| Sf. Gutt
Rickie Lambert innsiglaði sigur Liverpool á Aston Villa á laugardaginn. Þegar hann hafði spyrnt boltanum í markið hljóp hann til stuðningsmanna Liverpool með félögum sínum og fagnaði ógurlega. Stuðningsmenn Liverpool trylltust líka og Rickie segir þetta hafa verið ógleymanlega stund. Hann hafði meðal annars þetta að segja í viðtali við Liverpoolfc.com eftir leikinn.
,,Ég mun aldrei gleyma því þegar ég hljóp til stuðningsmannanna. Þetta var frábært. Algjörlega magnað. Það er alltaf frábært að skora en það er alveg ótrúlegt að skora fyrir Liverpool. Það var frábært að sjá boltann fara inn. Maður vill auðvitað láta til sín taka og best er að gera það með því að skora fyrir félagið mitt."
Það er ekkert undarlegt við að Rickie fagni innilega þegar hann skorar fyrir Liverpool því hann hefur verið stuðningsmaður Rauða hersins frá barnæsku.
,,Mér fannst við spila enn og aftur stórvel. Mér finnst við verða betri með hverri vikunni og það er stígandi hjá okkur. Aftur fannst mér við vinna sanngjarnan sigur."
Fabio Borini skoraði sitt fyrsta mark á leiktíðinni og Rickie gladdist fyrir hönd ítalska sóknarmannsins sem hefur átt erfitt uppdráttar.
,,Ég gladdist fyrir hönd Fabio. Þetta var glæsilegt mark. Hann er búinn að standa sig vel. Hann átti fínan leik á móti Sunderland og stóð sig vel í dag. Hann skilaði sinni stöðu mjög vel og náði að skora."
Nú er að vona að sóknarmenn Liverpool fari að bæta enn fleiri mörkum við í næstu leikjum.
TIL BAKA
Ógleymanlegt
Rickie Lambert innsiglaði sigur Liverpool á Aston Villa á laugardaginn. Þegar hann hafði spyrnt boltanum í markið hljóp hann til stuðningsmanna Liverpool með félögum sínum og fagnaði ógurlega. Stuðningsmenn Liverpool trylltust líka og Rickie segir þetta hafa verið ógleymanlega stund. Hann hafði meðal annars þetta að segja í viðtali við Liverpoolfc.com eftir leikinn.
,,Ég mun aldrei gleyma því þegar ég hljóp til stuðningsmannanna. Þetta var frábært. Algjörlega magnað. Það er alltaf frábært að skora en það er alveg ótrúlegt að skora fyrir Liverpool. Það var frábært að sjá boltann fara inn. Maður vill auðvitað láta til sín taka og best er að gera það með því að skora fyrir félagið mitt."
Það er ekkert undarlegt við að Rickie fagni innilega þegar hann skorar fyrir Liverpool því hann hefur verið stuðningsmaður Rauða hersins frá barnæsku.
,,Mér fannst við spila enn og aftur stórvel. Mér finnst við verða betri með hverri vikunni og það er stígandi hjá okkur. Aftur fannst mér við vinna sanngjarnan sigur."
Fabio Borini skoraði sitt fyrsta mark á leiktíðinni og Rickie gladdist fyrir hönd ítalska sóknarmannsins sem hefur átt erfitt uppdráttar.
,,Ég gladdist fyrir hönd Fabio. Þetta var glæsilegt mark. Hann er búinn að standa sig vel. Hann átti fínan leik á móti Sunderland og stóð sig vel í dag. Hann skilaði sinni stöðu mjög vel og náði að skora."
Nú er að vona að sóknarmenn Liverpool fari að bæta enn fleiri mörkum við í næstu leikjum.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan