| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Spáð í spilin
Það er skammt stórra högga á milli þessa dagana en eftir stutta heimsókn yfir til Goodison Park á laugardaginn fá Liverpool menn Tottenham í heimsókn á þriðjudagskvöld.
Ekki þarf að fræða marga um mikilvægi leiksins en liðin eru að berjast um að komast í topp fjögur sætin í deildinni og mega illa við því að tapa stigum. Það eru hinsvegar skörð hoggin í raðir heimamanna en eftir leikinn við Everton eru þeir Lucas Leiva, Raheem Sterling og Philippe Coutinho meiddir. Tveir síðastnefndu eru þó sem betur fer ekki alvarlega meiddir og ná líklega þessum leik en öllu verra er að Lucas verður frá næsta mánuðinn eða svo. Adam Lallana, sem einnig hefur verið meiddur, ætti líka að vera orðinn góður fyrir þennan leik en það verður þó allt að koma í ljós hvernig Brendan Rodgers stillir upp liðinu.
Gestirnir mæta fullir sjálfstrausts í leikinn eftir góðan sigur á nágrönnum sínum í Arsenal um helgina. Þeir eiga ekki við nein einustu meiðsli að stríða í sínum leikmannahópi og geta því stillt upp sínu allra sterkasta liði á Anfield. Liðin eru í 5. og 7. sæti deildarinnar, Spurs með 43 stig og okkar menn með 39. Bæði lið hafa 6 mörk í plús.
Síðasta heimsókn Tottenham manna á Anfield er eitthvað sem þeir vilja líklega ekki muna eftir en þá vannst frábær 4-0 sigur, 30. mars í fyrra. Mörkin skoruðu þeir Luis Suarez, Philippe Coutinho og Jordan Henderson en fyrsta mark leiksins var sjálfsmark. Í raun hafa síðustu þrír heimaleikir gegn Tottenham allir unnist og af síðustu sex hefur einn tapast og tveir leikir endað með jafntefli.
Eins og nefnt var í upphafi er þetta ótrúlega mikilvægur leikur fyrir bæði lið. Undirritaður telur að meiðsli Lucas í setji stórt skarð í leikmannahóp Liverpool en án hans er tölfræðin liðinu ekki í hag. Það er ljóst að sterkur leikmaður eins og Emre Can verður helst að koma inná miðjuna ef hún á ekki að vera eins og gatasigtið sem hún var lengi framan af vetri. En þá er aftur spurning hver leysir hann af í vörninni, ekki er Dejan Lovren árennilegur kostur miðað við hvernig hann hefur verið að spila og tilhugsunin um að hann glími við helsta markaskorara deildarinnar í leiknum er ekki góð.
En allt fer þetta einhvernveginn og það eina sem maður biður um er að heimamenn verði tilbúnir í leikinn. Við áhorfendur verðum að minnsta kosti klárir þegar leikar hefjast kl. 20:00.
Spáin að þessu sinni er þannig að okkar menn vinna mikilvægan sigur 2-0 og halda Harry Kane og félögum alveg í skefjun.
Ekki þarf að fræða marga um mikilvægi leiksins en liðin eru að berjast um að komast í topp fjögur sætin í deildinni og mega illa við því að tapa stigum. Það eru hinsvegar skörð hoggin í raðir heimamanna en eftir leikinn við Everton eru þeir Lucas Leiva, Raheem Sterling og Philippe Coutinho meiddir. Tveir síðastnefndu eru þó sem betur fer ekki alvarlega meiddir og ná líklega þessum leik en öllu verra er að Lucas verður frá næsta mánuðinn eða svo. Adam Lallana, sem einnig hefur verið meiddur, ætti líka að vera orðinn góður fyrir þennan leik en það verður þó allt að koma í ljós hvernig Brendan Rodgers stillir upp liðinu.
Gestirnir mæta fullir sjálfstrausts í leikinn eftir góðan sigur á nágrönnum sínum í Arsenal um helgina. Þeir eiga ekki við nein einustu meiðsli að stríða í sínum leikmannahópi og geta því stillt upp sínu allra sterkasta liði á Anfield. Liðin eru í 5. og 7. sæti deildarinnar, Spurs með 43 stig og okkar menn með 39. Bæði lið hafa 6 mörk í plús.
Síðasta heimsókn Tottenham manna á Anfield er eitthvað sem þeir vilja líklega ekki muna eftir en þá vannst frábær 4-0 sigur, 30. mars í fyrra. Mörkin skoruðu þeir Luis Suarez, Philippe Coutinho og Jordan Henderson en fyrsta mark leiksins var sjálfsmark. Í raun hafa síðustu þrír heimaleikir gegn Tottenham allir unnist og af síðustu sex hefur einn tapast og tveir leikir endað með jafntefli.
Eins og nefnt var í upphafi er þetta ótrúlega mikilvægur leikur fyrir bæði lið. Undirritaður telur að meiðsli Lucas í setji stórt skarð í leikmannahóp Liverpool en án hans er tölfræðin liðinu ekki í hag. Það er ljóst að sterkur leikmaður eins og Emre Can verður helst að koma inná miðjuna ef hún á ekki að vera eins og gatasigtið sem hún var lengi framan af vetri. En þá er aftur spurning hver leysir hann af í vörninni, ekki er Dejan Lovren árennilegur kostur miðað við hvernig hann hefur verið að spila og tilhugsunin um að hann glími við helsta markaskorara deildarinnar í leiknum er ekki góð.
En allt fer þetta einhvernveginn og það eina sem maður biður um er að heimamenn verði tilbúnir í leikinn. Við áhorfendur verðum að minnsta kosti klárir þegar leikar hefjast kl. 20:00.
Spáin að þessu sinni er þannig að okkar menn vinna mikilvægan sigur 2-0 og halda Harry Kane og félögum alveg í skefjun.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan