| Sf. Gutt
Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, mun að öllum líkindum verða frá verkum í bili vegna meiðsla. Hann fór af velli á móti Tottenham Hotspur í hinum mikilvæga 3:2 sigri á þriðjudagskvöldið. Hann var þá stirður aftan í læri en hann hefur verið það síðustu vikurnar. Nú eru mestar líkur á því að Steven verði frá í nokkrar vikur ef allt fer á versta veg.
Steven Gerrard skoraði 10. mark sitt á leiktíðinni á móti Tottenham og er markahæstur leikmanna Liverpool. Hann lék sinn 700. leik á móti Bolton í síðustu viku og hefur mikilvægu hlutverki að gegna í liðinu. Lucas Leiva er líka meiddur þannig að það tveir af bestu miðjumönnum Liverpool verða úr leik næstu vikurnar sem er ekki nógu gott því margir leikir eru framundan og dagskráin stíf.
Þess má geta að markið sem Steven skoraði á móti Tottenham var númer 183 fyrir félagið og hann jafnaði þar með Robbie Fowler. Aðeins fjórir leikmenn hafa skorað fleiri mörk fyrir Liverpool.
TIL BAKA
Steven meiddur


Steven Gerrard skoraði 10. mark sitt á leiktíðinni á móti Tottenham og er markahæstur leikmanna Liverpool. Hann lék sinn 700. leik á móti Bolton í síðustu viku og hefur mikilvægu hlutverki að gegna í liðinu. Lucas Leiva er líka meiddur þannig að það tveir af bestu miðjumönnum Liverpool verða úr leik næstu vikurnar sem er ekki nógu gott því margir leikir eru framundan og dagskráin stíf.

Þess má geta að markið sem Steven skoraði á móti Tottenham var númer 183 fyrir félagið og hann jafnaði þar með Robbie Fowler. Aðeins fjórir leikmenn hafa skorað fleiri mörk fyrir Liverpool.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Til hamingju! -
| Sf. Gutt
Næsta víst! -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu -
| Heimir Eyvindarson
Hvað sem hver segir -
| Sf. Gutt
Fyrsta deildartapið frá í haust! -
| Sf. Gutt
Gríðarlega mikilvægur sigur! -
| Mummi
Aðalfundur Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Hundraðasti sigur Liverpool á Everton! -
| Sf. Gutt
Í síðasta sinn í gegnum Stanley garðinn! -
| Heimir Eyvindarson
Hvernig leggst hvíldin í okkar menn
Fréttageymslan