| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Naumur sigur á Besiktas
Liverpool tók á móti tyrkneska liðinu Besiktas í Evrópudeildinni á Anfield í kvöld. Lokatölur urðu 1-0 fyrir Liverpool. Markið skoraði Mario Balotelli úr vítaspyrnu á 85. mín.
Það er ekki hægt að segja annað en að Brendan Rodgers hafi stillt upp sterkasta mannskap sem hann hafði ú að velja í kvöld. Ef frá er skilinn Raheem Sterling sem sat á bekknum í upphafi leiks, enda nýstiginn upp úr meiðslum. Steven Gerrard og Lucas Leiva eru enn meiddir og því báru Henderson og Allen hitann og þungann af vinnunni á miðri miðjunni.
Liverpool var sterkara liðið í fyrri hálfleik og strax í upphafi leiks gerðu Jordon Ibe og Daniel Sturridge varnarmönnum Tyrkjanna lífið leitt. Liverpool liðið fékk þó ekki mörg færi í hálfleiknum. Alberto Moreno komst reyndar í ákjósanlegt færi á 24. mínútu, eftir frábæra sendingu frá Coutinho, en Spánverjinn var ranglega dæmdur rangstæður.
Besta færi fyrri hálfleiks kom á 35. mínútu og það féll í skaut Besiktas. Snörp skyndisókn þeirra endaði með frábærri stungusendingu á Demba Ba sem stakk sér fram fyrir Skrtel og náði góðu skoti á markið frá vítateigslínunni. Til allrar hamingju varði Mignolet boltann glæsilega í horn.
Undir lok hálfleiksins átti Moreno bylmingsskot að marki lengst utan af velli, sem markvörður Tyrkjanna sló yfir og í horn. Mínútu síðar var Jordan Henderson nálægt því að skora beint úr aukaspyrnu. Boltinn fór rétt framhjá nærstönginni, sem var grátlegt því Gönen í marki Besiktas var gaddfreðinn á línunni lengst frá boltanum. Nokkrir sentimetrar til hægri og okkar menn hefðu verið í góðum málum. Staðan markalaus í hálfleik.
Liverpool byrjaði seinni hálfleikinn með talsverðum látum og bæði Moreno og Lallana voru óheppnir að skora ekki á fyrstu fimm mínútunum. Eftir það róaðist leikurinn niður og í sjálfu sér var ekki margt merkilegt sem gerðist þar til á 84. mínútu að Jordon Ibe var felldur inni í vítateig og dómarinn benti umsvifalaust á punktinn.
Fyrirliði Liverpool Jordan Henderson gerði sig líklegan til þess að taka spyrnuna, enda hafði honum verið falið það hlutverk fyrir leikinn, eins og kom fram í spjalli við Steven Gerrard á ITV eftir leikinn. Mario Balotelli, sem hafði komið inn á sem varamaður nokkru áður gerði sér hinsvegar lítið fyrir og tók boltann af Henderson, sem veitti reyndar ekki mikla mótspyrnu.
Daniel Sturridge virtist meira brugðið en Henderson og lét hann Balotelli heyra það. Hefur sjálfsagt líka viljað fá að taka vítið. Sem betur fer setti Balotelli boltann í netið af miklu öryggi, enda drengurinn afburða góð vítaskytta. Staðan 1-0 á Anfield. Það urðu lokatölur leiksins og Liverpool heldur því til Istanbul eftir viku með hreint lak og eitt mark í forgjöf.
Liverpool: Mignolet, Can, Skrtel, Sakho, Henderson, Allen, Moreno, Ibe, Lallana, Coutinho, Sturridge. Ónotaðir varamenn: Ward, Lovren, Lambert, Borini, Balotelli, Sterling, Manquillo.
Mark Liverpool: Mario Balotelli á 85. mín.
Gult spjald: Lovren.
Besiktas: Gönen, Kurtulus, Franco, Gülüm, Motta, Sosa Töre, Kavlak, Hutchinson, Ba, Sahan. Ónotaðir varamenn: Fidayeo, Opare, Özyakup, Arslan, Uysal, Koyuniu, Pektemek.
Gul spjöld: Franco, Motta Turkulus og Gülüm
Áhorfendur á Anfield Road: 43.353.-
Maður leiksins: Það var margt jákvætt í leik Liverpool í kvöld. Eins og við var að búast lágu Tyrkirnir mjög aftarlega og Liverpool liðið átti í erfiðleikum með að skapa sér opin færi. Síðustu snertingar nokkurra leikmanna í kvöld voru reyndar ekki eins og best verður á kosið og eins og stundum áður reyndist okkar mönnum erfitt að reka smiðshöggið á oft á tíðum góðar sóknir. Varnarlínan var góð og Mignolet öryggið uppmálað í markinu. Þá var Henderson að vanda feykilega duglegur á miðjunni og eins var jákvætt að sjá hvað Balotelli virkaði ferskur þegar hann kom inná. En hinn 19 ára gamli Jordon Ibe var að mínu mati maður leiksins í kvöld. Hann var gríðarlega duglegur og hraði hans og tækni ollu varnarmönnum Besiktas hvað eftir annað vandræðum. Hann náði í vítið sem öllu breytti. Mjög góður leikur hjá þessum stórefnilega strák, sem samkvæmt ITV skrifaði undir nýjan 5 ára samning við Liverpool rétt fyrir leikinn í kvöld.
Brendan Rodgers: „Þetta var góður leikur og úrslitin gefa okkur gott veganesti í seinni leikinn eftir viku. Eins og við var að búast þá voru Besiktas afar þéttir og það var erfitt að finna glufur á vörn þeirra. Við náðum samt að skapa okkur færi og vorum virkilega duglegir og hreyfanlegir. Jordon Ibe skapaði mikla hættu á kantinum og það var einnig mjög ánægjulegt að halda hreinu. Markvarsla Mignolet í fyrri hálfleik var mjög mikilvæg".
-Liverpool hefur aldrei tapað fyrir tyrknesku liði á Anfield.
-Þetta var í fyrsta sinn á þessari leiktíð sem Besiktas tókst ekki að skora mark.
-8-0 sigur Liverpool á Besiktas í riðlakeppni Meistaradeildarinnar tímabilið 2007-2008 er stærsti sigur sem nokkurt lið hefur unnið í þeirri sterku deild.
-Tölfræði Liverpool á Anfield í Evrópudeild/UEFA bikar er ansi tilkomumikil. Í síðustu 22 leikjum leikjum hefur liðið einungis tapað einu sinni, gegn Udinese 2012. Annars 16 sigrar og 5 jafntefli.
-Simon Mignolet er eini leikmaður Liverpool sem hefur byrjað inná í öllum leikjum liðsins í Evrópukeppnum í vetur. Raheem Sterling hefur komið við sögu í þeim öllum.
-Liverpool liðið er á mjög góðu skriði þessa dagana. Ef litið er á síðustu 17 leiki í öllum keppnum hefur liðið unnið 11, gert 5 jafntefli og tapað einum leik. Það skýrist ekki síst af því að varnarleikurinn, sem var til mikilla vandræða framan af leiktíð, er orðinn allur annar. Í síðustu 11 leikjum hefur liðið aðeins fengið á sig 6 mörk.
-Tveir fyrrverandi leikmenn Liverpool hafa verið við stjórnvölinn hjá Besiktas. Þeir Gordon Milne og John Toshack.
-Núverandi stjóri tyrkneska liðsins, Króatinn Slaven Bilic, mætti Liverpool fjórum sinnum á ferli sínum sem leikmaður í ensku deildinni, einu sinni með West Ham og þrisvar með Everton. Hann náði aldrei að fagna sigri, en skoraði eina mark West Ham í 1-3 tapi á Upton Park 1996.
-Hér má sjá myndir úr leik kvöldsins, af Liverpoolfc.com.
-Hér má lesa viðtal við Brendan Rodgers af sömu síðu.
Það er ekki hægt að segja annað en að Brendan Rodgers hafi stillt upp sterkasta mannskap sem hann hafði ú að velja í kvöld. Ef frá er skilinn Raheem Sterling sem sat á bekknum í upphafi leiks, enda nýstiginn upp úr meiðslum. Steven Gerrard og Lucas Leiva eru enn meiddir og því báru Henderson og Allen hitann og þungann af vinnunni á miðri miðjunni.
Liverpool var sterkara liðið í fyrri hálfleik og strax í upphafi leiks gerðu Jordon Ibe og Daniel Sturridge varnarmönnum Tyrkjanna lífið leitt. Liverpool liðið fékk þó ekki mörg færi í hálfleiknum. Alberto Moreno komst reyndar í ákjósanlegt færi á 24. mínútu, eftir frábæra sendingu frá Coutinho, en Spánverjinn var ranglega dæmdur rangstæður.
Besta færi fyrri hálfleiks kom á 35. mínútu og það féll í skaut Besiktas. Snörp skyndisókn þeirra endaði með frábærri stungusendingu á Demba Ba sem stakk sér fram fyrir Skrtel og náði góðu skoti á markið frá vítateigslínunni. Til allrar hamingju varði Mignolet boltann glæsilega í horn.
Undir lok hálfleiksins átti Moreno bylmingsskot að marki lengst utan af velli, sem markvörður Tyrkjanna sló yfir og í horn. Mínútu síðar var Jordan Henderson nálægt því að skora beint úr aukaspyrnu. Boltinn fór rétt framhjá nærstönginni, sem var grátlegt því Gönen í marki Besiktas var gaddfreðinn á línunni lengst frá boltanum. Nokkrir sentimetrar til hægri og okkar menn hefðu verið í góðum málum. Staðan markalaus í hálfleik.
Liverpool byrjaði seinni hálfleikinn með talsverðum látum og bæði Moreno og Lallana voru óheppnir að skora ekki á fyrstu fimm mínútunum. Eftir það róaðist leikurinn niður og í sjálfu sér var ekki margt merkilegt sem gerðist þar til á 84. mínútu að Jordon Ibe var felldur inni í vítateig og dómarinn benti umsvifalaust á punktinn.
Fyrirliði Liverpool Jordan Henderson gerði sig líklegan til þess að taka spyrnuna, enda hafði honum verið falið það hlutverk fyrir leikinn, eins og kom fram í spjalli við Steven Gerrard á ITV eftir leikinn. Mario Balotelli, sem hafði komið inn á sem varamaður nokkru áður gerði sér hinsvegar lítið fyrir og tók boltann af Henderson, sem veitti reyndar ekki mikla mótspyrnu.
Daniel Sturridge virtist meira brugðið en Henderson og lét hann Balotelli heyra það. Hefur sjálfsagt líka viljað fá að taka vítið. Sem betur fer setti Balotelli boltann í netið af miklu öryggi, enda drengurinn afburða góð vítaskytta. Staðan 1-0 á Anfield. Það urðu lokatölur leiksins og Liverpool heldur því til Istanbul eftir viku með hreint lak og eitt mark í forgjöf.
Liverpool: Mignolet, Can, Skrtel, Sakho, Henderson, Allen, Moreno, Ibe, Lallana, Coutinho, Sturridge. Ónotaðir varamenn: Ward, Lovren, Lambert, Borini, Balotelli, Sterling, Manquillo.
Mark Liverpool: Mario Balotelli á 85. mín.
Gult spjald: Lovren.
Besiktas: Gönen, Kurtulus, Franco, Gülüm, Motta, Sosa Töre, Kavlak, Hutchinson, Ba, Sahan. Ónotaðir varamenn: Fidayeo, Opare, Özyakup, Arslan, Uysal, Koyuniu, Pektemek.
Gul spjöld: Franco, Motta Turkulus og Gülüm
Áhorfendur á Anfield Road: 43.353.-
Maður leiksins: Það var margt jákvætt í leik Liverpool í kvöld. Eins og við var að búast lágu Tyrkirnir mjög aftarlega og Liverpool liðið átti í erfiðleikum með að skapa sér opin færi. Síðustu snertingar nokkurra leikmanna í kvöld voru reyndar ekki eins og best verður á kosið og eins og stundum áður reyndist okkar mönnum erfitt að reka smiðshöggið á oft á tíðum góðar sóknir. Varnarlínan var góð og Mignolet öryggið uppmálað í markinu. Þá var Henderson að vanda feykilega duglegur á miðjunni og eins var jákvætt að sjá hvað Balotelli virkaði ferskur þegar hann kom inná. En hinn 19 ára gamli Jordon Ibe var að mínu mati maður leiksins í kvöld. Hann var gríðarlega duglegur og hraði hans og tækni ollu varnarmönnum Besiktas hvað eftir annað vandræðum. Hann náði í vítið sem öllu breytti. Mjög góður leikur hjá þessum stórefnilega strák, sem samkvæmt ITV skrifaði undir nýjan 5 ára samning við Liverpool rétt fyrir leikinn í kvöld.
Brendan Rodgers: „Þetta var góður leikur og úrslitin gefa okkur gott veganesti í seinni leikinn eftir viku. Eins og við var að búast þá voru Besiktas afar þéttir og það var erfitt að finna glufur á vörn þeirra. Við náðum samt að skapa okkur færi og vorum virkilega duglegir og hreyfanlegir. Jordon Ibe skapaði mikla hættu á kantinum og það var einnig mjög ánægjulegt að halda hreinu. Markvarsla Mignolet í fyrri hálfleik var mjög mikilvæg".
Fróðleikur:
-Liverpool hefur aldrei tapað fyrir tyrknesku liði á Anfield.
-Þetta var í fyrsta sinn á þessari leiktíð sem Besiktas tókst ekki að skora mark.
-8-0 sigur Liverpool á Besiktas í riðlakeppni Meistaradeildarinnar tímabilið 2007-2008 er stærsti sigur sem nokkurt lið hefur unnið í þeirri sterku deild.
-Tölfræði Liverpool á Anfield í Evrópudeild/UEFA bikar er ansi tilkomumikil. Í síðustu 22 leikjum leikjum hefur liðið einungis tapað einu sinni, gegn Udinese 2012. Annars 16 sigrar og 5 jafntefli.
-Simon Mignolet er eini leikmaður Liverpool sem hefur byrjað inná í öllum leikjum liðsins í Evrópukeppnum í vetur. Raheem Sterling hefur komið við sögu í þeim öllum.
-Liverpool liðið er á mjög góðu skriði þessa dagana. Ef litið er á síðustu 17 leiki í öllum keppnum hefur liðið unnið 11, gert 5 jafntefli og tapað einum leik. Það skýrist ekki síst af því að varnarleikurinn, sem var til mikilla vandræða framan af leiktíð, er orðinn allur annar. Í síðustu 11 leikjum hefur liðið aðeins fengið á sig 6 mörk.
-Tveir fyrrverandi leikmenn Liverpool hafa verið við stjórnvölinn hjá Besiktas. Þeir Gordon Milne og John Toshack.
-Núverandi stjóri tyrkneska liðsins, Króatinn Slaven Bilic, mætti Liverpool fjórum sinnum á ferli sínum sem leikmaður í ensku deildinni, einu sinni með West Ham og þrisvar með Everton. Hann náði aldrei að fagna sigri, en skoraði eina mark West Ham í 1-3 tapi á Upton Park 1996.
-Hér má sjá myndir úr leik kvöldsins, af Liverpoolfc.com.
-Hér má lesa viðtal við Brendan Rodgers af sömu síðu.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan