| Elvar Guðmundsson
TIL BAKA
Spáð í spilin
Liverpool tekur á móti nýliðum Burnley annað kvöld í gríðarlega mikilvægum leik. Það er nóg að gera hjá okkar mönnum þessa dagana og leikurinn á morgun verður sá þriðji á innan við viku.
Steven Gerrard er byrjaður að æfa að nýju eftir aftanílæris tognun en líklega ekki alveg leikfær. Glen Johnson er orðinn frískur eftir flensu og Sakho ætti að vera orðinn heill heilsu eftir mjaðmavesen. Hins vegar er Jordan Ibe meiddur á hné og Flanagan ekki í leikæfingu.
Persónulega vona ég að Sakho fari beint í liðið á kostnað Lovren sem virkar á mig sem ein taugahrúga nema þegar stanga þarf boltann frá teignum. Allen ætti að halda sinni stöðu eftir frábæran leik á sunnudaginn en spurning með Markovic, hvort hann þurfi að víkja fyrir Sturridge og Sterling færður á vænginn hægra megin. Held reyndar að það sé komið að hvíld hjá Raheem í þessum leik og fáum hann frekar ferskan af bekknum þegar mögulega þarf að brjóta upp leikinn í seinni hálfleik.
Þetta Burnley lið er sýnd veiði en ekki gefin. Þeir hafa náð athyglisverðum úrslitum a leiktíðinni, m.a. 1-1 á Stamford Bridge fyrir tveimur vikum og 2-2 á Etihad rétt eftir jól. Þeir eru í grimmri fallbaráttu og koma til með selja sig afar dýrt á Anfield Road á morgun.
Fyrri leikur liðanna fór fram á annan dag jóla og þar mörðum við frábæran 1-0 útisigur í leik þar sem Burnley voru heilt yfir betri aðilinn.
Ekki þarf að fara yfir formið sem Liverpool er í þessar vikurnar en við erum ósigraðir í 11 deildarleikjum í röð á meðan Burnley hafa aðeins náð einum sigri í þeirra síðustu 11 leikjum. Þeir sitja í fallsæti eins og er og það eru hættulegir andstæðingar á þessu stigi tímabilsins.
Í úrvalsdeild höfum við mætt Burnley þrisvar og við unnið þá alla með samtals markatölunni 9-0. Í öllum keppnum hefur Liverpool sigrað mótherja annað kvölds í 7 leikjum í röð og haldið hreinu í öllum leikjanna. Við þurfum að fara allt aftur til ársins 1974 til að finna síðasta sigur Burnley á Anfield en þá fóru leikar 1-0.
Tölfræði er fín og til margs gagnleg en samt aðallega til gamans. Á morgun verður spilað ellefu á móti ellefu á tvö mörk og það lið sem hefur meiri vilja til að vinna gerir það mjög líklega. Það myndi rýra sigurinn frábæra gegn meisturum City ef ekki næðust þrjú stig á morgun. Mér er í raun nákvæmlega sama hvernig okkar menn fara að því að vinna, þeir bara verða að vinna á einhvern hátt.
Eins góðir og við vorum gegn City á sunnudaginn, þá vitum við að stutt er í drulluna eins og sást í Tyrklandi, og ekkert fæst ókeypis í þessari frábæru deild. Við viljum sjá sama sigurviljann, karakterinn og dugnaðinn sem okkar menn sýndu í síðasta leik, eitthvað sem minnti á okkar frábæru atlögu að titlinum í fyrra. Ef það gerist og menn berjast til síðustu mínútu þá getur maður ekki kvartað.
Mín spá er 2-1 sigur í miklum baráttuleik þar sem Sturridge gerir bæði mörkin.
Koma svo strákar, we go again!
YNWA
Steven Gerrard er byrjaður að æfa að nýju eftir aftanílæris tognun en líklega ekki alveg leikfær. Glen Johnson er orðinn frískur eftir flensu og Sakho ætti að vera orðinn heill heilsu eftir mjaðmavesen. Hins vegar er Jordan Ibe meiddur á hné og Flanagan ekki í leikæfingu.
Persónulega vona ég að Sakho fari beint í liðið á kostnað Lovren sem virkar á mig sem ein taugahrúga nema þegar stanga þarf boltann frá teignum. Allen ætti að halda sinni stöðu eftir frábæran leik á sunnudaginn en spurning með Markovic, hvort hann þurfi að víkja fyrir Sturridge og Sterling færður á vænginn hægra megin. Held reyndar að það sé komið að hvíld hjá Raheem í þessum leik og fáum hann frekar ferskan af bekknum þegar mögulega þarf að brjóta upp leikinn í seinni hálfleik.
Þetta Burnley lið er sýnd veiði en ekki gefin. Þeir hafa náð athyglisverðum úrslitum a leiktíðinni, m.a. 1-1 á Stamford Bridge fyrir tveimur vikum og 2-2 á Etihad rétt eftir jól. Þeir eru í grimmri fallbaráttu og koma til með selja sig afar dýrt á Anfield Road á morgun.
Fyrri leikur liðanna fór fram á annan dag jóla og þar mörðum við frábæran 1-0 útisigur í leik þar sem Burnley voru heilt yfir betri aðilinn.
Ekki þarf að fara yfir formið sem Liverpool er í þessar vikurnar en við erum ósigraðir í 11 deildarleikjum í röð á meðan Burnley hafa aðeins náð einum sigri í þeirra síðustu 11 leikjum. Þeir sitja í fallsæti eins og er og það eru hættulegir andstæðingar á þessu stigi tímabilsins.
Í úrvalsdeild höfum við mætt Burnley þrisvar og við unnið þá alla með samtals markatölunni 9-0. Í öllum keppnum hefur Liverpool sigrað mótherja annað kvölds í 7 leikjum í röð og haldið hreinu í öllum leikjanna. Við þurfum að fara allt aftur til ársins 1974 til að finna síðasta sigur Burnley á Anfield en þá fóru leikar 1-0.
Tölfræði er fín og til margs gagnleg en samt aðallega til gamans. Á morgun verður spilað ellefu á móti ellefu á tvö mörk og það lið sem hefur meiri vilja til að vinna gerir það mjög líklega. Það myndi rýra sigurinn frábæra gegn meisturum City ef ekki næðust þrjú stig á morgun. Mér er í raun nákvæmlega sama hvernig okkar menn fara að því að vinna, þeir bara verða að vinna á einhvern hátt.
Eins góðir og við vorum gegn City á sunnudaginn, þá vitum við að stutt er í drulluna eins og sást í Tyrklandi, og ekkert fæst ókeypis í þessari frábæru deild. Við viljum sjá sama sigurviljann, karakterinn og dugnaðinn sem okkar menn sýndu í síðasta leik, eitthvað sem minnti á okkar frábæru atlögu að titlinum í fyrra. Ef það gerist og menn berjast til síðustu mínútu þá getur maður ekki kvartað.
Mín spá er 2-1 sigur í miklum baráttuleik þar sem Sturridge gerir bæði mörkin.
Koma svo strákar, we go again!
YNWA
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!
Fréttageymslan