| Sf. Gutt
TIL BAKA
Brottfall í Tyrklandi
Slakleg framganga í Evrópukeppnum undir stjórn Brendan Rodgers hélt áfram í kvöld. Liverpool féll úr Evrópudeildinni eftir vítaspyrnukeppni í Tyrklandi. Tyrkir voru með 1:0 sigur eftir framlengingu.
Brendan Rodgers varð að gera nokkrar breytingar á liðskipan sinni frá því á sunnudeginum. Kolo Toure kom meira að segja til leiks í fyrsta sinn eftir Afríkukeppnina. Eins ákvað hann að breyta leikaðferð liðsins. Evrópudeildin hefur stundum verið gagnrýnd en ekki var að sjá á þessum liðum leiddist að keppa. Það var hart barist frá fyrstu mínútu og ekkert gefið eftir.
Liverpool fékk fyrsta færi leiksins eftir tuttugu mínútur. Raheem Sterling átti skot við vítateiginn, eftir undirbúining Alberto Moreno vinstra megin, en markmaður Besiktas henti sér til hliðar og varði. Liverpool gekk vel fram eftir hálfleiknum og á 33. mínútu náði Mario boltanum eftir að varnarmaður datt. Hann gaf á Daniel Sturridge sem komst inn í vítateiginn en var of seinn að skjóta þegar færið var sem best. Markmaðurinn varði skot hans sem kom heldur seint. Það voru fjórar mínútur til hálfleiks þegar Besiktas ógnaði alvarlega. Olcay Sahan lék sig í stöðu við vinstra vítateigshornið en Simon Mignolet varði vel.
Staðan í hálfleik var góð fyrir Liverpool en heimamenn komu mjög sterkir til leiks eftir hlé. Simon varði tvívegis af öryggi í upphafi hálfleiksins en annars var nú vörn Liverpool nokkuð þétt. Á 70. mínútu þaut boltinn rétt framhjá marki Liverpool eftir fast langskot og tveimur mínútur seinna lá hann í markinu. Boltinn barst fyrir markið frá vinstri og Tolgay Arslan þrykkti honum viðstöðulaust upp í hægra hornið. Simon átti ekki möguleika!
Leikmönnum Liverpool gekk illa að komast aftur inn í leikinn eftir að hafa lent undir og margir leikmenn liðsins voru þreytulegir enda búnir að spila mikið síðustu vikurnar. Á síðustu mínútunni munaði engu að Demba Ba kæmi tyrkneska liðinu áfram. Boltinn barst til hans eftir horn og hann átti þrumuskot í þverslá. Það dugði því ekki annað en að framlengja. Demba var aftur aðgangsharður á 100. mínútu en Simon varði frá honum. Hann hélt ekki boltanum og Martin Skrtel hreinsaði. Ekki urðu mörkin fleiri og vítaspyrnukeppni tók við.
Vítaspyrnukeppnin þessi gekk ekki jafn vel og sú sem Liverpool tók þátt í á þessum velli fyrir áratug. Rickie Lambert, Adam Lallana, Emre Can og Joe Allen svöruðu fyrstu fjórum spyrnum Besiktas af miklu öryggi. Fimmta spyrna tyrkneska liðsins var örugg eins og þær fyrstu fjórar og Dejan Lovren fékk það hlutverk að lengja keppnina. Það tókst ekki því skot hans fór yfir. Evrópudraumurinn þessa leiktíð er úti og enn gengur Brendan Rodgers hægt að komast almennilega áleiðis á þeim vettvangi.
Besiktas: Gonen; Kurtulus, Uysal, Franco, Opare; Kavlak, Hutchinson; Tore, Sosa (Arslan 61. mín.), Sahan (Koyunlu 106. mín.) og Ba. Ónotaðir varamenn: Fidayeo, Pektemek, Ozyakup, Boral og Nukan.
Mark Besiktas: Tolgay Arslan (72. mín.).
Víti Besiktas: Demba Ba, Gokhan Tore, Veli Kavlak, Atiba Hutchinson og Tolgay Arslan.
Liverpool: Mignolet; Toure, Skrtel, Lovren; Ibe (Manquillo 77. mín.), Can, Allen, Moreno; Sterling; Sturridge (Lambert 106. mín.) og Balotelli (Lallana 82. mín.). Ónotaðir varamenn: Ward, Borini, Brannagan og Williams.
Gul spjöld: Mario Balotelli og Emre Can.
Víti Liverpool: Rickie Lambert, Adam Lallana, Emre Can og Joe Allen.
Áhorfendur á Ataturk leikvanginum: 63.324.
Maður leiksins: Martin Skrtel var eins og svo oft áður grjótharður í vörninni. Slóvakinn er búinn að vera magnaður síðustu vikurnar.
Brendan Rodgers: Ég get ekki annað en hrósað mínum mönnum. Við vorum eiginlega ekki í neinum vandræðum þar til þeir skoruðu markið sitt. Við vorum auðvitað á útivelli og stefndum að því að halda hreinu. Við sköpuðum okkur færi í fyrri hálfleik og vorum í góðum málum í síðari hálfleik.
- Martin Skrtel var fyrirliði Liverpool í fjarveru Steven Gerrard og Jordan Henderson.
- Liverpool vann ekki einn einasta útileik í Evrópukeppnunum á þessari leiktíð og tapaði þremur af fjórum.
- Liverpool hefur ekki áður tapað vítaspyrnukeppni í Evrópukeppni.
- Þetta var önnur vítaspyrnukeppni Liverpool á leiktíðinni. Liðið vann Middlesbrough í slíkri keppni í Deildarbikarnum.
- Liverpool vann Evrópubikarinn á Ataturk leikvanginum fyrir tíu árum.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Brendan Rodgers varð að gera nokkrar breytingar á liðskipan sinni frá því á sunnudeginum. Kolo Toure kom meira að segja til leiks í fyrsta sinn eftir Afríkukeppnina. Eins ákvað hann að breyta leikaðferð liðsins. Evrópudeildin hefur stundum verið gagnrýnd en ekki var að sjá á þessum liðum leiddist að keppa. Það var hart barist frá fyrstu mínútu og ekkert gefið eftir.
Liverpool fékk fyrsta færi leiksins eftir tuttugu mínútur. Raheem Sterling átti skot við vítateiginn, eftir undirbúining Alberto Moreno vinstra megin, en markmaður Besiktas henti sér til hliðar og varði. Liverpool gekk vel fram eftir hálfleiknum og á 33. mínútu náði Mario boltanum eftir að varnarmaður datt. Hann gaf á Daniel Sturridge sem komst inn í vítateiginn en var of seinn að skjóta þegar færið var sem best. Markmaðurinn varði skot hans sem kom heldur seint. Það voru fjórar mínútur til hálfleiks þegar Besiktas ógnaði alvarlega. Olcay Sahan lék sig í stöðu við vinstra vítateigshornið en Simon Mignolet varði vel.
Staðan í hálfleik var góð fyrir Liverpool en heimamenn komu mjög sterkir til leiks eftir hlé. Simon varði tvívegis af öryggi í upphafi hálfleiksins en annars var nú vörn Liverpool nokkuð þétt. Á 70. mínútu þaut boltinn rétt framhjá marki Liverpool eftir fast langskot og tveimur mínútur seinna lá hann í markinu. Boltinn barst fyrir markið frá vinstri og Tolgay Arslan þrykkti honum viðstöðulaust upp í hægra hornið. Simon átti ekki möguleika!
Leikmönnum Liverpool gekk illa að komast aftur inn í leikinn eftir að hafa lent undir og margir leikmenn liðsins voru þreytulegir enda búnir að spila mikið síðustu vikurnar. Á síðustu mínútunni munaði engu að Demba Ba kæmi tyrkneska liðinu áfram. Boltinn barst til hans eftir horn og hann átti þrumuskot í þverslá. Það dugði því ekki annað en að framlengja. Demba var aftur aðgangsharður á 100. mínútu en Simon varði frá honum. Hann hélt ekki boltanum og Martin Skrtel hreinsaði. Ekki urðu mörkin fleiri og vítaspyrnukeppni tók við.
Vítaspyrnukeppnin þessi gekk ekki jafn vel og sú sem Liverpool tók þátt í á þessum velli fyrir áratug. Rickie Lambert, Adam Lallana, Emre Can og Joe Allen svöruðu fyrstu fjórum spyrnum Besiktas af miklu öryggi. Fimmta spyrna tyrkneska liðsins var örugg eins og þær fyrstu fjórar og Dejan Lovren fékk það hlutverk að lengja keppnina. Það tókst ekki því skot hans fór yfir. Evrópudraumurinn þessa leiktíð er úti og enn gengur Brendan Rodgers hægt að komast almennilega áleiðis á þeim vettvangi.
Besiktas: Gonen; Kurtulus, Uysal, Franco, Opare; Kavlak, Hutchinson; Tore, Sosa (Arslan 61. mín.), Sahan (Koyunlu 106. mín.) og Ba. Ónotaðir varamenn: Fidayeo, Pektemek, Ozyakup, Boral og Nukan.
Mark Besiktas: Tolgay Arslan (72. mín.).
Víti Besiktas: Demba Ba, Gokhan Tore, Veli Kavlak, Atiba Hutchinson og Tolgay Arslan.
Liverpool: Mignolet; Toure, Skrtel, Lovren; Ibe (Manquillo 77. mín.), Can, Allen, Moreno; Sterling; Sturridge (Lambert 106. mín.) og Balotelli (Lallana 82. mín.). Ónotaðir varamenn: Ward, Borini, Brannagan og Williams.
Gul spjöld: Mario Balotelli og Emre Can.
Víti Liverpool: Rickie Lambert, Adam Lallana, Emre Can og Joe Allen.
Áhorfendur á Ataturk leikvanginum: 63.324.
Maður leiksins: Martin Skrtel var eins og svo oft áður grjótharður í vörninni. Slóvakinn er búinn að vera magnaður síðustu vikurnar.
Brendan Rodgers: Ég get ekki annað en hrósað mínum mönnum. Við vorum eiginlega ekki í neinum vandræðum þar til þeir skoruðu markið sitt. Við vorum auðvitað á útivelli og stefndum að því að halda hreinu. Við sköpuðum okkur færi í fyrri hálfleik og vorum í góðum málum í síðari hálfleik.
Fróðleikur
- Martin Skrtel var fyrirliði Liverpool í fjarveru Steven Gerrard og Jordan Henderson.
- Liverpool vann ekki einn einasta útileik í Evrópukeppnunum á þessari leiktíð og tapaði þremur af fjórum.
- Liverpool hefur ekki áður tapað vítaspyrnukeppni í Evrópukeppni.
- Þetta var önnur vítaspyrnukeppni Liverpool á leiktíðinni. Liðið vann Middlesbrough í slíkri keppni í Deildarbikarnum.
- Liverpool vann Evrópubikarinn á Ataturk leikvanginum fyrir tíu árum.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan