| Heimir Eyvindarson

Sleppir landsleik fyrir kveðjuleikinn

Luis Suarez hefur ákveðið að sleppa vináttulandsleik Uruguay og Marókkó til þess að geta tekið þátt í góðgerðarleik Steven Gerrard þann 29. marz.

Það er Liverpool Echo sem greinir frá þessari ákvörðun Suarez, en hann vill frekar ferðast til Merseyside og heiðra fyrrum fyrirliða sinn, en að hoppa yfir Gíbraltarsundið til móts við félaga sína í landsliðinu.   

Það er ekki annað að sjá en að það sé að komast ágætis mynd á þennan athyglisverða kveðjuleik Gerrard. Suarez bætist hér með í hóp ýmissa gamalla samherja Captain Fantastic, en Fernando Torres, Xabi Alonso, Pepe Reina og Dirk Kuyt hafa til að mynda allir staðfest komu sína. Þá hafa nokkrar kempur úr hópi mótherja Gerrards í gegnum tíðina einnig þekkst boð um að taka þátt í leiknum, s.s. Thierry Henry, Didier Drogba og John Terry. 

Fyrrum herbergisfélagarnir Gerrard og Carragher munu stýra hvor sínu liðinu í leiknum og alveg ljóst að það verður afskaplega spennandi hópur leikmanna sem kemur saman á Anfield á Pálmasunnudag. 
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan