| Sf. Gutt
Í dag eru níu ár liðin frá því ein óvæntasta en um leið gleðilegasta endurkoma í sögu Liverpool átti sér stað. Robbie Fowler kom þá óvænt heim eftir að hafa verið að heiman frá því árið 2001 en þá var hann seldur til Leeds United. Til Liverpool kom hann frá Manchester City. Menn þar á bæ leyfðu honum að fara heim án greiðslu þegar Rafael Benítez spurðist fyrir um hvort hægt væri að fá ,,Guð" heim til Liverpool. Óhætt er að segja að stuðningsmenn Liverpool um veröld alla hafi ekki ráðið sér fyrir kæti.
Robbie Fowler afrekaði eitt og annað á ferli sínum og gleðiefnin voru fjölmörg. Á síðasta ári var Robbie Fowler heiðursgestur á árshátíð Liverpool klúbbsins á Íslandi. Ég átti tal við hann og hann sagði mér meðal annars að endurkoman til Liverpool hafi verið það allra besta sem hann upplifði á ferlinum. Í viðtali við Rauða herinn og LFC history.net sagði hann meðal annars þetta um endurkomuna.
,,Ég yfirgaf Liverpool og ég er ánægður með það því þá kunni ég að meta hversu gott og einstakt þetta félag er. En það er erfitt að koma orðum að því ef ég á að reyna að lýsa því hvernig það var að fá tækifæri til að koma aftur. Ég mun aldrei gleyma þeirri upplifun og sérstaklega fyrsta leiknum, gegn Birmingham, þegar ég kom inn á sem varamaður. Það er ekki hægt að lýsa því í rituðu máli. Þetta mun verða greypt í huga minn svo lengi sem ég lifi."
Robbie gerði fyrst samning til vors 2006 en fékk svo árs viðbót við samninginn. Á þessari einu og hálfu leiktíð sem bættist við feril hans hjá Liverpool bætti hann við leikjum og mörkum. Robbie lauk ferli sínum hjá Liverpool vorið 2007. Þá hafði hann spilað 369 leiki og skorað 183 mörk. Nú til dags vinnur hann að hluta til hjá Liverpool sem sendiherra félagsins.
TIL BAKA
Það var fyrir níu árum!
Í dag eru níu ár liðin frá því ein óvæntasta en um leið gleðilegasta endurkoma í sögu Liverpool átti sér stað. Robbie Fowler kom þá óvænt heim eftir að hafa verið að heiman frá því árið 2001 en þá var hann seldur til Leeds United. Til Liverpool kom hann frá Manchester City. Menn þar á bæ leyfðu honum að fara heim án greiðslu þegar Rafael Benítez spurðist fyrir um hvort hægt væri að fá ,,Guð" heim til Liverpool. Óhætt er að segja að stuðningsmenn Liverpool um veröld alla hafi ekki ráðið sér fyrir kæti.
Robbie Fowler afrekaði eitt og annað á ferli sínum og gleðiefnin voru fjölmörg. Á síðasta ári var Robbie Fowler heiðursgestur á árshátíð Liverpool klúbbsins á Íslandi. Ég átti tal við hann og hann sagði mér meðal annars að endurkoman til Liverpool hafi verið það allra besta sem hann upplifði á ferlinum. Í viðtali við Rauða herinn og LFC history.net sagði hann meðal annars þetta um endurkomuna.
,,Ég yfirgaf Liverpool og ég er ánægður með það því þá kunni ég að meta hversu gott og einstakt þetta félag er. En það er erfitt að koma orðum að því ef ég á að reyna að lýsa því hvernig það var að fá tækifæri til að koma aftur. Ég mun aldrei gleyma þeirri upplifun og sérstaklega fyrsta leiknum, gegn Birmingham, þegar ég kom inn á sem varamaður. Það er ekki hægt að lýsa því í rituðu máli. Þetta mun verða greypt í huga minn svo lengi sem ég lifi."
Robbie gerði fyrst samning til vors 2006 en fékk svo árs viðbót við samninginn. Á þessari einu og hálfu leiktíð sem bættist við feril hans hjá Liverpool bætti hann við leikjum og mörkum. Robbie lauk ferli sínum hjá Liverpool vorið 2007. Þá hafði hann spilað 369 leiki og skorað 183 mörk. Nú til dags vinnur hann að hluta til hjá Liverpool sem sendiherra félagsins.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga!
Fréttageymslan