| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Mikilvægur baráttusigur
Okkar menn unnu frábæran sigur á Tottenham á Anfield. Sigurmarkið kom úr óvæntri átt ef þannig má að orði komast, þó svo að sóknarmaður hafi vissulega skorað.
Brendan Rodgers var tilneyddur til að gera breytingar frá leiknum við Everton. Raheem Sterling var ekki leikfær og Daniel Sturridge byrjaði sinn fyrsta leik frá því 31. ágúst síðastliðnum. Lazar Markovic kom líka inní byrjunarliðið þar sem Lucas Leiva er einnig meiddur, Steven Gerrard fór því neðar á miðjuna frá því sem áður hefur verið.
Þeir sem bjuggust við harðri baráttu tveggja liða sem keppast um að komast í topp 4 sætin í deildinni urðu ekki fyrir vonbrigðum. Leikurinn hófst með miklum látum og Daniel Sturridge var kominn einn í gegn eftir nokkrar mínútur. Skot hans var hinsvegar slakt og Lloris átti ekki í miklum vanda með að verja. Sturridge komst í gegn eftir að hafa komist inní slæma sendingu mótherja. Heimamenn voru hættulegri fyrst um sinn og Lloris varði vel gott skot frá Sturridge innan úr vítateig og aukaspyrna frá Gerrard fór ekki langt yfir markið.
Fyrsta mark leiksins kom á 15. mínútu, Sturridge gerði vel í að halda boltanum og koma honum á Markovic sem skeiðaði í átt að marki. Skot hans rétt á vítateigslínu var ekki mjög fast en boltinn skoppaði yfir hendina á Lloris og hafnaði í fjær horninu. Vel að verki staðið hjá Markovic þarna.
Skömmu eftir markið komst Sturridge inní sendingu og var kominn nánast einn í gegn, gerðist þetta nokkuð oft í leiknum. Skot hans var hinsvegar yfir markið þar sem varnarmaður náði að setja pressu á hann, boltinn virtist reyndar hafa viðkomu í mótherja og með réttu hefði átt að dæma hornspyrnu en markspyrna var dæmd. Gestirnir náðu svo að refsa með sínu fyrsta skoti á rammann í leiknum á 26. mínútu. Þeir spiluðu sig í gegnum miðja vörn Liverpool og Harry Kane var einn á auðum sjó í vítateignum eftir að Sakho rann til. Skot hans fór í Mignolet en hafnaði í markinu og staðan því orðin 1-1.
Heimamenn tóku völdin á ný eftir markið en náðu ekki að skora það sem eftir lifði hálfleiks, þó vantaði ekki færi til þess. Ibe, sem var líflegur í hægri vængbakverði, náði föstu skoti að marki en Lloris varði. Rétt fyrir hálfleik átti Sturridge svo hælspyrnu sem endaði í stönginni utanverðri og Tottenham menn önduðu léttar.
Seinni hálfleikur hófst líkt og sá fyrri, leikurinn var hraður og nóg að gerast. Á 53. mínútu lék Ibe inní vítateiginn hægra megin og sendi á Sturridge sem lék í átt að marki. Hann var umkringdur varnarmönnum en Danny Rose var of aðgangsharður og felldi Sturridge, dómari leiksins ætlaði ekki að dæma neitt en línuvörðurinn flaggaði. Steven Gerrard fór að sjálfsögðu á punktinn og sendi boltann örugglega framhjá Lloris. En eins og við var að búast efldust gestirnir töluvert við þetta. Þeir fóru í sókn og Mignolet varði glæsilega fast skot frá Lamela. Skömmu síðar var dæmd aukaspyrna fyrir utan vítateig eftir að Gerrard renndi sér í boltann en Kane féll til jarðar. Eriksen tók spyrnuna og hún var á markið en Mignolet sló boltann út til hægri. Þar var Kane fyrstur á boltann og hann sendi fyrir markið þar sem Dembele átti auðvelt verk fyrir höndum og setti hann boltann í markið. Markið hefði ekki átt að standa því Kane var rangstæður þegar spyrnan var tekin en það þýddi lítið að deila við dómarann.
Brendan Rodgers þurfti að skipta Steven Gerrard útaf vegna meiðsla og í hans stað kom Lovren í vörnina sem þýddi að Can fór upp á miðjuna. Við þetta róaðist miðjuspil Liverpool töluvert og liðið varðist betur. 16 mínútum fyrir leikslok kom svo Mario Balotelli inná fyrir Sturridge og fimm mínútum síðar kom Adam Lallana inná fyrir Markovic. Síðustu tveir skiptimennirnir sáu um að klára leikinn. Sem fyrr átti Ibe góða rispu upp kantinn, hann sendi boltann inná teiginn þar sem Lallana kom á ferðinni. Hann var fljótur að senda boltann rakleiðis meðfram jörðinni inná markteig. Þar var Balotelli fyrstur til að ná í boltann og senda hann rakleiðis í markið. Þessu marki var gríðarlega vel fagnað að sjálfsögðu.
Gestirnir reyndu hvað þeir gátu til að jafna leikinn en sköpuðu sér ekki færi til þess. Lokaflauti dómarans var því mjög vel fagnað á Anfield og þrjú mikilvæg stig í húsi.
Liverpool: Mignolet, Can, Skrtel, Sakho, Gerrard (Lovren, 68. mín.), Henderson, Moreno, Ibe, Coutinho, Markovic (Lallana, 79. mín.), Sturridge (Balotelli, 74. mín.). Ónotaðir varamenn: Ward, Johnson, Allen og Lambert.
Mörk Liverpool: Lazar Markovic (15. mín.), Steven Gerrard (vítaspyrna, 53. mín.) og Mario Balotelli (83. mín.).
Gul spjöld: Skrtel, Sakho og Gerrard.
Tottenham: Lloris, Walker, Dier, Vertonghen, Rose, Bentaleb, Mason (Paulinho, 69. mín.), Lamela, Dembéle (Soldado, 85. mín.), Eriksen (Chadli, 81. mín.), Kane. Ónotaðir varamenn: Vorm, Townsend, Fazio og Davies.
Mörk Tottenham: Harry Kane (26. mín.) og Moussa Dembéle (61. mín.).
Gul spjöld: Walker, Mason, Paulinho, Dembéle, Eriksen og Kane.
Áhorfendur á Anfield: 44.577.
Maður leiksins: Jordon Ibe heldur áfram að sýna hversu góður hann er. Hann virðist óhræddur við það að taka menn á og keyra upp völlinn með boltann. Hraði, tækni, áræðni og sprengikraftur er eitthvað sem þessi drengur býr yfir og vonandi heldur hann áfram þessari spilamennsku. Hann var síógnandi gegn Tottenham og fær nafnbótina maður leiksins að þessu sinni.
Colin Pascoe: (Brendan Rodgers komst ekki í viðtal að þessu sinni): ,,Við vissum í kvöld að þetta yrði erfiður leikur en það var gríðarlega mikilvægt að ná í þessi þrjú stig til að komast nær þeim. Þetta var sennilega mjög góður leikur fyrir þá sem horfðu á hann. Það hvernig leikurinn þróaðist þýddi að við vissum að færin myndu koma. Daniel kom til baka í byrjunarliðið og hann var alltaf að ógna ásamt öðrum."
Fróðleikur:
- Lazar Markovic skoraði sitt annað deildarmark fyrir félagið. Hann hefur skorað þrjú mörk á leiktíðinni.
- Steven Gerrard skoraði 10. mark sitt á keppnistímabilinu.
- Hann skoraði líka úr víti í fyrri leik liðanna á White Hart Lane.
- Mario Balotelli skoraði sitt fyrsta deildarmark fyrir félagið. Alls hefur hann skorað þrjú mörk.
- Balotelli var að taka þátt í sínum 13. deildarleik.
- Mamadou Sakho spilaði sinn 30. deildarleik.
- Liðinu tókst að vinna báðar viðureignir við Tottenham á tímabilinu.
- Það gerðist líka á síðasta tímabili.
- Aðeins munar einu stigi á Liverpool og Tottenham eftir þennan leik.
- Liverpool eru með 42 stig í 7. sæti og Tottenham með 43 stig í 6. sæti.
Hér má sjá myndir úr leiknum.
Hér má horfa á viðtal við Colin Pascoe sem tekið var eftir leikinn.
Brendan Rodgers var tilneyddur til að gera breytingar frá leiknum við Everton. Raheem Sterling var ekki leikfær og Daniel Sturridge byrjaði sinn fyrsta leik frá því 31. ágúst síðastliðnum. Lazar Markovic kom líka inní byrjunarliðið þar sem Lucas Leiva er einnig meiddur, Steven Gerrard fór því neðar á miðjuna frá því sem áður hefur verið.
Þeir sem bjuggust við harðri baráttu tveggja liða sem keppast um að komast í topp 4 sætin í deildinni urðu ekki fyrir vonbrigðum. Leikurinn hófst með miklum látum og Daniel Sturridge var kominn einn í gegn eftir nokkrar mínútur. Skot hans var hinsvegar slakt og Lloris átti ekki í miklum vanda með að verja. Sturridge komst í gegn eftir að hafa komist inní slæma sendingu mótherja. Heimamenn voru hættulegri fyrst um sinn og Lloris varði vel gott skot frá Sturridge innan úr vítateig og aukaspyrna frá Gerrard fór ekki langt yfir markið.
Fyrsta mark leiksins kom á 15. mínútu, Sturridge gerði vel í að halda boltanum og koma honum á Markovic sem skeiðaði í átt að marki. Skot hans rétt á vítateigslínu var ekki mjög fast en boltinn skoppaði yfir hendina á Lloris og hafnaði í fjær horninu. Vel að verki staðið hjá Markovic þarna.
Skömmu eftir markið komst Sturridge inní sendingu og var kominn nánast einn í gegn, gerðist þetta nokkuð oft í leiknum. Skot hans var hinsvegar yfir markið þar sem varnarmaður náði að setja pressu á hann, boltinn virtist reyndar hafa viðkomu í mótherja og með réttu hefði átt að dæma hornspyrnu en markspyrna var dæmd. Gestirnir náðu svo að refsa með sínu fyrsta skoti á rammann í leiknum á 26. mínútu. Þeir spiluðu sig í gegnum miðja vörn Liverpool og Harry Kane var einn á auðum sjó í vítateignum eftir að Sakho rann til. Skot hans fór í Mignolet en hafnaði í markinu og staðan því orðin 1-1.
Heimamenn tóku völdin á ný eftir markið en náðu ekki að skora það sem eftir lifði hálfleiks, þó vantaði ekki færi til þess. Ibe, sem var líflegur í hægri vængbakverði, náði föstu skoti að marki en Lloris varði. Rétt fyrir hálfleik átti Sturridge svo hælspyrnu sem endaði í stönginni utanverðri og Tottenham menn önduðu léttar.
Seinni hálfleikur hófst líkt og sá fyrri, leikurinn var hraður og nóg að gerast. Á 53. mínútu lék Ibe inní vítateiginn hægra megin og sendi á Sturridge sem lék í átt að marki. Hann var umkringdur varnarmönnum en Danny Rose var of aðgangsharður og felldi Sturridge, dómari leiksins ætlaði ekki að dæma neitt en línuvörðurinn flaggaði. Steven Gerrard fór að sjálfsögðu á punktinn og sendi boltann örugglega framhjá Lloris. En eins og við var að búast efldust gestirnir töluvert við þetta. Þeir fóru í sókn og Mignolet varði glæsilega fast skot frá Lamela. Skömmu síðar var dæmd aukaspyrna fyrir utan vítateig eftir að Gerrard renndi sér í boltann en Kane féll til jarðar. Eriksen tók spyrnuna og hún var á markið en Mignolet sló boltann út til hægri. Þar var Kane fyrstur á boltann og hann sendi fyrir markið þar sem Dembele átti auðvelt verk fyrir höndum og setti hann boltann í markið. Markið hefði ekki átt að standa því Kane var rangstæður þegar spyrnan var tekin en það þýddi lítið að deila við dómarann.
Brendan Rodgers þurfti að skipta Steven Gerrard útaf vegna meiðsla og í hans stað kom Lovren í vörnina sem þýddi að Can fór upp á miðjuna. Við þetta róaðist miðjuspil Liverpool töluvert og liðið varðist betur. 16 mínútum fyrir leikslok kom svo Mario Balotelli inná fyrir Sturridge og fimm mínútum síðar kom Adam Lallana inná fyrir Markovic. Síðustu tveir skiptimennirnir sáu um að klára leikinn. Sem fyrr átti Ibe góða rispu upp kantinn, hann sendi boltann inná teiginn þar sem Lallana kom á ferðinni. Hann var fljótur að senda boltann rakleiðis meðfram jörðinni inná markteig. Þar var Balotelli fyrstur til að ná í boltann og senda hann rakleiðis í markið. Þessu marki var gríðarlega vel fagnað að sjálfsögðu.
Gestirnir reyndu hvað þeir gátu til að jafna leikinn en sköpuðu sér ekki færi til þess. Lokaflauti dómarans var því mjög vel fagnað á Anfield og þrjú mikilvæg stig í húsi.
Liverpool: Mignolet, Can, Skrtel, Sakho, Gerrard (Lovren, 68. mín.), Henderson, Moreno, Ibe, Coutinho, Markovic (Lallana, 79. mín.), Sturridge (Balotelli, 74. mín.). Ónotaðir varamenn: Ward, Johnson, Allen og Lambert.
Mörk Liverpool: Lazar Markovic (15. mín.), Steven Gerrard (vítaspyrna, 53. mín.) og Mario Balotelli (83. mín.).
Gul spjöld: Skrtel, Sakho og Gerrard.
Tottenham: Lloris, Walker, Dier, Vertonghen, Rose, Bentaleb, Mason (Paulinho, 69. mín.), Lamela, Dembéle (Soldado, 85. mín.), Eriksen (Chadli, 81. mín.), Kane. Ónotaðir varamenn: Vorm, Townsend, Fazio og Davies.
Mörk Tottenham: Harry Kane (26. mín.) og Moussa Dembéle (61. mín.).
Gul spjöld: Walker, Mason, Paulinho, Dembéle, Eriksen og Kane.
Áhorfendur á Anfield: 44.577.
Maður leiksins: Jordon Ibe heldur áfram að sýna hversu góður hann er. Hann virðist óhræddur við það að taka menn á og keyra upp völlinn með boltann. Hraði, tækni, áræðni og sprengikraftur er eitthvað sem þessi drengur býr yfir og vonandi heldur hann áfram þessari spilamennsku. Hann var síógnandi gegn Tottenham og fær nafnbótina maður leiksins að þessu sinni.
Colin Pascoe: (Brendan Rodgers komst ekki í viðtal að þessu sinni): ,,Við vissum í kvöld að þetta yrði erfiður leikur en það var gríðarlega mikilvægt að ná í þessi þrjú stig til að komast nær þeim. Þetta var sennilega mjög góður leikur fyrir þá sem horfðu á hann. Það hvernig leikurinn þróaðist þýddi að við vissum að færin myndu koma. Daniel kom til baka í byrjunarliðið og hann var alltaf að ógna ásamt öðrum."
Fróðleikur:
- Lazar Markovic skoraði sitt annað deildarmark fyrir félagið. Hann hefur skorað þrjú mörk á leiktíðinni.
- Steven Gerrard skoraði 10. mark sitt á keppnistímabilinu.
- Hann skoraði líka úr víti í fyrri leik liðanna á White Hart Lane.
- Mario Balotelli skoraði sitt fyrsta deildarmark fyrir félagið. Alls hefur hann skorað þrjú mörk.
- Balotelli var að taka þátt í sínum 13. deildarleik.
- Mamadou Sakho spilaði sinn 30. deildarleik.
- Liðinu tókst að vinna báðar viðureignir við Tottenham á tímabilinu.
- Það gerðist líka á síðasta tímabili.
- Aðeins munar einu stigi á Liverpool og Tottenham eftir þennan leik.
- Liverpool eru með 42 stig í 7. sæti og Tottenham með 43 stig í 6. sæti.
Hér má sjá myndir úr leiknum.
Hér má horfa á viðtal við Colin Pascoe sem tekið var eftir leikinn.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!
Fréttageymslan