| Sf. Gutt
Liverpool hefur komist yfir tvær hindranir í F.A. bikarnum og nú er komið að þeirri þriðju. Erfiður leikur við Ernina í Lundúnum bíður og miðað við síðustu leiki Liverpool á Shelhurst Park er ekkert öruggt. Í vor gerði Liverpool 3:3 jafntefli við Palace eftir að hafa verið 0:3 yfir og svo tapaði liðið 3:1, eftir að hafa komist yfir, á sama stað núna fyrir jólin í líklega versta leik leiktíðarinnar og þá var mikið sagt á þeim tímapunkti.
Það er mikið álag á leikmönnum Liverpool um þessar mundir en bæði leikmenn og stuðningsmenn Liverpool vilja komast sem lengst í þessari keppni svo og Evrópudeildinni sem hefst eftir hlé í næstu viku. Svo ekki sé nú talað um baráttuna um Meistaradeildarsæti í Úrvalsdeildinni. Þeir Lucas Leiva og Raheem Sterling gátu ekki spilað vegna meiðsla í leiknum frábæra á móti Tottenham á þriðjudagskvöldið og nú hefur Steven Gerrard heltst úr lestinni í bili. Það verða því allir að leggjast á árarnar á morgun.
Það er ekki hægt að bera saman leik Liverpool á móti Crystal Palace fyrir jólin og hvernig liðið er að spila núna. Brendan Rodgers hefur breytt leikaðferð liðsins og nú leikur liðið af sjálfstrausti og þeim krafti sem einkenndi það á síðasta keppnistímabili. Alan Pardew skoraði frægt sigurmark Palace gegn Liverpool í undanúrslitum F.A. bikarsins vorið 1990 og nú er hann kominn í stjórasætið þar á bæ. Hann er með einn sigur á Liverpool það sem af er leiktíðar en Liverpool tapaði fyrir Newcastle áður en Alan fór þaðan. Palace hefur líka vegnað prýðilega eftir að hann tók við liðinu.
Liverpool þarf því að kveða niður ýmsa drauga ef liðið á að halda bikardraumnum á lífi. Palace er í fallbaráttu og Liverpool ætti að geta herjað almennilega á liðið en það er barátta í Örnunum og hún hefur fleytt þeim langt. Ég spái því að Liverpool herji fram sigur 1:2. Daniel Sturridge og Jordan Ibe skora mörkin en það verður ekkert auðvelt að ná sigri á Selhurst Park í hús.
YNWA
TIL BAKA
Spáð í spilin
Crystal Palace v Liverpool
Það er mikið álag á leikmönnum Liverpool um þessar mundir en bæði leikmenn og stuðningsmenn Liverpool vilja komast sem lengst í þessari keppni svo og Evrópudeildinni sem hefst eftir hlé í næstu viku. Svo ekki sé nú talað um baráttuna um Meistaradeildarsæti í Úrvalsdeildinni. Þeir Lucas Leiva og Raheem Sterling gátu ekki spilað vegna meiðsla í leiknum frábæra á móti Tottenham á þriðjudagskvöldið og nú hefur Steven Gerrard heltst úr lestinni í bili. Það verða því allir að leggjast á árarnar á morgun.
Það er ekki hægt að bera saman leik Liverpool á móti Crystal Palace fyrir jólin og hvernig liðið er að spila núna. Brendan Rodgers hefur breytt leikaðferð liðsins og nú leikur liðið af sjálfstrausti og þeim krafti sem einkenndi það á síðasta keppnistímabili. Alan Pardew skoraði frægt sigurmark Palace gegn Liverpool í undanúrslitum F.A. bikarsins vorið 1990 og nú er hann kominn í stjórasætið þar á bæ. Hann er með einn sigur á Liverpool það sem af er leiktíðar en Liverpool tapaði fyrir Newcastle áður en Alan fór þaðan. Palace hefur líka vegnað prýðilega eftir að hann tók við liðinu.
Liverpool þarf því að kveða niður ýmsa drauga ef liðið á að halda bikardraumnum á lífi. Palace er í fallbaráttu og Liverpool ætti að geta herjað almennilega á liðið en það er barátta í Örnunum og hún hefur fleytt þeim langt. Ég spái því að Liverpool herji fram sigur 1:2. Daniel Sturridge og Jordan Ibe skora mörkin en það verður ekkert auðvelt að ná sigri á Selhurst Park í hús.
YNWA
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan