| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Naumur sigur á AFC Wimbledon
Liverpool komst áfram í fjórðu umferð FA bikarkeppninnar með sigri á fjórðu deildarliði AFC Wimbledon. Sigurinn var hvorki stór né sérlega glæsilegur, en dugði til.
Brendan Rodgers stillti upp tiltölulega sterku liði gegn D deildar liði AFC Wimbledon. Flestir þeir leikmenn sem hafa leikið síðustu leiki voru í hópnum fyrir utan Raheem Sterling, Dejan Lovren og Adam Lallana, sem verður frá í mánuð vegna meiðslanna sem hann hlaut gegn Leicester í síðasta leik.
Ýmsir höfðu spáð því að ungir leikmenn á borð við Jordan Rossiter og Sheyi Ojo fengju tækifæri í kvöld, en hvorugur þeirra fékk náð fyrir augum stjórans í þetta skiptið. Hinn 19 ára Jordan Williams var eini „kjúklingurinn" í hópnum, ef frá er talinn hinn 21 árs gamli Danny Ward sem hefur verið varamarkvörður frá því að Brad Jones meiddist í desember.
Liverpool byrjaði leikinn betur og eftir 12 mínútna leik var Steven Gerrard búinn að koma liðinu yfir. Manquillo átti þá góða fyrirgjöf inn í teiginn sem Gerrard skallaði glæsilega í netið. Staðan 0-1 á Kingsmeadow og fyrirliðinn sem allt hefur snúist um síðustu daga kominn á blað.
Fljótlega eftir markið komust liðsmenn AFC Wimbledon inn í leikinn og smátt og smátt fóru þeir að skapa sér færi. Á 29. mínútu varði Mignolet mjög vel frá Rigg og nokkrum mínútum síðar komst Tubbs í dauðafæri, en skaut framhjá.
Á 36. mínútu kom svo jöfnunarmarkið og það kom að sjálfsögðu eftir fast leikatriði. Wimbledon fékk hornspyrnu og hár bolti sem kom inn í teiginn olli okkar mönnum ótrúlegum vandræðum. Mignolet hljóp út í boltann, en var aldrei nálægt því að ná honum. Boltinn barst til Fuller sem þrumaði honum í slána, þaðan barst boltinn út í markteiginn þar sem tröllið Adebayo Akinfenwa, sem er rúm 100 kíló að þyngd, var sneggstur allra og potaði honum í netið með Liverpool menn allt í kringum sig. Mjög slök varnarvinna eins og svo oft áður og vonlaust úthlaup hjá Mignolet. Hugsanlega var brotið á Belganum í úthlaupinu en það breytir því ekki að hann var einhvernveginn aldrei líklegur til að ná boltanum. Staðan jöfn og heimamenn komnir með blóð á tennurnar.
Strax í upphafi síðari hálfleiks skall hurð nærri hælum þegar Steven Gerrard varð að bjarga skalla Barrett á marklínunni. Okkar menn stálheppnir að vera ekki undir.
Á 51. mínútu heimtaði Liverpool víti þegar Gerrard var tekinn niður í teignum, en Jonathan Moss dómari leiksins sá enga ástæðu til að flauta. Nokkrum mínútum síðar virtist leikmaður Wimbledon handleika knöttinn í teignum, en aftur sleppti Moss því að flauta.
Á 62. mínútu kom svo sigurmarkið. Liverpool fékk þá aukaspyrnu vel utan teigs og Steven Gerrard skrúfaði boltann af vel þekktri snilld yfir vegginn og í nærhornið framhjá James Shea í marki Wimbledon. Staðan 1-2.
Aðeins mínútu síðar var Bulman nálægt því að jafna fyrir heimamenn þegar hann skaut yfir úr ákjósanlegu færi.
Rétt seinna hefði Rickie Lambert getað skorað þegar hann fékk gott færi inni í teig heimamanna, en hann ákvað að renna boltanum innanfótar á Shea í markinu.
Á 79. mínútu kom Balotelli inn fyrir arfaslakan Lambert. Gæðin í framlínunni jukust satt að segja ósköp lítið við skiptinguna.
Það sem eftir lifði leiks var sæmilegt jafnræði með liðunum, en sigur okkar manna var svosem aldrei í stórkostlegri hættu. Coutinho og Markovic fengu báðir mjög góð færi sem þeir hefðu átt að nýta betur, sérstaklega Markovic.
Undir lok leiksins komst maður leiksins Steven Gerrard svo í fínt færi inni í teignum og hefði getað farið langt með að vinna sér inn eitt af því fáa sem hann hefur ekki unnið á ferlinum hingað til; bleikan keppnisbolta, en í stað þess að reyna að fullkomna þrennuna sendi hann boltann á Balotelli sem náði ekki að koma honum framhjá ágætum Shea í marki heimamanna.
Niðurstaðan á Kingsmeadow naumur sigur okkar manna í ekta bikarleik. Leikur okkar manna var kannski ekki fallegur en liðið sýndi ágæta baráttu gegn vinnusömum og vel skipulögðum heimamönnum. Eins og svo oft áður í bikarleikjum var ekki hægt að sjá að annað liðið væri fjórum deildum neðar en hitt. „That´s the beauty of the FA cup", eins og Steven Gerrard orðaði það svo réttilega eftir leikinn.
Liverpool: Mignolet, Manquillo (Enrique á 71. mín.), Skrtel, Can, Sakho, Lucas, Gerrard, Henderson, Markovic (Toure á 86. mín.), Coutinho, Lambert (Balotelli á 79. mín.). Ónotaðir varamenn: Ward, Borini, Moreno, Williams.
Mörk Liverpool: Steven Gerrard á 12. og 62. mín.
Gult spjald: Coutinho
AFC Wimbledon: Shea, Fuller, Kennedy, Moore (Pell á 86. mín.), Barrett, Goodman, Rigg (Azeez á 79. mín.), Bulman, Akinfenwa, Francomb (Sutherland á 86. mín.), Tubbs. Ónotaðir varamenn: Bennett, McDonnell, Harrison, Oakley.
Mark AFC Wimbledon: Akinfenwa á 36. mín.
Gul spjöld: Goodman, Fuller og Akinfenwa.
Áhorfendur á Kings Meadow: 4784
Maður leiksins: Steven Gerrard. Það er engin spurning hver var besti maðurinn á vellinum í kvöld. Það er greinilegt að fyrirliðinn ætlar að leggja sitt af mörkum til þess að koma Liverpool í úrslitaleikinn í FA cup á afmælisdaginn sinn. Við látum okkur öll dreyma um það.
Brendan Rodgers: „Eins og við var að búast var þetta erfiður leikur. Wimbledon voru baráttuglaðir og vel skipulagðir og þeir geta borið höfuðið hátt eftir leikinn. Við byrjuðum vel en svo misstum við taktinn um stund. Sem betur fer tókst okkur að komast aftur inn í leikinn. Við sýndum góða baráttu og áttum skilið að vinna."
Brendan Rodgers stillti upp tiltölulega sterku liði gegn D deildar liði AFC Wimbledon. Flestir þeir leikmenn sem hafa leikið síðustu leiki voru í hópnum fyrir utan Raheem Sterling, Dejan Lovren og Adam Lallana, sem verður frá í mánuð vegna meiðslanna sem hann hlaut gegn Leicester í síðasta leik.
Ýmsir höfðu spáð því að ungir leikmenn á borð við Jordan Rossiter og Sheyi Ojo fengju tækifæri í kvöld, en hvorugur þeirra fékk náð fyrir augum stjórans í þetta skiptið. Hinn 19 ára Jordan Williams var eini „kjúklingurinn" í hópnum, ef frá er talinn hinn 21 árs gamli Danny Ward sem hefur verið varamarkvörður frá því að Brad Jones meiddist í desember.
Liverpool byrjaði leikinn betur og eftir 12 mínútna leik var Steven Gerrard búinn að koma liðinu yfir. Manquillo átti þá góða fyrirgjöf inn í teiginn sem Gerrard skallaði glæsilega í netið. Staðan 0-1 á Kingsmeadow og fyrirliðinn sem allt hefur snúist um síðustu daga kominn á blað.
Fljótlega eftir markið komust liðsmenn AFC Wimbledon inn í leikinn og smátt og smátt fóru þeir að skapa sér færi. Á 29. mínútu varði Mignolet mjög vel frá Rigg og nokkrum mínútum síðar komst Tubbs í dauðafæri, en skaut framhjá.
Á 36. mínútu kom svo jöfnunarmarkið og það kom að sjálfsögðu eftir fast leikatriði. Wimbledon fékk hornspyrnu og hár bolti sem kom inn í teiginn olli okkar mönnum ótrúlegum vandræðum. Mignolet hljóp út í boltann, en var aldrei nálægt því að ná honum. Boltinn barst til Fuller sem þrumaði honum í slána, þaðan barst boltinn út í markteiginn þar sem tröllið Adebayo Akinfenwa, sem er rúm 100 kíló að þyngd, var sneggstur allra og potaði honum í netið með Liverpool menn allt í kringum sig. Mjög slök varnarvinna eins og svo oft áður og vonlaust úthlaup hjá Mignolet. Hugsanlega var brotið á Belganum í úthlaupinu en það breytir því ekki að hann var einhvernveginn aldrei líklegur til að ná boltanum. Staðan jöfn og heimamenn komnir með blóð á tennurnar.
Strax í upphafi síðari hálfleiks skall hurð nærri hælum þegar Steven Gerrard varð að bjarga skalla Barrett á marklínunni. Okkar menn stálheppnir að vera ekki undir.
Á 51. mínútu heimtaði Liverpool víti þegar Gerrard var tekinn niður í teignum, en Jonathan Moss dómari leiksins sá enga ástæðu til að flauta. Nokkrum mínútum síðar virtist leikmaður Wimbledon handleika knöttinn í teignum, en aftur sleppti Moss því að flauta.
Á 62. mínútu kom svo sigurmarkið. Liverpool fékk þá aukaspyrnu vel utan teigs og Steven Gerrard skrúfaði boltann af vel þekktri snilld yfir vegginn og í nærhornið framhjá James Shea í marki Wimbledon. Staðan 1-2.
Aðeins mínútu síðar var Bulman nálægt því að jafna fyrir heimamenn þegar hann skaut yfir úr ákjósanlegu færi.
Rétt seinna hefði Rickie Lambert getað skorað þegar hann fékk gott færi inni í teig heimamanna, en hann ákvað að renna boltanum innanfótar á Shea í markinu.
Á 79. mínútu kom Balotelli inn fyrir arfaslakan Lambert. Gæðin í framlínunni jukust satt að segja ósköp lítið við skiptinguna.
Það sem eftir lifði leiks var sæmilegt jafnræði með liðunum, en sigur okkar manna var svosem aldrei í stórkostlegri hættu. Coutinho og Markovic fengu báðir mjög góð færi sem þeir hefðu átt að nýta betur, sérstaklega Markovic.
Undir lok leiksins komst maður leiksins Steven Gerrard svo í fínt færi inni í teignum og hefði getað farið langt með að vinna sér inn eitt af því fáa sem hann hefur ekki unnið á ferlinum hingað til; bleikan keppnisbolta, en í stað þess að reyna að fullkomna þrennuna sendi hann boltann á Balotelli sem náði ekki að koma honum framhjá ágætum Shea í marki heimamanna.
Niðurstaðan á Kingsmeadow naumur sigur okkar manna í ekta bikarleik. Leikur okkar manna var kannski ekki fallegur en liðið sýndi ágæta baráttu gegn vinnusömum og vel skipulögðum heimamönnum. Eins og svo oft áður í bikarleikjum var ekki hægt að sjá að annað liðið væri fjórum deildum neðar en hitt. „That´s the beauty of the FA cup", eins og Steven Gerrard orðaði það svo réttilega eftir leikinn.
Liverpool: Mignolet, Manquillo (Enrique á 71. mín.), Skrtel, Can, Sakho, Lucas, Gerrard, Henderson, Markovic (Toure á 86. mín.), Coutinho, Lambert (Balotelli á 79. mín.). Ónotaðir varamenn: Ward, Borini, Moreno, Williams.
Mörk Liverpool: Steven Gerrard á 12. og 62. mín.
Gult spjald: Coutinho
AFC Wimbledon: Shea, Fuller, Kennedy, Moore (Pell á 86. mín.), Barrett, Goodman, Rigg (Azeez á 79. mín.), Bulman, Akinfenwa, Francomb (Sutherland á 86. mín.), Tubbs. Ónotaðir varamenn: Bennett, McDonnell, Harrison, Oakley.
Mark AFC Wimbledon: Akinfenwa á 36. mín.
Gul spjöld: Goodman, Fuller og Akinfenwa.
Áhorfendur á Kings Meadow: 4784
Maður leiksins: Steven Gerrard. Það er engin spurning hver var besti maðurinn á vellinum í kvöld. Það er greinilegt að fyrirliðinn ætlar að leggja sitt af mörkum til þess að koma Liverpool í úrslitaleikinn í FA cup á afmælisdaginn sinn. Við látum okkur öll dreyma um það.
Brendan Rodgers: „Eins og við var að búast var þetta erfiður leikur. Wimbledon voru baráttuglaðir og vel skipulagðir og þeir geta borið höfuðið hátt eftir leikinn. Við byrjuðum vel en svo misstum við taktinn um stund. Sem betur fer tókst okkur að komast aftur inn í leikinn. Við sýndum góða baráttu og áttum skilið að vinna."
Fróðleikur:
- Margir muna eftir Wimbledon liðinu sem gerði garðinn frægan á 9. og 10. áratug síðustu aldar. The Crazy Gang eins og það var gjarnan nefnt. Þegar nafni liðsins var breytt í MK Dons á fyrstu árum þessarar aldar risu stuðningsmenn félagsins upp á afturlappirnar og neituðu að styðja við hið nýja lið. Fyrst og fremst vegna þess að norskir eigendur liðsins höfðu ákveðið að flytja heimavöllinn til Milton Keynes, sem er í rúmlega 70 km. fjarlægð frá London. Stuðningsmennirnir dóu ekki ráðalausir heldur stofnuðu nýtt lið; AFC Wimbledon.
- AFC Wimbledon var stofnað árið 2002 og er eina liðið í deildakeppninni á Englandi sem er stofnað á þessari öld.
- Þess má til gamans geta að einn frægasti leikmaður gamla Wimbledon liðsins, holdgervingur „The Crazy Gang", kvikmyndastjarnan og hörkutólið Vinnie Jones er fimmugur í dag.
- Markaskorari AFC Wimbledon í dag, Adebayo Akinfenwa er líkamlega sterkasti leikmaðurinn í FIFA 15. Gaman að segja frá því. Það er líka gaman að segja frá því að hann er rúm 100 kíló að þyngd og tekur 180 kíló í bekk!. Hann kallar sig The Beast og á sína eigin fatalínu; Beast Mode On.
- Það er ótrúlegt frá því að segja að það eru tæp 20 ár frá því að Liverpool vann síðast FA bikarleik í Lundúnum. Það var árið 1995 og mótherjinn var einmitt Wimbledon FC.
- Steven Gerrard er búinn að skora níu mörk á leiktíðinni og er markahæstur leikmanna Liverpool.
- Liverpool hefur nú skorað 699 mörk í FA bikarnum frá upphafi.
- Aukaspyrnumark Steven Gerrard var 250. markið sem Liverpool skorar undir stjórn Brendan Rodgers.
- Hér má sjá myndir úr leiknum af opinberri heimasíðu Liverpool.
- Hér má sjá viðtal við Steven Gerrard sem tekið var eftir leikinn.
- AFC Wimbledon var stofnað árið 2002 og er eina liðið í deildakeppninni á Englandi sem er stofnað á þessari öld.
- Þess má til gamans geta að einn frægasti leikmaður gamla Wimbledon liðsins, holdgervingur „The Crazy Gang", kvikmyndastjarnan og hörkutólið Vinnie Jones er fimmugur í dag.
- Markaskorari AFC Wimbledon í dag, Adebayo Akinfenwa er líkamlega sterkasti leikmaðurinn í FIFA 15. Gaman að segja frá því. Það er líka gaman að segja frá því að hann er rúm 100 kíló að þyngd og tekur 180 kíló í bekk!. Hann kallar sig The Beast og á sína eigin fatalínu; Beast Mode On.
- Það er ótrúlegt frá því að segja að það eru tæp 20 ár frá því að Liverpool vann síðast FA bikarleik í Lundúnum. Það var árið 1995 og mótherjinn var einmitt Wimbledon FC.
- Steven Gerrard er búinn að skora níu mörk á leiktíðinni og er markahæstur leikmanna Liverpool.
- Liverpool hefur nú skorað 699 mörk í FA bikarnum frá upphafi.
- Aukaspyrnumark Steven Gerrard var 250. markið sem Liverpool skorar undir stjórn Brendan Rodgers.
- Hér má sjá myndir úr leiknum af opinberri heimasíðu Liverpool.
- Hér má sjá viðtal við Steven Gerrard sem tekið var eftir leikinn.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan