| Sf. Gutt

Spáð í spilin



Besiktas v Liverpool

Það er í mörg horn að líta hjá Brendan Rodgers og lærisveinum hans um þessar mundir. Eftir magnaðan sigur í Southampton á sunnudaginn tekur næsta keppni við annað kvöld og nú verður leikið í Tyrklandi. Liverpool herjaði fram nauman sigur 1:0 í fyrri leiknum þegar Mario Balotelli ,,frekjaðist" til að taka vítið margumrædda. Allt fór vel og Ítalinn skoraði en nestið er í numasta lagi.


Eitthvað hefur heyrst um að það vanti lykilmenn í tyrkneska liðið en það sama má segja um Liverpool. Steven Gerrard er ennþá frá og Jordan Henderson er eitthvað stirður eftir leikinn um helgina. Glen Johnson og Mamadou Sakho eru meiddir. Philippe Couthino verður eftir heima en hermt er að hann verði hvíldur. Þó að einhverjar breytingar verði á liði Liverpool er ljóst að Brendan Rodgers ætlar sér áfram með liðið sitt. Sumir telja kannski að þessi keppni sé bara til að þreyta leikmenn Liverpool sem eru að berjast fyrir að ná einu af fjórum efstu sætum deildarinnar og eru eins með í baráttunni um F.A. bikarinn. En velgengni hjálpar alltaf og eflir sjálfstraustið. Því fleiri leikir sem vinnast því betra!  



Liverpool mætir nú í þriðja sinn á Ataturk leikvanginn var sem Evrópubikarinn vannst árið 2005. Þetta er vettvangur ævintýra en ólíklegt er að leikurinn annað kvöld verði jafn eftirminnilegur. Stuðningsmenn tyrkneskra liða eru magnaðir og Liverpool þarf örugglega á öllu sínu að halda. Tyrkirnir þurfa að sækja til að vinna upp forskot Liverpool og þetta ætti að gefa færi á skyndisóknum. Ég spái því að Liverpool vinni 1:2 með mörkum Jordan Ibe og Daniel Sturridge. Áfram með smjörið!

YNWA


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan