| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Óvíst með Sakho
Ekki er vitað með vissu hvort Mamadou Sakho verði búinn að ná sér af meiðslum sínum í tæka tíð fyrir seinni leikinn við Besiktas í Evrópudeildinni á fimmtudaginn kemur.
Sakho missti af síðasta leik liðsins, 0-2 sigri gegn Southampton á sunnudaginn var vegna meiðsla í mjöðm. Fram að því hafði hann byrjað síðustu 16 leiki í röð og verið stór hluti af endurlífgun varnarinnar á tímabilinu.
Líklegt er að Dejan Lovren verði áfram í byrjunarliðinu en hann hafði ekki byrjað inná í rúmlega tvo mánuði fram að leiknum við hans fyrri liðsfélaga. Þó gæti líka verið að Glen Johnson fái tækifærið líka.
Steven Gerrard verður ekki klár í slaginn og getur því ekki spilað á Ataturk vellinum þar sem hann fagnaði sigri í Meistaradeild Evrópu fyrir tæpum tíu árum síðan. Fyrirliðinn hefur verið í meðferð hjá sjúkraþjálfurum liðsins á Melwood og það gæti verið að hann verði búinn að ná sér í tæka tíð fyrir heimsókn Manchester City á sunnudaginn.
Lazar Markovic er svo ennþá í banni í Evrópudeildinni, útileikurinn við Besiktas verður leikur númer tvö í fjögurra leikja banni.
Það verður því forvitnilegt að sjá hvernig Brendan Rodgers stillir upp liðinu gegn Besiktas þegar hafa þarf í huga að ekki svo löngu seinna gengur liðið út á Anfield í enn einum stórleiknum í deildinni. Nánar tiltekið kl. 12:00 næstkomandi sunnudag.
Sakho missti af síðasta leik liðsins, 0-2 sigri gegn Southampton á sunnudaginn var vegna meiðsla í mjöðm. Fram að því hafði hann byrjað síðustu 16 leiki í röð og verið stór hluti af endurlífgun varnarinnar á tímabilinu.
Líklegt er að Dejan Lovren verði áfram í byrjunarliðinu en hann hafði ekki byrjað inná í rúmlega tvo mánuði fram að leiknum við hans fyrri liðsfélaga. Þó gæti líka verið að Glen Johnson fái tækifærið líka.
Steven Gerrard verður ekki klár í slaginn og getur því ekki spilað á Ataturk vellinum þar sem hann fagnaði sigri í Meistaradeild Evrópu fyrir tæpum tíu árum síðan. Fyrirliðinn hefur verið í meðferð hjá sjúkraþjálfurum liðsins á Melwood og það gæti verið að hann verði búinn að ná sér í tæka tíð fyrir heimsókn Manchester City á sunnudaginn.
Lazar Markovic er svo ennþá í banni í Evrópudeildinni, útileikurinn við Besiktas verður leikur númer tvö í fjögurra leikja banni.
Það verður því forvitnilegt að sjá hvernig Brendan Rodgers stillir upp liðinu gegn Besiktas þegar hafa þarf í huga að ekki svo löngu seinna gengur liðið út á Anfield í enn einum stórleiknum í deildinni. Nánar tiltekið kl. 12:00 næstkomandi sunnudag.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan