| Elvar Guðmundsson
TIL BAKA
Spáð í spilin
Liverpool ferðast norður í land og mætir heimamönnum í Sunderland í hádeginu á morgun, laugardag kl. 12:45. Okkar menn koma inn í þennan leik í kjölfar torsótts sigurs á D-deildarliði AFC Wimbledon í FA bikarnum og svo vonandi enn með óbragð í munninum eftir síðasta deildarleik þar sem tvö dýrmæt stig töpuðust.
Þeir leikmenn sem missa af leiknum vegna meiðsla eru Lallana, Brad Jones, Glen Johnson, Sturridge, Flanagan og svo Allen. Kolo er svo kominn til móts við landslið Fílabeinsstrendinga og tekur þátt í Afríkukeppninni og gæti hann misst allt upp í 8 leiki vegna mótsins. Jákvæðu fréttirnar eru þó þær að Sturridge er mættur á Melwood í síðasta kafla endurhæfingar sinnar sem gekk víst mjög vel í Bandaríkjunum. Krossum fingur að hann nái að haldast heill út leiktíðina þegar hann loksins nær að mæta til leiks, spurning reyndar með stuðulinn á því...
Af meiðsla- og veikindalista Sunderland er þar helst að frétta að Jack Rodwell er sagður verða "testaður" rétt fyrir leik og svo eru tæpir þeir Mannone, Alvarez, Cattermole og Reveillere. Að auki má okkar maður Coates ekki spila gegn okkur.
Okkar mönnum hefur gengið ágætlega upp á síðkastið með Sunderland og aðeins tapað einu sinni fyrir þeim í síðustu 10 leikjum, og það tap kom í sundboltaleiknum fræga. Sigurmarkið þar auðvitað kolólöglegt en það er önnur saga. Á Stadium of Light hefur Liverpool sigrað 6 af síðustu 10 leikjum, tapað 3 og gert eitt jafntefli. Síðasti leikur á þessum velli vannst 3-1 í erfiðum leik en á þeim tíma vorum við með Suarez og Sturridge "á eldi" og gerði Luis tvö og Sturridge eitt sællar minningar.
Ég er hæfilega bjartsýnn á þennan leik, alltaf erfitt að mæta þeim þarna uppfrá og liðið ekki sannfærandi í síðustu tveimur leikjum. Þá er kannski allt eins líklegt að liðið hrökkvi í gang í þessum leik, svona til að standa undir þessum óstöðugleika sem hefur einkennt þetta tímabil. Það er mjög slæmt að vera án Lallana í þessum leik, hann var að mínu mati frábær gegn Swansea og virkilega farinn að láta til sín taka og finna taktinn í sóknarleik okkar manna og þá auðvitað meiðist hann. Form liðanna er svipað ef litið er til síðustu 6 leikja í deildinni en þar fékk Liverpool 9 stig en mótherji okkar á morgun þremur stigum minna eða sex.
Persónulega vil ég sjá Brendan fara aftur í 4 manna vörn með Sakho og Skrtel í miðvörðunum með Moreno og Manquillo í bakvörðum. Can, sem ég vill sjá fá tækifæri sem varnarsinnaður miðjumaður, og Hendo á miðjunni. Gerrard í holunni fyrir aftan Balotelli og með þá Sterling og Coutinho á sitthvorum kantinum. Valmöguleiki við þetta lið væri aðafa Markovic í stað Balo og færa þá Sterling upp á topp.
Ef við rýnum aðeins í tölfræðina með möguleikann á að enda í topp 4 er ekki laust við að smá þunglyndi geri vart við sig. Stigasöfnun liða sem ná 4. sætinu síðan leiktíðina 2003-2004 er 1,8 stig pr leik. Það þýðir að Liverpool verður að skrapa saman 2,3 stigum í síðustu 18 leikjunum, sem er í raun "run" sem dygði yfirleitt til sigurs í deildinni yfir heilt tímabil. Miðað við spilamennskuna hingað til eru ekki miklar líkur á slíku, en í fótbolta veit maður aldrei og oft ekkert að marka tölfræðina þegar spá skal inn í framtíðina. En ljóst er að róðurinn verður þungur upp í 4. sætið mikilvæga og vá hvað væri gott að vera með eitt stykki leikmann af Suarez "kaliber" um borð í þeim bát til að létta okkur þá vegferð.
Þetta Sunderland lið er alls ekki auðunnið og eru mjög þéttir og skipulagðir í sínum leik eins og sást svo ergilega í leik liðanna á Anfield í byrjun desember. Hafa þeir gert alls 11 jafntefli til þessa í 20 leikjum og tapað sem dæmi færri leikjum en við á tímabilinu.
Það væri því freistandi að spá jafntefli en reyndar eru okkar menn eitt tveggja liða af 92 í deildum Englands sem ekki hafa gert jafntefli á útivelli á þessari leiktíð.
Spái því ,með hjartanu að þessu sinni, 1-2 með mörkum frá Sterling og Stevie G. Koma svo strákar, we go again!
Þeir leikmenn sem missa af leiknum vegna meiðsla eru Lallana, Brad Jones, Glen Johnson, Sturridge, Flanagan og svo Allen. Kolo er svo kominn til móts við landslið Fílabeinsstrendinga og tekur þátt í Afríkukeppninni og gæti hann misst allt upp í 8 leiki vegna mótsins. Jákvæðu fréttirnar eru þó þær að Sturridge er mættur á Melwood í síðasta kafla endurhæfingar sinnar sem gekk víst mjög vel í Bandaríkjunum. Krossum fingur að hann nái að haldast heill út leiktíðina þegar hann loksins nær að mæta til leiks, spurning reyndar með stuðulinn á því...
Af meiðsla- og veikindalista Sunderland er þar helst að frétta að Jack Rodwell er sagður verða "testaður" rétt fyrir leik og svo eru tæpir þeir Mannone, Alvarez, Cattermole og Reveillere. Að auki má okkar maður Coates ekki spila gegn okkur.
Okkar mönnum hefur gengið ágætlega upp á síðkastið með Sunderland og aðeins tapað einu sinni fyrir þeim í síðustu 10 leikjum, og það tap kom í sundboltaleiknum fræga. Sigurmarkið þar auðvitað kolólöglegt en það er önnur saga. Á Stadium of Light hefur Liverpool sigrað 6 af síðustu 10 leikjum, tapað 3 og gert eitt jafntefli. Síðasti leikur á þessum velli vannst 3-1 í erfiðum leik en á þeim tíma vorum við með Suarez og Sturridge "á eldi" og gerði Luis tvö og Sturridge eitt sællar minningar.
Ég er hæfilega bjartsýnn á þennan leik, alltaf erfitt að mæta þeim þarna uppfrá og liðið ekki sannfærandi í síðustu tveimur leikjum. Þá er kannski allt eins líklegt að liðið hrökkvi í gang í þessum leik, svona til að standa undir þessum óstöðugleika sem hefur einkennt þetta tímabil. Það er mjög slæmt að vera án Lallana í þessum leik, hann var að mínu mati frábær gegn Swansea og virkilega farinn að láta til sín taka og finna taktinn í sóknarleik okkar manna og þá auðvitað meiðist hann. Form liðanna er svipað ef litið er til síðustu 6 leikja í deildinni en þar fékk Liverpool 9 stig en mótherji okkar á morgun þremur stigum minna eða sex.
Persónulega vil ég sjá Brendan fara aftur í 4 manna vörn með Sakho og Skrtel í miðvörðunum með Moreno og Manquillo í bakvörðum. Can, sem ég vill sjá fá tækifæri sem varnarsinnaður miðjumaður, og Hendo á miðjunni. Gerrard í holunni fyrir aftan Balotelli og með þá Sterling og Coutinho á sitthvorum kantinum. Valmöguleiki við þetta lið væri aðafa Markovic í stað Balo og færa þá Sterling upp á topp.
Ef við rýnum aðeins í tölfræðina með möguleikann á að enda í topp 4 er ekki laust við að smá þunglyndi geri vart við sig. Stigasöfnun liða sem ná 4. sætinu síðan leiktíðina 2003-2004 er 1,8 stig pr leik. Það þýðir að Liverpool verður að skrapa saman 2,3 stigum í síðustu 18 leikjunum, sem er í raun "run" sem dygði yfirleitt til sigurs í deildinni yfir heilt tímabil. Miðað við spilamennskuna hingað til eru ekki miklar líkur á slíku, en í fótbolta veit maður aldrei og oft ekkert að marka tölfræðina þegar spá skal inn í framtíðina. En ljóst er að róðurinn verður þungur upp í 4. sætið mikilvæga og vá hvað væri gott að vera með eitt stykki leikmann af Suarez "kaliber" um borð í þeim bát til að létta okkur þá vegferð.
Þetta Sunderland lið er alls ekki auðunnið og eru mjög þéttir og skipulagðir í sínum leik eins og sást svo ergilega í leik liðanna á Anfield í byrjun desember. Hafa þeir gert alls 11 jafntefli til þessa í 20 leikjum og tapað sem dæmi færri leikjum en við á tímabilinu.
Það væri því freistandi að spá jafntefli en reyndar eru okkar menn eitt tveggja liða af 92 í deildum Englands sem ekki hafa gert jafntefli á útivelli á þessari leiktíð.
Spái því ,með hjartanu að þessu sinni, 1-2 með mörkum frá Sterling og Stevie G. Koma svo strákar, we go again!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan