| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Spáð í spilin
Liverpool heimsækir nágranna sína í Bolton annað kvöld, í slag um sæti í 5. umferð FA bikarsins. Fyrri leikurinn endaði 0-0 og því þurfa liðin að mætast aftur. Í þetta sinn verður leikið til þrautar.
Liverpool hefur ekki gengið allt of vel með Bolton í FA bikarnum. Liðin hafa dregist saman 8 sinnum og í 6 skipti af þessum 8 hefur Bolton slegið okkar menn út. Það er merkilega lélegur árangur, en rétt eins og allar aðrar sögulegar staðreyndir hefur þessi óþægilega tölfræði ekkert gildi þegar út í leikinn er komið. Það er allavega ósköp einfalt að draumur okkar allra um það að Steven Gerrard kveðji Liverpool með því að lyfta FA bikarnum á afmælisdaginn rætist ekki nema Bolton verði rutt úr vegi á morgun.
Elstu menn muna vart önnur eins rólegheit í janúar glugganum hjá Liverpool, en öðru máli gegnir um Bolton. Filip Twardzik, Barry Bannan (á láni frá Crystal Palace), Simeon Slavchev (á láni frá Sporting), Saidy Janko (á láni frá Man. Utd.), Adam le Fondre (á láni frá Cardiff), Rochinha (á láni frá Benfica) og Ben Amos (á láni frá Man.Utd.) bættust allir í leikmannahóp Bolton í janúar. Enginn þessara leikmanna er kannski hrein stórstjarna sem ástæða er til þess að hafa miklar áhyggjur af, en flestir eru ungir og efnilegir og geta gert gagn.
Af öðrum leikmannamálum Bolton er það helst að frétta að fyrrum leikmenn Liverpool, þeir Jay Spearing og Emile Heskey, verða hvorugir með á morgun. Heskey er meiddur, en Spearing er farinn á láni til Blackburn. Þá er markvörðurinn Adam Bogdan einnig meiddur, en hann reyndist okkar mönnum ansi erfiður í leiknum á Anfield. Líklega verður hinn ungi Ben Amos þá í markinu, en hann þykir mikið efni. Hefur m.a. leikið með öllum yngri landsliðum Englendinga.
Annars er fátt um þennan leik að segja í sjálfu sér. Brendan Rodgers getur valið úr svo að segja öllum sínum bestu leikmönnum. Að vísu er fyrirliðinn eitthvað tæpur og kemur ekki í ljós fyrr en rétt fyrir leik hvort hann verður í hópnum á morgun.
Leikjaprógrammið hjá Liverpool næstu daga er ansi stíft. Ef Liverpool kemst áfram í bikarnum eru framundan leikir á 3-4 daga fresti út allan mánuðinn. Það er þessvegna alveg ljóst að Brendan þarf að rúlla liðinu svolítið. Hann hefur gefið það út að það verði farið varlega af stað með Daniel Sturridge, sem átti stórkostlega endurkomu í leiknum gegn West Ham um helgina, þannig að hann mun örugglega ekki byrja á morgun. En það veitir leikmönnum örugglega auka sjálfstraust að vita af honum á bekknum. Eins er Gerrard tæpur eins og áður segir og því nokkuð víst að hann verður í mesta lagi á tréverkinu þegar flautað verður til leiks.
Það freistar Rodgers ábyggilega að hvíla fleiri leikmenn. Til að mynda hafa Henderson og Coutinho spilað ansi þétt að undanförnu og Lucas líka. En ég vona þó að hann stilli upp sæmilega sterku liði á morgun því eins og ég vék að í upphafi þá er það jú draumur okkar allra að landa FA bikarnum í ár, á afmælisdegi fyrirliðans. Það er því ekki nokkurt einasta pláss fyrir mistök gegn miðlungs góðu fyrstu deildarliði Bolton.
Ég er ekki nema sæmilega bjartsýnn fyrir þennan leik. Þótt Liverpool sé vitanlega mun sterkara lið en Bolton þá vitum við það öll mæta vel að í enska bikarnum er hvorki spurt um stétt né stöðu. Lærisveinar Neil Lennon munu berjast til síðasta blóðdropa á heimavelli og það er alveg klárt mál að ef okkar menn mæta ekki með hausinn rétt skrúfaðan á þá mun fara illa. Það væri til að mynda skelfilegt að þurfa að hlunkast í gegnum framlengingu. Nóg er nú leikjaálagið samt.
En Liverpool liðið lítur vel út þessa dagana. Vörnin hefur verið góð, Mignolet er allur að koma til og svo var frábær endurkoma Sturridge á laugardaginn mikil lyftistöng fyrir allan hópinn. Ég ætla að leyfa mér að vera bjartsýnn og spá 0-1 sigri - og eigum við ekki bara að segja að Sturridge komi inn á og setji sigurmarkið.
YNWA!
Liverpool hefur ekki gengið allt of vel með Bolton í FA bikarnum. Liðin hafa dregist saman 8 sinnum og í 6 skipti af þessum 8 hefur Bolton slegið okkar menn út. Það er merkilega lélegur árangur, en rétt eins og allar aðrar sögulegar staðreyndir hefur þessi óþægilega tölfræði ekkert gildi þegar út í leikinn er komið. Það er allavega ósköp einfalt að draumur okkar allra um það að Steven Gerrard kveðji Liverpool með því að lyfta FA bikarnum á afmælisdaginn rætist ekki nema Bolton verði rutt úr vegi á morgun.
Elstu menn muna vart önnur eins rólegheit í janúar glugganum hjá Liverpool, en öðru máli gegnir um Bolton. Filip Twardzik, Barry Bannan (á láni frá Crystal Palace), Simeon Slavchev (á láni frá Sporting), Saidy Janko (á láni frá Man. Utd.), Adam le Fondre (á láni frá Cardiff), Rochinha (á láni frá Benfica) og Ben Amos (á láni frá Man.Utd.) bættust allir í leikmannahóp Bolton í janúar. Enginn þessara leikmanna er kannski hrein stórstjarna sem ástæða er til þess að hafa miklar áhyggjur af, en flestir eru ungir og efnilegir og geta gert gagn.
Af öðrum leikmannamálum Bolton er það helst að frétta að fyrrum leikmenn Liverpool, þeir Jay Spearing og Emile Heskey, verða hvorugir með á morgun. Heskey er meiddur, en Spearing er farinn á láni til Blackburn. Þá er markvörðurinn Adam Bogdan einnig meiddur, en hann reyndist okkar mönnum ansi erfiður í leiknum á Anfield. Líklega verður hinn ungi Ben Amos þá í markinu, en hann þykir mikið efni. Hefur m.a. leikið með öllum yngri landsliðum Englendinga.
Annars er fátt um þennan leik að segja í sjálfu sér. Brendan Rodgers getur valið úr svo að segja öllum sínum bestu leikmönnum. Að vísu er fyrirliðinn eitthvað tæpur og kemur ekki í ljós fyrr en rétt fyrir leik hvort hann verður í hópnum á morgun.
Leikjaprógrammið hjá Liverpool næstu daga er ansi stíft. Ef Liverpool kemst áfram í bikarnum eru framundan leikir á 3-4 daga fresti út allan mánuðinn. Það er þessvegna alveg ljóst að Brendan þarf að rúlla liðinu svolítið. Hann hefur gefið það út að það verði farið varlega af stað með Daniel Sturridge, sem átti stórkostlega endurkomu í leiknum gegn West Ham um helgina, þannig að hann mun örugglega ekki byrja á morgun. En það veitir leikmönnum örugglega auka sjálfstraust að vita af honum á bekknum. Eins er Gerrard tæpur eins og áður segir og því nokkuð víst að hann verður í mesta lagi á tréverkinu þegar flautað verður til leiks.
Það freistar Rodgers ábyggilega að hvíla fleiri leikmenn. Til að mynda hafa Henderson og Coutinho spilað ansi þétt að undanförnu og Lucas líka. En ég vona þó að hann stilli upp sæmilega sterku liði á morgun því eins og ég vék að í upphafi þá er það jú draumur okkar allra að landa FA bikarnum í ár, á afmælisdegi fyrirliðans. Það er því ekki nokkurt einasta pláss fyrir mistök gegn miðlungs góðu fyrstu deildarliði Bolton.
Ég er ekki nema sæmilega bjartsýnn fyrir þennan leik. Þótt Liverpool sé vitanlega mun sterkara lið en Bolton þá vitum við það öll mæta vel að í enska bikarnum er hvorki spurt um stétt né stöðu. Lærisveinar Neil Lennon munu berjast til síðasta blóðdropa á heimavelli og það er alveg klárt mál að ef okkar menn mæta ekki með hausinn rétt skrúfaðan á þá mun fara illa. Það væri til að mynda skelfilegt að þurfa að hlunkast í gegnum framlengingu. Nóg er nú leikjaálagið samt.
En Liverpool liðið lítur vel út þessa dagana. Vörnin hefur verið góð, Mignolet er allur að koma til og svo var frábær endurkoma Sturridge á laugardaginn mikil lyftistöng fyrir allan hópinn. Ég ætla að leyfa mér að vera bjartsýnn og spá 0-1 sigri - og eigum við ekki bara að segja að Sturridge komi inn á og setji sigurmarkið.
YNWA!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!
Fréttageymslan