| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Spáð í spilin
Okkar menn halda til Birmingham borgar og etja kappi við Aston Villa á Villa Park í 22. umferð ensku Úrvalsdeildarinnar.
Leikurinn hefst kl. 15:00 laugardaginn 17. janúar.
Eftir sigurleikinn við Sunderland bættist Steven Gerrard á meiðslalistann en þó berast góðar fréttir af öðrum sem hafa átt við meiðsli að stríða. Adam Lallana verður ekki eins lengi frá og talið var í fyrstu en hann hefur víst snúið aftur til æfinga. Það styttist svo í að Joe Allen og Glen Johnson verði klárir sem og Brad Jones. Ólíklegt verður þó að teljast að þeir verði í leikmannahópnum á morgun. Raheem Sterling er svo kominn til baka úr stuttu fríi og vonandi kemur hann endurnærður í sóknina og sýnir mátt sinn og megin.
Aston Villa er lið sem hefur haft ágætt tak á Liverpool undanfarin ár en þó aðallega á Anfield þar sem Villa menn hafa unnið tvo af síðustu þrem leikjum þar og einn endað með jafntefli. En á Villa Park má kannski segja að dæmið snúist við en Liverpool hafa hirt öll þrjú stigin í síðustu þrem heimsóknum sínum þangað. Síðasti leikur liðanna á þessu velli var 24. ágúst 2013 og þar skoraði Daniel Sturridge eina mark leiksins í fínum sigri. Í raun hefur aðeins einn leikur af síðustu sex gegn Villa á útivelli tapast, fjórir unnist og einn endað með jafntefli, það er óskandi að þessi sigurganga haldi áfram.
Heimamenn glíma ekki við eins mikil meiðsli og gestirnir en Joe Cole sem verið hefur meiddur undanfarið gæti náð þessum leik. Aðrir á listanum eru Herd, Vlaar, Senderos og Kozák og verða þeir fjarri góðu gamni áfram.
Tíu stig skilja liðin að í deildinni, Liverpool eru með 32 stig í 8. sæti en Villa menn 22 í því 13 og má í raun segja að þeir séu að sogast niður í fallbaráttu ef þeir fara ekki að vara sig. Á heimavelli á tímabilinu hafa Villa menn unnið tvo leiki af 10, skorað 7 mörk og fengið á sig 11. Sé litið til útivallaárangurs Liverpool það sem af er má sjá að 5 leikir hafa unnist og 5 tapast, enginn hefur endað með jafntefli og markatalan er 14 skoruð og 16 fengin á sig.
Ætli liðið sér að klífa upp töfluna og gera atlögu að baráttunni um fjórða sætið er ljóst að þessi leikur verður að vinnast. Sama má í raun segja um flesta leiki sem eftir eru í deildinni, mikilvægi hvers og eins er gríðarlegt í ljósi þess hversu illa hefur gengið á tímabilinu til þessa. En undanfarið hafa menn séð batamerki á leik liðsins og vonandi heldur það áfram.
Spáin að þessu sinni er sú að okkar menn vinna 1-2 baráttusigur, varla er hægt að búast við því að markinu verði haldið hreinu tvo deildarleiki í röð en endurkoma Sterling, eins og áður sagði, verður vonandi til þess að sóknarleikur liðsins verði líflegur í leiknum.
Fróðleikur:
- Liverpool hafa unnið fleiri leiki á útivelli á tímabilinu en á heimavelli.
- Markahæstur leikmanna Liverpool á tímabilinu í deildinni er Steven Gerrard með 5 mörk.
- Markahæstur hjá Villa í deild er Andreas Weimann með 3 mörk ásamt Gabriel Agbonlahor.
- Agbonlahor skoraði einmitt eina mark leiksins þegar liðin mættust fyrr á þessu tímabili á Anfield.
- Villa hafa ekki unnið leik síðan 7. desember en þá vannst 2-1 sigur á Leicester.
Leikurinn hefst kl. 15:00 laugardaginn 17. janúar.
Eftir sigurleikinn við Sunderland bættist Steven Gerrard á meiðslalistann en þó berast góðar fréttir af öðrum sem hafa átt við meiðsli að stríða. Adam Lallana verður ekki eins lengi frá og talið var í fyrstu en hann hefur víst snúið aftur til æfinga. Það styttist svo í að Joe Allen og Glen Johnson verði klárir sem og Brad Jones. Ólíklegt verður þó að teljast að þeir verði í leikmannahópnum á morgun. Raheem Sterling er svo kominn til baka úr stuttu fríi og vonandi kemur hann endurnærður í sóknina og sýnir mátt sinn og megin.
Aston Villa er lið sem hefur haft ágætt tak á Liverpool undanfarin ár en þó aðallega á Anfield þar sem Villa menn hafa unnið tvo af síðustu þrem leikjum þar og einn endað með jafntefli. En á Villa Park má kannski segja að dæmið snúist við en Liverpool hafa hirt öll þrjú stigin í síðustu þrem heimsóknum sínum þangað. Síðasti leikur liðanna á þessu velli var 24. ágúst 2013 og þar skoraði Daniel Sturridge eina mark leiksins í fínum sigri. Í raun hefur aðeins einn leikur af síðustu sex gegn Villa á útivelli tapast, fjórir unnist og einn endað með jafntefli, það er óskandi að þessi sigurganga haldi áfram.
Heimamenn glíma ekki við eins mikil meiðsli og gestirnir en Joe Cole sem verið hefur meiddur undanfarið gæti náð þessum leik. Aðrir á listanum eru Herd, Vlaar, Senderos og Kozák og verða þeir fjarri góðu gamni áfram.
Tíu stig skilja liðin að í deildinni, Liverpool eru með 32 stig í 8. sæti en Villa menn 22 í því 13 og má í raun segja að þeir séu að sogast niður í fallbaráttu ef þeir fara ekki að vara sig. Á heimavelli á tímabilinu hafa Villa menn unnið tvo leiki af 10, skorað 7 mörk og fengið á sig 11. Sé litið til útivallaárangurs Liverpool það sem af er má sjá að 5 leikir hafa unnist og 5 tapast, enginn hefur endað með jafntefli og markatalan er 14 skoruð og 16 fengin á sig.
Ætli liðið sér að klífa upp töfluna og gera atlögu að baráttunni um fjórða sætið er ljóst að þessi leikur verður að vinnast. Sama má í raun segja um flesta leiki sem eftir eru í deildinni, mikilvægi hvers og eins er gríðarlegt í ljósi þess hversu illa hefur gengið á tímabilinu til þessa. En undanfarið hafa menn séð batamerki á leik liðsins og vonandi heldur það áfram.
Spáin að þessu sinni er sú að okkar menn vinna 1-2 baráttusigur, varla er hægt að búast við því að markinu verði haldið hreinu tvo deildarleiki í röð en endurkoma Sterling, eins og áður sagði, verður vonandi til þess að sóknarleikur liðsins verði líflegur í leiknum.
Fróðleikur:
- Liverpool hafa unnið fleiri leiki á útivelli á tímabilinu en á heimavelli.
- Markahæstur leikmanna Liverpool á tímabilinu í deildinni er Steven Gerrard með 5 mörk.
- Markahæstur hjá Villa í deild er Andreas Weimann með 3 mörk ásamt Gabriel Agbonlahor.
- Agbonlahor skoraði einmitt eina mark leiksins þegar liðin mættust fyrr á þessu tímabili á Anfield.
- Villa hafa ekki unnið leik síðan 7. desember en þá vannst 2-1 sigur á Leicester.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan