| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Átta leikir án taps
Liverpool liðið er á góðu skriði þessa dagana. Enska pressan, sem var nálægt því að taka Brendan Rodgers af lífi í desember, fer nú fögrum orðum um stjórann og talar um viðsnúninginn sem mikið afrek.
Vendipunkturinn á þessu vonbrigðatímabili var 14. desember, þegar Liverpool tapaði illa fyrir Manchester United á Old Trafford. Síðan þá hefur liðið leikið 8 leiki án þess að bíða lægri hlut. Unnið 6 og gert 2 jafntefli, gegn Arsenal og Leicester heima. Í leiknum gegn Man. U. breytti Rodgers um kerfi, fór í þriggja miðvarða kerfið sem hann hefur haldið síðan, og það hefur gefist vel.
Í bresku pressunni í dag er mikið fjallað um þetta bætta gengi Liverpool og Rodgers er hrósað fyrir að umbylta liðinu og finna leiðir til að stoppa í götin á hriplekri vörninni. Sparkspekingar Telegraph, Independent og Daily Mail tala um að þriggja miðvarða kerfið henti þeim mannskap sem Rodgers hefur yfir að ráða í dag mun betur og hrósa stjóranum einnig fyrir það hvernig hann hefur höndlað málefni Simon Mignolet, sem hefur að stærstum hluta átt afleitt tímabil. „Simon Mignolet fann botninn fyrir mánuði síðan þegar hann var settur á bekkinn á Old Trafford. Nú, rétt rúmum mánuði síðar sýndi hann hvers hann mikið öryggi og spilaði heilar 90 mínútur eins og sá sem valdið hefur", svo vitnað sé næstum því beint í Daily Mail.
Í Liverpool Echo er leikmönnum einnig hrósað fyrir baráttuþrek og samstöðu. „Liðið hefur alltof oft brotnað þegar andstæðingurinn gerist ágengur. Bakkað of mikið og fengið á sig mörk sem hefði átt að vera hægt að koma í veg fyrir með því að sýna ákveðni, kjark og dug. Í gær sýndu menn að fótbolti snýst ekkert alltaf um að sýna glæsileg tilþrif með boltann. Hver leikmaðurinn af öðrum fórnaði sér og fleygði sér í tæklingar og skallaeinvígi til þess að reyna að varna því að andstæðingarnir skoruðu. Það skilaði sér í hreinu búri, sem hefur aldeilis ekki verið algengt hingað til í vetur", segir í Liverpool Echo.
Brendan Rodgers er einnig ánægður með gang mála. Á blaðamannafundi eftir leikinn í gær sagðist hann sáttur við árangur liðsins í undanförnum leikjum, en tók þó fram að liðið ætti enn langt í land.
„Ég er ánægður með þá framför sem liðið hefur sýnt að undanförnu. Fyrstu fjórir mánuðir tímabilsins voru okkur mjög erfiðir, en nú erum við að rétta úr kútnum. Við getum samt bætt okkur mikið. Þetta er endalaus vinna og ég verð að hrósa leikmönnunum fyrir þann dugnað sem þeir hafa sýnt."
„Við erum með marga unga stráka og það er ekkert sjálfgefið að þeir skilji að sama hversu illa gengur þá sé verið að vinna eftir plani sem muni skila árangri síðar meir. Okkar leikmenn hafa lagt sig 100% fram allan tíman og nú erum við loksins að sjá árangurinn af þeirri vinnu."
Þá var Rodgers spurður út í leikkerfið sem liðið hefur notað frá því um miðjan desember.
„Þetta leikkerfi hentar okkur vel í augnablikinu, en eins og ég hef alltaf sagt þá skiptir ekki höfuðmáli hvaða kerfi er spilað. Aðalatriðið er vinnusemin og dýnamíkin í liðinu. Ef menn mæta ákveðnir í leikina og eru tilbúnir til þess að pressa hátt og vinna vel hver fyrir annan út um allan völl, þá gengur allt miklu betur. Spilastíll okkar á alltaf að vera sá sami, óháð því hvaða leikkerfi er í gangi, en í augnablikinu hentar þetta þriggja miðvarða kerfi vel."
Rodgers gerði einnig góða frammistöðu Simon Mignolet að umtalsefni á blaðamannafundinum.
„Ég var virkilega ánægður með Simon í gær. Það reyndi ekkert óskaplega mikið á hann, en þegar hann þurfti að grípa inn í þá gerði hann það af miklu öryggi. Hann varði þau skot sem hann fékk á sig mjög vel, í eitt skiptið frábærlega, en ég er ennþá ánægðari með hversu sterkur hann var í úthlaupum. Villa menn voru duglegir við að dæla boltanum inn í teiginn á Benteke, sem er gríðarlega sterkur í loftinu, en Simon átti ekki í neinum vandræðum með það. Hann var rólegur og yfirvegaður allan tímann."
Vendipunkturinn á þessu vonbrigðatímabili var 14. desember, þegar Liverpool tapaði illa fyrir Manchester United á Old Trafford. Síðan þá hefur liðið leikið 8 leiki án þess að bíða lægri hlut. Unnið 6 og gert 2 jafntefli, gegn Arsenal og Leicester heima. Í leiknum gegn Man. U. breytti Rodgers um kerfi, fór í þriggja miðvarða kerfið sem hann hefur haldið síðan, og það hefur gefist vel.
Í bresku pressunni í dag er mikið fjallað um þetta bætta gengi Liverpool og Rodgers er hrósað fyrir að umbylta liðinu og finna leiðir til að stoppa í götin á hriplekri vörninni. Sparkspekingar Telegraph, Independent og Daily Mail tala um að þriggja miðvarða kerfið henti þeim mannskap sem Rodgers hefur yfir að ráða í dag mun betur og hrósa stjóranum einnig fyrir það hvernig hann hefur höndlað málefni Simon Mignolet, sem hefur að stærstum hluta átt afleitt tímabil. „Simon Mignolet fann botninn fyrir mánuði síðan þegar hann var settur á bekkinn á Old Trafford. Nú, rétt rúmum mánuði síðar sýndi hann hvers hann mikið öryggi og spilaði heilar 90 mínútur eins og sá sem valdið hefur", svo vitnað sé næstum því beint í Daily Mail.
Í Liverpool Echo er leikmönnum einnig hrósað fyrir baráttuþrek og samstöðu. „Liðið hefur alltof oft brotnað þegar andstæðingurinn gerist ágengur. Bakkað of mikið og fengið á sig mörk sem hefði átt að vera hægt að koma í veg fyrir með því að sýna ákveðni, kjark og dug. Í gær sýndu menn að fótbolti snýst ekkert alltaf um að sýna glæsileg tilþrif með boltann. Hver leikmaðurinn af öðrum fórnaði sér og fleygði sér í tæklingar og skallaeinvígi til þess að reyna að varna því að andstæðingarnir skoruðu. Það skilaði sér í hreinu búri, sem hefur aldeilis ekki verið algengt hingað til í vetur", segir í Liverpool Echo.
Brendan Rodgers er einnig ánægður með gang mála. Á blaðamannafundi eftir leikinn í gær sagðist hann sáttur við árangur liðsins í undanförnum leikjum, en tók þó fram að liðið ætti enn langt í land.
„Ég er ánægður með þá framför sem liðið hefur sýnt að undanförnu. Fyrstu fjórir mánuðir tímabilsins voru okkur mjög erfiðir, en nú erum við að rétta úr kútnum. Við getum samt bætt okkur mikið. Þetta er endalaus vinna og ég verð að hrósa leikmönnunum fyrir þann dugnað sem þeir hafa sýnt."
„Við erum með marga unga stráka og það er ekkert sjálfgefið að þeir skilji að sama hversu illa gengur þá sé verið að vinna eftir plani sem muni skila árangri síðar meir. Okkar leikmenn hafa lagt sig 100% fram allan tíman og nú erum við loksins að sjá árangurinn af þeirri vinnu."
Þá var Rodgers spurður út í leikkerfið sem liðið hefur notað frá því um miðjan desember.
„Þetta leikkerfi hentar okkur vel í augnablikinu, en eins og ég hef alltaf sagt þá skiptir ekki höfuðmáli hvaða kerfi er spilað. Aðalatriðið er vinnusemin og dýnamíkin í liðinu. Ef menn mæta ákveðnir í leikina og eru tilbúnir til þess að pressa hátt og vinna vel hver fyrir annan út um allan völl, þá gengur allt miklu betur. Spilastíll okkar á alltaf að vera sá sami, óháð því hvaða leikkerfi er í gangi, en í augnablikinu hentar þetta þriggja miðvarða kerfi vel."
Rodgers gerði einnig góða frammistöðu Simon Mignolet að umtalsefni á blaðamannafundinum.
„Ég var virkilega ánægður með Simon í gær. Það reyndi ekkert óskaplega mikið á hann, en þegar hann þurfti að grípa inn í þá gerði hann það af miklu öryggi. Hann varði þau skot sem hann fékk á sig mjög vel, í eitt skiptið frábærlega, en ég er ennþá ánægðari með hversu sterkur hann var í úthlaupum. Villa menn voru duglegir við að dæla boltanum inn í teiginn á Benteke, sem er gríðarlega sterkur í loftinu, en Simon átti ekki í neinum vandræðum með það. Hann var rólegur og yfirvegaður allan tímann."
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan