| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Spáð í spilin
Liverpool mætir tyrkneska liðinu Besiktas í Evrópudeildinni á Anfield annað kvöld. Það er mikilvægt að vinna sigur á Anfield því heimavöllur Besiktas er erfitt vígi.
Besiktas er vissulega ekki eitt af stærstu liðunum í Evrópu, en það má þó alls ekki vanmeta Tyrkina. Liðið er sem stendur á toppi tyrknesku deildarinnar og hefur gengið býsna vel í Evrópudeildinni. Besiktas var reyndar nálægt því að komast í Meistaradeildina í ár, en tapaði naumlega fyrir Arsenal í umspili í upphafi tímabilsins. Í Evrópudeildinni var liðið m.a. í riðli með Tottenham og náði jafntefli á White Hart Lane og vann svo Lundúnaliðið í Tyrklandi. Besiktas vann riðilinn og er taplaust í síðustu 7 leikjum í Evrópudeildinni.
Það er þessvegna alveg á hreinu að Tyrkirnir eru verðugir andstæðingar. Þekktasti leikmaður Besiktas er væntanlega Demba Ba, fyrrum leikmaður Chelsea og Newcastle m.a., en hann hefur stundum gert Liverpool lífið leitt. Hann er sjóðandi heitur, hefur skorað 13 mörk á leiktíðinni og er markahæsti leikmaður liðsins.
Liverpool og Besiktas voru saman í riðli í Meistaradeildinni veturinn 2007-8, en þá unnu Tyrkirnir óvæntan 2-1 sigur á okkar mönnum í Tyrklandi en Liverpool hefndi rækilega fyrir tapið með 8-0 bursti á Anfield, í leik þar sem Yossi Benayoun af öllum mönnum skoraði þrennu.
Nú eru rúmir tveir mánuðir frá því að Liverpool féll úr Meistaradeildinni og óhætt að segja að margt hafi breyst til betri vegar á þeim tíma. Allt annað er að sjá til liðsins og þessvegna ágætis tilefni til bjartsýni fyrir komandi átök.
Brendan Rodgers er örugglega mjög vonsvikinn með gengi Liverpool í Evrópu það sem af er og hann mun væntanlega ekki líta léttvægt á Evrópudeildina. Það má ekki gleyma því að þrátt fyrir að margir líti Evrópudeildina hálfgerðu hornauga þá skilar sigur í keppninni sæti í Meistaradeild að ári.
Brendan er þó ekki öfundsverður af verkefnunum sem framundan eru því leikjadagskrá Liverpool er ansi hreint þétt þessa dagana og hvergi má slaka á því liðið er í harðri baráttu á öllum vígstöðvum. Til að mynda er næsti leikur í deildinni hreinn og klár sex stiga leikur, en á sunnudaginn mætast Southampton og Liverpool á suðurströndinni.
Af leikmannamálum Liverpool er það kannski helst að frétta að UEFA gerði sér lítið fyrir og smellti Lazar Markovic í 4 leikja bann fyrir rauða spjaldið sem hann fékk gegn Basel í desember. Ansi hreint undarleg ákvörðun, en maður er fyrir löngu hættur að vera hissa á sumum hlutum í kringum fótboltann. Af öðrum fastamönnum í hópnum eru Lucas Leiva og Steven Gerrard meiddir og óvíst er hvort Raheem Sterling verði klár í slaginn.
Ég á von á því að Brendan Rodgers stilli upp sterku liði annað kvöld, jafnvel þótt hinn mikilvægi leikur við Southampton sé handan við hornið. Vonandi þróast leikurinn síðan þannig að Rodgers geti leyft sér að taka lykilmenn eins og Sturridge og Coutinho af velli fljótlega í síðari hálfleik. Maður má alltaf láta sig dreyma, ekki satt.
Ég er nokkuð bjartsýnn á leikinn, þótt ég eigi reyndar ekki von á að hann verði sérstaklega skemmtilegur á að horfa. Vörn Besiktas er sterk og það verður að teljast líklegt að þeir pakki í vörn og treysti á skyndisóknir á Anfield. Ég vona að Demba Ba nái ekki að hrella okkar menn að þessu sinni og Liverpool nái enn einu sinni að halda hreinu. Ég leyfi mér að vera bjartsýnn og spái 2-0 sigri Liverpool.
YNWA!
Besiktas er vissulega ekki eitt af stærstu liðunum í Evrópu, en það má þó alls ekki vanmeta Tyrkina. Liðið er sem stendur á toppi tyrknesku deildarinnar og hefur gengið býsna vel í Evrópudeildinni. Besiktas var reyndar nálægt því að komast í Meistaradeildina í ár, en tapaði naumlega fyrir Arsenal í umspili í upphafi tímabilsins. Í Evrópudeildinni var liðið m.a. í riðli með Tottenham og náði jafntefli á White Hart Lane og vann svo Lundúnaliðið í Tyrklandi. Besiktas vann riðilinn og er taplaust í síðustu 7 leikjum í Evrópudeildinni.
Það er þessvegna alveg á hreinu að Tyrkirnir eru verðugir andstæðingar. Þekktasti leikmaður Besiktas er væntanlega Demba Ba, fyrrum leikmaður Chelsea og Newcastle m.a., en hann hefur stundum gert Liverpool lífið leitt. Hann er sjóðandi heitur, hefur skorað 13 mörk á leiktíðinni og er markahæsti leikmaður liðsins.
Liverpool og Besiktas voru saman í riðli í Meistaradeildinni veturinn 2007-8, en þá unnu Tyrkirnir óvæntan 2-1 sigur á okkar mönnum í Tyrklandi en Liverpool hefndi rækilega fyrir tapið með 8-0 bursti á Anfield, í leik þar sem Yossi Benayoun af öllum mönnum skoraði þrennu.
Nú eru rúmir tveir mánuðir frá því að Liverpool féll úr Meistaradeildinni og óhætt að segja að margt hafi breyst til betri vegar á þeim tíma. Allt annað er að sjá til liðsins og þessvegna ágætis tilefni til bjartsýni fyrir komandi átök.
Brendan Rodgers er örugglega mjög vonsvikinn með gengi Liverpool í Evrópu það sem af er og hann mun væntanlega ekki líta léttvægt á Evrópudeildina. Það má ekki gleyma því að þrátt fyrir að margir líti Evrópudeildina hálfgerðu hornauga þá skilar sigur í keppninni sæti í Meistaradeild að ári.
Brendan er þó ekki öfundsverður af verkefnunum sem framundan eru því leikjadagskrá Liverpool er ansi hreint þétt þessa dagana og hvergi má slaka á því liðið er í harðri baráttu á öllum vígstöðvum. Til að mynda er næsti leikur í deildinni hreinn og klár sex stiga leikur, en á sunnudaginn mætast Southampton og Liverpool á suðurströndinni.
Af leikmannamálum Liverpool er það kannski helst að frétta að UEFA gerði sér lítið fyrir og smellti Lazar Markovic í 4 leikja bann fyrir rauða spjaldið sem hann fékk gegn Basel í desember. Ansi hreint undarleg ákvörðun, en maður er fyrir löngu hættur að vera hissa á sumum hlutum í kringum fótboltann. Af öðrum fastamönnum í hópnum eru Lucas Leiva og Steven Gerrard meiddir og óvíst er hvort Raheem Sterling verði klár í slaginn.
Ég á von á því að Brendan Rodgers stilli upp sterku liði annað kvöld, jafnvel þótt hinn mikilvægi leikur við Southampton sé handan við hornið. Vonandi þróast leikurinn síðan þannig að Rodgers geti leyft sér að taka lykilmenn eins og Sturridge og Coutinho af velli fljótlega í síðari hálfleik. Maður má alltaf láta sig dreyma, ekki satt.
Ég er nokkuð bjartsýnn á leikinn, þótt ég eigi reyndar ekki von á að hann verði sérstaklega skemmtilegur á að horfa. Vörn Besiktas er sterk og það verður að teljast líklegt að þeir pakki í vörn og treysti á skyndisóknir á Anfield. Ég vona að Demba Ba nái ekki að hrella okkar menn að þessu sinni og Liverpool nái enn einu sinni að halda hreinu. Ég leyfi mér að vera bjartsýnn og spái 2-0 sigri Liverpool.
YNWA!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan