| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Sigur á Villa Park
Okkar menn héldu áfram góðu gengi sínu á útivöllum undanfarið er 0-2 sigur vannst á Aston Villa. Svo skemmtilega vildi til að sóknarmenn sáu um mörkin að þessu sinni.
Brendan Rodgers gerði eina breytingu frá síðasta leik, eins og við var að búast var Steven Gerrard ekki alveg klár í slaginn og Raheem Sterling byrjaði leikinn. Á bekknum var svo helst litið til Adam Lallana og Jordon Ibe en sá fyrrnefndi var búinn að ná sér af meiðslum fyrr en áætlað var og Ibe var kominn til baka eftir að hafa verið á láni hjá Derby County. Ungliðinn Jordan Williams var einnig á bekknum.
Gestirnir byrjuðu betur í leiknum og voru meira ógnandi og boltinn lá í markinu eftir rúmlega korters leik. Markið var hinsvegar dæmt af þar sem línuvörðurinn flaggaði markaskorarann Alberto Moreno rangstæðan en tæpt var það. Liverpool menn þurtu þó ekki að bíða lengi eftir að skora löglegt mark en það kom á 24. mínútu. Innkast var tekið úti hægra megin og góð sending kom til Jordan Henderson sem aftur átti frábæra sendingu fyrir markið þar sem Fabio Borini var mættur til að setja boltann í markið. Aftur vildu heimamenn fá rangstöðu en klárlega var ekki um slíkt að ræða að mati línuvarðarins, markinu var því vel fagnað.
Coutinho var næstur til að reyna sig uppvið mark andstæðinganna en skalli hans hafnaði í höndum Guzan í markinu. Hinumegin þurfti svo Mamadou Sakho að vera fljótur til að komast í veg fyrir skot Benteke að marki. Eitt besta færi fyrri hálfleiks féll svo í skaut Raheem Sterling en hann komst einn í gegn. Í staðinn fyrir að skjóta almennilega reyndi hann að lyfta boltanum yfir Guzan en tilraunin var algjörlega misheppnuð og Guzan greip boltann auðveldlega. Eftir rúmlega 40 mínútna leik átti varnarmaður Villa skot að marki af löngu færi og átti Mignolet í bölvuðu basli með skotið en hann náði þó stjórn á boltanum í annari tilraun. Skömmu síðar ógnuðu heimamenn aftur er Cleverley komst inní teiginn vinstra megin en hann lyfti boltanum yfir Mignolet og markið í leiðinni.
Staðan var 0-1 þegar flautað var til hálfleiks og líkt og í þeim fyrri voru gestirnir fyrstir til að ógna markinu í seinni hálfleik. Hornspyrna endaði á höfðinu á Skrtel sem skallaði að marki, Guzan í markinu rétt náði að koma við boltann sem var nóg til þess að hann hafnaði í stönginni. Emre Can náði boltanum en örskömmu síðar flautaði dómarinn aukaspyrnu og færið rann út í sandinn.
Eftir þetta voru Villa menn mun meira ógnandi og eftir klukkutíma leik gerði Mignolet gríðarlega vel þegar há sending inn að vítateig var skölluð inná teiginn þar sem Benteke var kominn í gott skotfæri. Hann þrumaði að marki en landi hans varði vel, færið var þó ekki búið og Mignolet var fljótur á fætur til að kýla í burtu sendingu sem stefndi beint á kollinn á Weimann inná miðjum markteig. Sex mínútum síðar skapaðist aftur hætta uppvið mark gestanna er Weimann og Gil áttu gott samspil inní teiginn. Síðasta sendingin var þó slök og Henderson bægði hættunni frá. Uppúr hornspyrnunni fékk Baker svo frían skalla inná vítateig en skallinn fór yfir, sem betur fer því Mignolet var í hálfgerðri skógarferð og átti ekki möguleika í boltann.
Eftir því sem leið á leikinn virtust heimamenn missa móðinn, Rodgers gerði tvær breytingar á 71. mínútu, José Enrique og Rickie Lambert komu inn í stað Moreno og Borini. Á 78. mínútu átti Lucas af öllum mönnum svo gott skot að marki sem Guzan í markinu varði vel. Uppúr hornspyrnunni kom svo seinna mark leiksins. Spyrnan var ekki góð og heimamenn reyndu að komast í skyndisókn. Sterling vann boltann fyrir framan teiginn og sendi hann til hægri á Lambert. Hann lagði boltann fyrir sig og þrumaði að marki. Skotið var gott og hafnaði í fjærhorninu óverjandi fyrir Guzan. Ef fyrra markinu var vel fagnað þá er það ofsögum sagt miðað við það seinna en Lambert og félagar stukku til stuðningsmanna Liverpool og fögnuðurinn var gríðarlegur.
Fátt markvert gerðist það sem eftir lifði leiks, Jordon Ibe fékk að koma við sögu á lokamínútum leiksins og var hann líflegur fram á við. Lokaflauti dómarans var því vel fagnað og þrjú stig í höfn.
Aston Villa: Guzan, Hutton, Okore, Baker, Cissokho, Sánchez, Westwood (Gil de Pareja Vicent, 59. mín.), Delph, Cleverley (Weimann, 59. mín.), Benteke, Agbonlahor. Ónotaðir varamenn: Given, Lowton, N'Zogbia, Richardson, Bacuna.
Gult spjald: Okore.
Liverpool: Mignolet, Sakho, Skrtel, Can, Moreno (José Enrique, 71. mín.), Markovic, Lucas, Henderson, Coutinho, Sterling (Ibe, 85. mín.), Borini (Lambert, 71. mín.). Ónotaðir varamenn: Ward, Manquillo, Williams, Lallana.
Mörk Liverpool: Fabio Borini (24. mín.) og Rickie Lambert (79. mín.).
Gult spjald: Lambert.
Áhorfendur á Villa Park: 39.758.
Maður leiksins: Það er líklega við hæfi að velja sóknarmann liðsins mann leiksins núna. Erfitt er hinsvegar að gera upp á milli Borini og Lambert sem sáu um markaskorunina að þessu sinni. Borini var að skora sitt fyrsta mark á tímabilinu og Lambert aðeins sitt annað deildarmark og ekki þarf að fjölyrða um markaþurrðina hjá sóknarmönnum félagsins á tímabilinu. En þetta small hjá þeim að þessu sinni og saman fá þeir nafnbótina menn leiksins.
Brendan Rodgers: ,,Við höfum náð aftur í það sem hefur einkennt okkur undanfarin tvö ár. Það er öllum ljóst að fyrstu fjóra mánuði þessa tímabils vorum við ekki nálægt þeim standard sem við erum vanir. Við þurftum að finna lausn á því. Við breyttum kerfinu fyrir leikinn við Manchester United og þótt við höfum tapað þeim leik sá ég í leik okkar það lið sem mér fannst best til að koma okkur í gang. Það hefur verið mikil og erfið vinna að snúa þessu við. Leikmennirnir hafa sjálfstraustið núna til að standa sig vel og þeir hafa lagt sig mikið fram."
Fróðleikur:
- Liverpool er núna taplaust í síðustu 8 leikjum.
- Síðustu fimm útileikir hafa allir unnist, þar af eru þrír leikir í deildinni, einn í Deildarbikar og einn í FA bikar.
- Fabio Borini skoraði sitt fyrsta mark á tímabilinu.
- Ítalinn hefur aðeins skorað þrjú mörk með Liverpool á sínum ferli en honum til varnar hafa tækifærin ekki verið gríðarlega mikil.
- Rickie Lambert skoraði sitt þriðja mark fyrir félagið, hans annað í deildinni.
- Jordon Ibe spilaði sinn þriðja deildarleik fyrir félagið.
Hér má sjá myndir úr leiknum.
Brendan Rodgers gerði eina breytingu frá síðasta leik, eins og við var að búast var Steven Gerrard ekki alveg klár í slaginn og Raheem Sterling byrjaði leikinn. Á bekknum var svo helst litið til Adam Lallana og Jordon Ibe en sá fyrrnefndi var búinn að ná sér af meiðslum fyrr en áætlað var og Ibe var kominn til baka eftir að hafa verið á láni hjá Derby County. Ungliðinn Jordan Williams var einnig á bekknum.
Gestirnir byrjuðu betur í leiknum og voru meira ógnandi og boltinn lá í markinu eftir rúmlega korters leik. Markið var hinsvegar dæmt af þar sem línuvörðurinn flaggaði markaskorarann Alberto Moreno rangstæðan en tæpt var það. Liverpool menn þurtu þó ekki að bíða lengi eftir að skora löglegt mark en það kom á 24. mínútu. Innkast var tekið úti hægra megin og góð sending kom til Jordan Henderson sem aftur átti frábæra sendingu fyrir markið þar sem Fabio Borini var mættur til að setja boltann í markið. Aftur vildu heimamenn fá rangstöðu en klárlega var ekki um slíkt að ræða að mati línuvarðarins, markinu var því vel fagnað.
Coutinho var næstur til að reyna sig uppvið mark andstæðinganna en skalli hans hafnaði í höndum Guzan í markinu. Hinumegin þurfti svo Mamadou Sakho að vera fljótur til að komast í veg fyrir skot Benteke að marki. Eitt besta færi fyrri hálfleiks féll svo í skaut Raheem Sterling en hann komst einn í gegn. Í staðinn fyrir að skjóta almennilega reyndi hann að lyfta boltanum yfir Guzan en tilraunin var algjörlega misheppnuð og Guzan greip boltann auðveldlega. Eftir rúmlega 40 mínútna leik átti varnarmaður Villa skot að marki af löngu færi og átti Mignolet í bölvuðu basli með skotið en hann náði þó stjórn á boltanum í annari tilraun. Skömmu síðar ógnuðu heimamenn aftur er Cleverley komst inní teiginn vinstra megin en hann lyfti boltanum yfir Mignolet og markið í leiðinni.
Staðan var 0-1 þegar flautað var til hálfleiks og líkt og í þeim fyrri voru gestirnir fyrstir til að ógna markinu í seinni hálfleik. Hornspyrna endaði á höfðinu á Skrtel sem skallaði að marki, Guzan í markinu rétt náði að koma við boltann sem var nóg til þess að hann hafnaði í stönginni. Emre Can náði boltanum en örskömmu síðar flautaði dómarinn aukaspyrnu og færið rann út í sandinn.
Eftir þetta voru Villa menn mun meira ógnandi og eftir klukkutíma leik gerði Mignolet gríðarlega vel þegar há sending inn að vítateig var skölluð inná teiginn þar sem Benteke var kominn í gott skotfæri. Hann þrumaði að marki en landi hans varði vel, færið var þó ekki búið og Mignolet var fljótur á fætur til að kýla í burtu sendingu sem stefndi beint á kollinn á Weimann inná miðjum markteig. Sex mínútum síðar skapaðist aftur hætta uppvið mark gestanna er Weimann og Gil áttu gott samspil inní teiginn. Síðasta sendingin var þó slök og Henderson bægði hættunni frá. Uppúr hornspyrnunni fékk Baker svo frían skalla inná vítateig en skallinn fór yfir, sem betur fer því Mignolet var í hálfgerðri skógarferð og átti ekki möguleika í boltann.
Eftir því sem leið á leikinn virtust heimamenn missa móðinn, Rodgers gerði tvær breytingar á 71. mínútu, José Enrique og Rickie Lambert komu inn í stað Moreno og Borini. Á 78. mínútu átti Lucas af öllum mönnum svo gott skot að marki sem Guzan í markinu varði vel. Uppúr hornspyrnunni kom svo seinna mark leiksins. Spyrnan var ekki góð og heimamenn reyndu að komast í skyndisókn. Sterling vann boltann fyrir framan teiginn og sendi hann til hægri á Lambert. Hann lagði boltann fyrir sig og þrumaði að marki. Skotið var gott og hafnaði í fjærhorninu óverjandi fyrir Guzan. Ef fyrra markinu var vel fagnað þá er það ofsögum sagt miðað við það seinna en Lambert og félagar stukku til stuðningsmanna Liverpool og fögnuðurinn var gríðarlegur.
Fátt markvert gerðist það sem eftir lifði leiks, Jordon Ibe fékk að koma við sögu á lokamínútum leiksins og var hann líflegur fram á við. Lokaflauti dómarans var því vel fagnað og þrjú stig í höfn.
Aston Villa: Guzan, Hutton, Okore, Baker, Cissokho, Sánchez, Westwood (Gil de Pareja Vicent, 59. mín.), Delph, Cleverley (Weimann, 59. mín.), Benteke, Agbonlahor. Ónotaðir varamenn: Given, Lowton, N'Zogbia, Richardson, Bacuna.
Gult spjald: Okore.
Liverpool: Mignolet, Sakho, Skrtel, Can, Moreno (José Enrique, 71. mín.), Markovic, Lucas, Henderson, Coutinho, Sterling (Ibe, 85. mín.), Borini (Lambert, 71. mín.). Ónotaðir varamenn: Ward, Manquillo, Williams, Lallana.
Mörk Liverpool: Fabio Borini (24. mín.) og Rickie Lambert (79. mín.).
Gult spjald: Lambert.
Áhorfendur á Villa Park: 39.758.
Maður leiksins: Það er líklega við hæfi að velja sóknarmann liðsins mann leiksins núna. Erfitt er hinsvegar að gera upp á milli Borini og Lambert sem sáu um markaskorunina að þessu sinni. Borini var að skora sitt fyrsta mark á tímabilinu og Lambert aðeins sitt annað deildarmark og ekki þarf að fjölyrða um markaþurrðina hjá sóknarmönnum félagsins á tímabilinu. En þetta small hjá þeim að þessu sinni og saman fá þeir nafnbótina menn leiksins.
Brendan Rodgers: ,,Við höfum náð aftur í það sem hefur einkennt okkur undanfarin tvö ár. Það er öllum ljóst að fyrstu fjóra mánuði þessa tímabils vorum við ekki nálægt þeim standard sem við erum vanir. Við þurftum að finna lausn á því. Við breyttum kerfinu fyrir leikinn við Manchester United og þótt við höfum tapað þeim leik sá ég í leik okkar það lið sem mér fannst best til að koma okkur í gang. Það hefur verið mikil og erfið vinna að snúa þessu við. Leikmennirnir hafa sjálfstraustið núna til að standa sig vel og þeir hafa lagt sig mikið fram."
Fróðleikur:
- Liverpool er núna taplaust í síðustu 8 leikjum.
- Síðustu fimm útileikir hafa allir unnist, þar af eru þrír leikir í deildinni, einn í Deildarbikar og einn í FA bikar.
- Fabio Borini skoraði sitt fyrsta mark á tímabilinu.
- Ítalinn hefur aðeins skorað þrjú mörk með Liverpool á sínum ferli en honum til varnar hafa tækifærin ekki verið gríðarlega mikil.
- Rickie Lambert skoraði sitt þriðja mark fyrir félagið, hans annað í deildinni.
- Jordon Ibe spilaði sinn þriðja deildarleik fyrir félagið.
Hér má sjá myndir úr leiknum.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Vopnahlésdagurinn -
| Sf. Gutt
Mikil jákvæðni hjá félaginu -
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu
Fréttageymslan