrard (17. og 40. mín.)
Gul spjöld: Gerrard og Lucas.
Leicester: Hamer, Simpson, Wasilewski, Morgan, De Laet, Mahrez, James, Drinkwater (Nugent, 37. mín), Hammond (Cambiasso, 67. mín.), Schlupp, Vardy (Ulloa, 75. mín.).
Mörk Leicester: Nugent (58. mín.) og Schlupp (60. mín.)
Áhorfendur á Anfield: 44.720.
Maður leiksins: Mamadou Sakho. Frakkinn átti nokkur lykil inngrip og virðist vera að spila sig inn sem fyrsta val í miðvörðinn. Reyndar erfitt að velja varnarmann sem mann leiksins eftir að hafa fengið á sig tvö mörk en við látum það standa.
Brendan Rodgers: "Við klúðruðum færi í stöðunni 2-0, en við getum þó ekki kvartað mikið þar sem við spiluðum illa og Leicester vel og átti stigið skilið. Við fengum 7 stig af 9 mögulegum sem þýðir að við erum á réttri leið. Við sögðum í leikhléi að þessi leikur væri enn hættulegur og um leið og Leicester komst á bragðið óx þeim ásmegin og héldu áfram að spila vel. Við sköpuðum ekki nóg á síðasta þriðjung til að verðskulda stigin þrjú".
Fróðleikur:
- Liverpool hefur nú skorað úr 100 vítaspyrnum í Úrvalsdeildinni, meira en nokkurt annað lið.
- Þetta er í 4. sinn sem Gerrard skorar úr tveimur vítaspyrnum í sama leiknum.
- Leicester krækti í sitt fyrsta stig á Anfield síðan í maí 2000, höfðu tapað þremur í röð fram að leiknum í dag.
- Leicester skoraði úr sínum fyrstu tveimur skotum á markið í dag.
Hér má sjá viðtal BBC við Brendan Rodgers að leik loknum.
Brendan tók þá ákvörðun að henda fyrirliðanum inn í byrjunarliðið á kostnað Manquillo sem þýddi að Henderson færðist út til hægri af miðri miðjunni og eins tók Kolo stöðu Skrtel sem var í leikbanni. Balotelli var ekki í hóp vegna meiðsla sem hann hlaut á æfingu tveimur dögum fyrir leik.
Fyrri hálfleikur var slakur af okkar hálfu og engu líkara en liðið hafi verið á djamminu langt frameftir í gær. Eftir rétt rúmlega einnar mínútu leik tók Mahrez aukaspyrnu utan af kanti í nærstöngina. Mignolet allt of langt til hægri í markinu og bjóst allan tímann við fyrirgjöf og sluppum við þarna með skrekkinn. Skömmu síðar fékk áðurnefndur Mahrez mjög gott færi við vítapunktinn en skaut yfir.
Það var svo þvert á gang leiksins að okkar menn fengu gefins vítaspyrnu á 17. mínútu. Coutinho þræddi þá flotta stungusendingu innfyrir á Sterling sem tók hann í fyrsta fyrir markið en sendingin vel blokkeruð af Morgan sem henti sér fyrir sendingarleiðina. Dómari leiksins benti umsvifalaust á punktinn en endursýningar sýndu að boltinn hafði farið í andlitið á varnarmanni Leicester sem reyndar við fyrstu sýn virtist hafa farið í hendina á liggjandi Morgan. Gerrard urðu ekki á nein mistök og kom Liverpool í 1-0.
Leicester létu þetta ekki slá sig út af laginu og fengu tvö ágætis hálffæri áður en Lallana átti skot naumlega framhjá hinum megin eftir góða sókn upp vinstri kantinn.
Á 40. mínútu kom svo annað mark Liverpool og aftur úr víti! Litli Brassinn okkar, Coutinho, átti þá gott hlaup í átt að vítateignum vinstra megin og eftir smá klafs hrökk boltinn í útrétta hendi Danny Simpson og aftur fór fyrirliðinn á punktinn og setti hann, nú vinstra megin frá sér séð.
Henderson átti svo viðstöðulaust þrumskot rétt utan vítateigs eftir klóka hornspyrnu Gerrards, en boltinn framhjá. Þægileg staða í hálfleik gegn lánlausu botnliði og flestir á vellinum nokkuð öruggir um þrjú stig heimamanna.
Seinni hálfleikur byrjaði með góðri sókn okkar manna sem endaði á skoti yfir markið frá Moreno eftir aðeins 6-7 sekúndur. Skömmu seinna fer meiddur Lallana af velli og inná kom Fabio Borini. Klár veiking á sóknarlínunni þar sem Sterling fór þá útá kant og Borini uppá topp.
Á 58. mínútu náðu Leicester menn að minnka muninn með sínu fyrsta skoti á markið og var þar að verki David Nugent. Tók boltann þá á lofti fyrir utan teig og smellti honum í fjærhornið óverjandi fyrir Mignolet. Og viti menn, aðeins tveimur mínútum síðar var staðan orðin jöfn, 2-2! Aftur skot utan teigs og nú frá Schlupp. Gersamlega eins og köld vatnsgusa framan í Liverpool menn en ekkert minna en Leicester átti skilið eftir klukkutíma leik.
Lucas var strax tekinn af velli fyrir Markovic og breyttist þá taktíkin í 4-2-3-1. Borini átti gott færi eftir fyrirgjöf frá Sterling en skaut yfir. Tvö skot Liverpool manna voru svo blokkeruð af eigin mönnum, fyrst Borini og svo Markovic. Serbinn ungi átti svo síðasta færið en skallaði framhjá. Sigurmark hefði alveg getað dottið hinum megin en Sakho komst fyrir skot með fínni tæklingu.
Gríðarleg vonbrigði að missa unninn leik niður í jafntefli á heimavelli gegn neðsta liði deildarinnar. Sérstaklega þar sem Man. Utd, Arsenal og West Ham voru öll að tapa stigum í dag. Leicester áttu fínan leik og tölfræði skota var 18-16 og eins og áður segir, Liverpool verðskuldaði aldrei sigur í dag.
Það verður að segjast að krafti og hlaupagetu Henderson er ekki vel varið úti á kanti og ætti alltaf að spila inni á miðjunni, sérstaklega þar sem bæði Lucas og Gerrard eru ekki með hraðari mönnum. Þriggja manna varnarlínan er að mínu mati ekki að virka heldur og maður skilur illa hvers vegna ekki má prófa tígulmiðjuna aftur með Sterling þar efstan fyrir aftan tvo framherja. Það kerfi verður þó líklega ekki prófað fyrr en Sturridge kemur til baka úr meiðslum síðar í þessum mánuði (vonandi...) og Balotelli (eða e-r annar sem keyptur verður í janúar) með honum uppi á toppi.
Liverpool: Mignolet, Can, Toure, Sakho, Henderson, Lucas (Markovic, 72. mín.), Gerrard, Moreno (Lambert, 85. mín.), Lallana (Borini, 55. mín.), Coutinho, Sterling.
Mörk Liverpool: Gerrard (17. og 40. mín.)
Gul spjöld: Gerrard og Lucas.
Leicester: Hamer, Simpson, Wasilewski, Morgan, De Laet, Mahrez, James, Drinkwater (Nugent, 37. mín), Hammond (Cambiasso, 67. mín.), Schlupp, Vardy (Ulloa, 75. mín.).
Mörk Leicester: Nugent (58. mín.) og Schlupp (60. mín.)
Áhorfendur á Anfield: 44.720.
Maður leiksins: Mamadou Sakho. Frakkinn átti nokkur lykil inngrip og virðist vera að spila sig inn sem fyrsta val í miðvörðinn. Reyndar erfitt að velja varnarmann sem mann leiksins eftir að hafa fengið á sig tvö mörk en við látum það standa.
Brendan Rodgers: "Við klúðruðum færi í stöðunni 2-0, en við getum þó ekki kvartað mikið þar sem við spiluðum illa og Leicester vel og átti stigið skilið. Við fengum 7 stig af 9 mögulegum sem þýðir að við erum á réttri leið. Við sögðum í leikhléi að þessi leikur væri enn hættulegur og um leið og Leicester komst á bragðið óx þeim ásmegin og héldu áfram að spila vel. Við sköpuðum ekki nóg á síðasta þriðjung til að verðskulda stigin þrjú".
Fróðleikur:
- Liverpool hefur nú skorað úr 100 vítaspyrnum í Úrvalsdeildinni, meira en nokkurt annað lið.
- Þetta er í 4. sinn sem Gerrard skorar úr tveimur vítaspyrnum í sama leiknum.
- Leicester krækti í sitt fyrsta stig á Anfield síðan í maí 2000, höfðu tapað þremur í röð fram að leiknum í dag.
- Leicester skoraði úr sínum fyrstu tveimur skotum á markið í dag.
Hér má sjá viðtal BBC við Brendan Rodgers að leik loknum.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan