| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Liverpool komið í 5. umferð
Liverpool tryggði sér sæti í 5. umferð FA bikarins í kvöld þegar liðið lagði Eið Smára og félaga í Bolton að velli á Macron Ground.
Liðin skildu jöfn á Anfield fyrir 10 dögum síðan og því þurfti að leika annan leik til þess að skera úr um það hvort liðið færi áfram í 5. umferðina. Sem betur fer tókst Liverpool að klára þetta verkefni, þótt það hefði reyndar vart mátt tæpara standa. Ekki síst er gríðarlega mikils vert að liðið þurfti ekki að fara í aðra framlenginguna á rétt rúmri viku.
Brendan Rodgers stillti upp sterkara liði en margir höfðu spáð fyrir leikinn, sérstaklega í ljósi þess að á laugardaginn bíður liðsins blóðugur nágrannaslagur við Everton. Mest kom á óvart að Steven Gerrard skyldi byrja inn á, en hann hafði verið tæpur fyrir leikinn. Þá fengu Sakho, Coutinho og Sterling ekki hvíldina sem spáð hafði verið. Henderson fékk að hvíla framan af, en kom inn á fljótlega í seinni hálfleik.
Liverpool var sterkara liðið á vellinum í fyrri hálfleik og skapaði sér slatta af ágætis færum. Sterling komst næst því að skora þegar hann skaut í stöngina á 31. mínútu. Auk hans ollu Coutinho og Gerrard Bolton mönnum talsverðum vandræðum í vörninni. Hinum megin var lítið að frétta, ef frá er talið gott færi sem Eiður Smári náði ekki að nýta sér eftir rúmlega korters leik.
Staðan í hálfleik á Macron Ground 0-0 og Sturridge byrjaður að hita upp.
Á 53. mínútu varði Andy Lonergan í marki Bolton vel frá Sterling. Þar munaði afar litlu að Liverpool kæmist yfir, en nokkrum mínútum síðar var Eiður Smári búinn að skora úr víti hinum megin, þvert gegn gangi leiksins - og knattspyrnureglunum, ef út í það er farið. Götustrákurinn Zach Clough lék boltanum inn í teiginn og fleygði sér í jörðina þegar hann sá slóvakíska skriðdrekann Skrtel koma með fullmiklum látum. Roger East dómari féll í gildru Clough og benti á punktinn. Eiður Smári skoraði af miklu öryggi og staðan orðin 1-0 fyrir heimamenn.
7 mínútum síðar fékk Neil Danns í liði Bolton að líta sitt annað gula spjald fyrir harkalega tæklingu á Joe Allen, sem hann hafði líka straujað ansi skrautlega í fyrri hálfleiknum, þegar hann uppskar fyrra gula spjaldið. Eftir að Danns var fokinn útaf breytti Rodgers um takt. Færði Can inn á miðjuna og ýtti liðinu öllu fram.
Það sem eftir lifði leiks má segja að Liverpool hafi verið í stöðugri sókn, ef frá er skilinn slappur skalli Eiðs Smára af markteig úr ágætu færi.
Jordan Henderson skaut í stöng á 75. mínútu og Emre Can smellti boltanum í slána á 83. mínútu, en á 86. mínútu skoraði undrabarnið Raheem Sterling flott mark eftir glæsilega sendingu innfyrir vörnina frá Emre Can. Sterling afgreiddi boltann laglega milli fóta Lonergans. Móttakan glæsileg og afgreiðslan yfirveguð. Staðan orðin jöfn og einungis nokkrar mínútur eftir af venjulegum leiktíma.
Fjórum mínútum síðar gerði annað undrabarn, Philippe Coutinho síðan út um leikinn með stórkostlegu bogaskoti fyrir utan teig. Sláin inn, líklega með örlítilli viðkomu í varnarmanni Bolton. Stórkostlegt mark og úrslitin svo gott sem ráðin.
Niðurstaðan á Macron Ground 1-2 sigur á Bolton og okkar menn komnir áfram í 5. umferð FA bikarsins. Vel af sér vikið.
Liverpool: Mignolet, Can, Skrtel, Sakho, Allen (Sturridge á 70. mín.), Gerrard, Lallana (Henderson á 53. mín.), Moreno, Markovic (Borini á 65. mín.), Coutinho og Sterling. Ónotaðir varamenn: Ward, Lovren, Manquillo, Johnson og Lambert.
Mörk Liverpool: Raheem Sterling á 87. mín. og Philippe Coutinho á 91.mín.
Bolton: Lonergan, Moxey, Mills, Wheater, Reem, Feeney, Dervite, Danns, Vela, Eiður Smári Guðjohnsen og Clough (Trotter á 72. mín.). Ónotaðir varamenn: Fitzsimons, McNoughton, Hall, Threlkeld, Iliev og Walker.
Mark Bolton: Eiður Smári Guðjohnsen, víti, á 59. mín.
Gul spjöld: Wheater og Danns
Rautt spjald: Danns (2 gul)
Áhorfendur á Macron Ground: 25,235.
Maður leiksins: Það er litli Brassinn Coutinho sem er í mínum huga maður leiksins að þessu sinni. Átti sviðið í síðari hálfleik og skoraði sigurmarkið glæsilega.
Brendan Rodgers: „Ég er mjög ánægður með að við skulum vera komnir áfram. Það er vitanlega aðalatriðið. Ég hef sagt það áður að Neil Lennon er búinn að gera góða hluti frá því hann tók við Bolton og það var mjög erfitt að eiga við hans menn. En þegar upp er staðið tel ég að við höfum átt skilið að vinna, miðað við færin sem við sköpuðum okkur."
Liðin skildu jöfn á Anfield fyrir 10 dögum síðan og því þurfti að leika annan leik til þess að skera úr um það hvort liðið færi áfram í 5. umferðina. Sem betur fer tókst Liverpool að klára þetta verkefni, þótt það hefði reyndar vart mátt tæpara standa. Ekki síst er gríðarlega mikils vert að liðið þurfti ekki að fara í aðra framlenginguna á rétt rúmri viku.
Brendan Rodgers stillti upp sterkara liði en margir höfðu spáð fyrir leikinn, sérstaklega í ljósi þess að á laugardaginn bíður liðsins blóðugur nágrannaslagur við Everton. Mest kom á óvart að Steven Gerrard skyldi byrja inn á, en hann hafði verið tæpur fyrir leikinn. Þá fengu Sakho, Coutinho og Sterling ekki hvíldina sem spáð hafði verið. Henderson fékk að hvíla framan af, en kom inn á fljótlega í seinni hálfleik.
Liverpool var sterkara liðið á vellinum í fyrri hálfleik og skapaði sér slatta af ágætis færum. Sterling komst næst því að skora þegar hann skaut í stöngina á 31. mínútu. Auk hans ollu Coutinho og Gerrard Bolton mönnum talsverðum vandræðum í vörninni. Hinum megin var lítið að frétta, ef frá er talið gott færi sem Eiður Smári náði ekki að nýta sér eftir rúmlega korters leik.
Staðan í hálfleik á Macron Ground 0-0 og Sturridge byrjaður að hita upp.
Á 53. mínútu varði Andy Lonergan í marki Bolton vel frá Sterling. Þar munaði afar litlu að Liverpool kæmist yfir, en nokkrum mínútum síðar var Eiður Smári búinn að skora úr víti hinum megin, þvert gegn gangi leiksins - og knattspyrnureglunum, ef út í það er farið. Götustrákurinn Zach Clough lék boltanum inn í teiginn og fleygði sér í jörðina þegar hann sá slóvakíska skriðdrekann Skrtel koma með fullmiklum látum. Roger East dómari féll í gildru Clough og benti á punktinn. Eiður Smári skoraði af miklu öryggi og staðan orðin 1-0 fyrir heimamenn.
7 mínútum síðar fékk Neil Danns í liði Bolton að líta sitt annað gula spjald fyrir harkalega tæklingu á Joe Allen, sem hann hafði líka straujað ansi skrautlega í fyrri hálfleiknum, þegar hann uppskar fyrra gula spjaldið. Eftir að Danns var fokinn útaf breytti Rodgers um takt. Færði Can inn á miðjuna og ýtti liðinu öllu fram.
Það sem eftir lifði leiks má segja að Liverpool hafi verið í stöðugri sókn, ef frá er skilinn slappur skalli Eiðs Smára af markteig úr ágætu færi.
Jordan Henderson skaut í stöng á 75. mínútu og Emre Can smellti boltanum í slána á 83. mínútu, en á 86. mínútu skoraði undrabarnið Raheem Sterling flott mark eftir glæsilega sendingu innfyrir vörnina frá Emre Can. Sterling afgreiddi boltann laglega milli fóta Lonergans. Móttakan glæsileg og afgreiðslan yfirveguð. Staðan orðin jöfn og einungis nokkrar mínútur eftir af venjulegum leiktíma.
Fjórum mínútum síðar gerði annað undrabarn, Philippe Coutinho síðan út um leikinn með stórkostlegu bogaskoti fyrir utan teig. Sláin inn, líklega með örlítilli viðkomu í varnarmanni Bolton. Stórkostlegt mark og úrslitin svo gott sem ráðin.
Niðurstaðan á Macron Ground 1-2 sigur á Bolton og okkar menn komnir áfram í 5. umferð FA bikarsins. Vel af sér vikið.
Liverpool: Mignolet, Can, Skrtel, Sakho, Allen (Sturridge á 70. mín.), Gerrard, Lallana (Henderson á 53. mín.), Moreno, Markovic (Borini á 65. mín.), Coutinho og Sterling. Ónotaðir varamenn: Ward, Lovren, Manquillo, Johnson og Lambert.
Mörk Liverpool: Raheem Sterling á 87. mín. og Philippe Coutinho á 91.mín.
Bolton: Lonergan, Moxey, Mills, Wheater, Reem, Feeney, Dervite, Danns, Vela, Eiður Smári Guðjohnsen og Clough (Trotter á 72. mín.). Ónotaðir varamenn: Fitzsimons, McNoughton, Hall, Threlkeld, Iliev og Walker.
Mark Bolton: Eiður Smári Guðjohnsen, víti, á 59. mín.
Gul spjöld: Wheater og Danns
Rautt spjald: Danns (2 gul)
Áhorfendur á Macron Ground: 25,235.
Maður leiksins: Það er litli Brassinn Coutinho sem er í mínum huga maður leiksins að þessu sinni. Átti sviðið í síðari hálfleik og skoraði sigurmarkið glæsilega.
Brendan Rodgers: „Ég er mjög ánægður með að við skulum vera komnir áfram. Það er vitanlega aðalatriðið. Ég hef sagt það áður að Neil Lennon er búinn að gera góða hluti frá því hann tók við Bolton og það var mjög erfitt að eiga við hans menn. En þegar upp er staðið tel ég að við höfum átt skilið að vinna, miðað við færin sem við sköpuðum okkur."
Fróðleikur:
-Steven Gerrard lék í kvöld sinn 700. leik fyrir Liverpool. Einungis Ian Callaghan og Jamie Carragher hafa leikið fleiri leiki fyrir félagið. Stórkostlegt afrek hjá stórkostlegum leikmanni.
-Þetta er í 9. sinn sem Bolton og Liverpool dragast saman í FA bikarnum og einungis í þriðja sinn sem okkar menn ná að slá nágrannana í norðrinu út.
-Þetta var fyrsta tap Bolton á heimavelli síðan Neil Lennon tók við liðinu í haust.
-Raheem Sterling hefur nú skorað 9 mörk fyrir Liverpool í vetur og er markahæsti leikmaður liðsins ásamt Steven Gerrard.
- Philippe Coutinho skoraði í þriðja sinn á leiktíðinni.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
-Þetta er í 9. sinn sem Bolton og Liverpool dragast saman í FA bikarnum og einungis í þriðja sinn sem okkar menn ná að slá nágrannana í norðrinu út.
-Þetta var fyrsta tap Bolton á heimavelli síðan Neil Lennon tók við liðinu í haust.
-Raheem Sterling hefur nú skorað 9 mörk fyrir Liverpool í vetur og er markahæsti leikmaður liðsins ásamt Steven Gerrard.
- Philippe Coutinho skoraði í þriðja sinn á leiktíðinni.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan