| Sf. Gutt
Það er ekki hægt að segja annað en allt sé undir á Stamford Bridge annað kvöld. Liverpool á kost á því að vinna sér farmiða í úrslitaleik á stórmóti og slíkt gerist ekki á hverjum degi. Liverpool hefur ekki komist í úrslitaleik í stórkeppni frá því að liðið tapaði 2:1 í úrslitaleik F.A. bikarsins vorið 2012 og það einmitt fyrir Chelsea. Reyndar vannst síðasti stórtitill á sömu leiktíðinni þegar Liverpool herjaði fram sigur, undir stjórn Kenny Dalglish, á Cardiff í vítaspyrnukeppni og vann Deildarbikarinn í áttunda sinn.
Chelsea stendur betur að vígi eftir fyrri leik liðanna í þessari undanúrslitarimmu í síðustu viku. Þeir fóru heim til London með 1:1 jafntefli í leik sem Liverpool hefði átt að vinna miðað við gang leiksins. En hvernig getur Liverpool komist áfram?
Það segir sér sjálft að einfaldast er fyrir Liverpool að vinna leikinn. Endi leikurinn 1:1 verður framlengt. Verði ekkert skorað í framlengingu og staðan enn 1:1 tekur vítaspyrnukeppni við. Verði jafnt 2:2 eða yfir það verður framlengt. Útimörk taka ekki gildi fyrr en eftir framlengingu í Deildarbikarnum og því gæti Liverpool farið áfram verði jafntefli 2:2 eða þar yfir eftir framlenginu. Það getur því margt gerst en sigur Liverpool gerir út um allt!
Chelsea féll úr leik í F.A. bikarnum á laugardaginn eftir ein óvæntustu úrslit í sögu keppninnar þegar liðið tapaði 2:4 á heimavelli fyrir Bradford! Það er því líklegt að menn Jose Mourinho komi illa særðir til leiks annað kvöld. Liverpool, sem reyndar vann ekki heldur um helgina en er þó enn með, þyrfti að komast yfir til að herja á þá Bláu og reyna að slá þá út af laginu eftir niðurlæginguna um helgina.
Steven Gerrard kemur að öllum líkindum inn í liðið eftir að hafa hvílt á móti Bolton. Fleiri breytingar verða örugglega því Brendan stillti upp nokkuð breyttu liði um helgina frá síðustu leikjum. Norður Írinn hefur sína bestu menn leikfæra og nú er að sjá hvort hann kemur Liverpool í fyrsta sinn í úrslitaleik. Liverpool þarf að fara að vinna titil og Steven Gerrard er á sinni síðustu leiktíð. Titill verður að vinnast fyrir Steven og stuðningsmenn Rauða hersins og Deildarbikarinn er þriðji stærsti titillinn sem hægt er að vinna á Englandi!
Ég spái því að Liverpool vinni að því einhverjum finnst óvæntan sigur 0:1. Philippe Coutinho skorar markið sem kemur Liverpool á Wembley. Trúin verður að vera til staðar eigi draumar að rætast!
YNWA
TIL BAKA
Spáð í spilin
Það er ekki hægt að segja annað en allt sé undir á Stamford Bridge annað kvöld. Liverpool á kost á því að vinna sér farmiða í úrslitaleik á stórmóti og slíkt gerist ekki á hverjum degi. Liverpool hefur ekki komist í úrslitaleik í stórkeppni frá því að liðið tapaði 2:1 í úrslitaleik F.A. bikarsins vorið 2012 og það einmitt fyrir Chelsea. Reyndar vannst síðasti stórtitill á sömu leiktíðinni þegar Liverpool herjaði fram sigur, undir stjórn Kenny Dalglish, á Cardiff í vítaspyrnukeppni og vann Deildarbikarinn í áttunda sinn.
Chelsea stendur betur að vígi eftir fyrri leik liðanna í þessari undanúrslitarimmu í síðustu viku. Þeir fóru heim til London með 1:1 jafntefli í leik sem Liverpool hefði átt að vinna miðað við gang leiksins. En hvernig getur Liverpool komist áfram?
Það segir sér sjálft að einfaldast er fyrir Liverpool að vinna leikinn. Endi leikurinn 1:1 verður framlengt. Verði ekkert skorað í framlengingu og staðan enn 1:1 tekur vítaspyrnukeppni við. Verði jafnt 2:2 eða yfir það verður framlengt. Útimörk taka ekki gildi fyrr en eftir framlengingu í Deildarbikarnum og því gæti Liverpool farið áfram verði jafntefli 2:2 eða þar yfir eftir framlenginu. Það getur því margt gerst en sigur Liverpool gerir út um allt!
Chelsea féll úr leik í F.A. bikarnum á laugardaginn eftir ein óvæntustu úrslit í sögu keppninnar þegar liðið tapaði 2:4 á heimavelli fyrir Bradford! Það er því líklegt að menn Jose Mourinho komi illa særðir til leiks annað kvöld. Liverpool, sem reyndar vann ekki heldur um helgina en er þó enn með, þyrfti að komast yfir til að herja á þá Bláu og reyna að slá þá út af laginu eftir niðurlæginguna um helgina.
Steven Gerrard kemur að öllum líkindum inn í liðið eftir að hafa hvílt á móti Bolton. Fleiri breytingar verða örugglega því Brendan stillti upp nokkuð breyttu liði um helgina frá síðustu leikjum. Norður Írinn hefur sína bestu menn leikfæra og nú er að sjá hvort hann kemur Liverpool í fyrsta sinn í úrslitaleik. Liverpool þarf að fara að vinna titil og Steven Gerrard er á sinni síðustu leiktíð. Titill verður að vinnast fyrir Steven og stuðningsmenn Rauða hersins og Deildarbikarinn er þriðji stærsti titillinn sem hægt er að vinna á Englandi!
Ég spái því að Liverpool vinni að því einhverjum finnst óvæntan sigur 0:1. Philippe Coutinho skorar markið sem kemur Liverpool á Wembley. Trúin verður að vera til staðar eigi draumar að rætast!
YNWA
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Vopnahlésdagurinn -
| Sf. Gutt
Mikil jákvæðni hjá félaginu -
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu
Fréttageymslan