| Elvar Guðmundsson
TIL BAKA
Frábær sigur í Wales
Liverpool vann í kvöld magnaðan 1-0 sigur á Swansea á Liberty vellinum í Wales þökk sé furðulegu sigurmarki Jordan Henderson.
Hellirigning var í Wales í kvöld í kaflaskiptum leik þar sem heimamenn voru mun betri í fyrri hálfleik en við í þeim síðari.
Sigurinn var ekki sá flottasti en líklega einn af þeim sætari þar sem enn eina ferðina héldum við hreinu. Þetta var sjötti útileikurinn í röð sem við höldum hreinu í deildinni sem er jöfnun á árangri frá árunum 1966 og 1972. Það eitt og sér kemur liðum áfram og í góðar stöður í hvaða deildum sem er.
Sakho kom inní byrjunarliðið á kostnað Lovren, annars óbreytt lið. Gerrard kom inní hóp á bekkinn sem þýddi að Allen hélt sinni stöðu á miðjunni með Henderson.
Fyrri hálfleikurinn var lélegur og við í raun heppnir að vera ekki undir að honum loknum. Aðeins frábærar vörslur Mignolet komu í veg fyrir það. Fyrst frá Gomis og svo frá Gylfa, bæði skot sem hefðu á slæmum degi ratað í netið. Það eru þessi moment sem telja fyrir markmenn sem ætla sér að vera í byrjunarliði liðs að berjast um titla.
Alla ákefð vantaði í okkar menn og einungis hægt að telja 2-3 sóknir okkar manna í fyrri hálfleik sem fljótt er hægt að gleyma. Swansea pressaði okkur mjög hátt uppi og við einfaldlega ekki tilbúnir í það verkefni og eins og áður sagði við ljónheppnir að vera ekki undir þegar flautað var til hálfleiks af að mínu mati frábærum dómara. Alltaf gott að muna varla hvernig maðurinn með flautuna lítur út þegar leik lýkur.
Allt annað Liverpool lið kom til leiks í síðari hálfleik. Brendan kaus að gera engar breytingar en hefur líklega sagt nokkur vel valin orð í klefanum. Pressan mun betri og markvissari, spilið beittara og menn loks mættir til leiks.
Vorum í raun komnir með góð tök á leiknum þegar Brendan gerir sína fyrri skiptingu, Gerrard inn fyrir Moreno á 64. mínútu. Aðeins 4 mínútum síðar kom eina mark leiksins. Skrtel bar þá boltann upp í skjóli Gerrards sem sat niðri fyrir hann, sendi hann fram á við og eftir klafs barst boltinn áfram í áttina að Henderson sem tók hlaupið samkvæmt áköfum bendingum frá Rodgers og vinnusemi hans skilaði heppnismarki sem við þiggjum að sjálfsögðu með þökkum. Varnarmaður heimamanna, Jordi Amat hugðist hreinsa sem vildi ekki betur til en svo að útrétt löpp Hendo varð fyrir og boltinn sveif í fallegum boga yfir Fabianski í markinu, 0-1 og gestirnir fögnuðu allir sem einn.
Þvílík liðsheild sem er að byggjast upp og eftir markið fannst manni sem heimamenn hafi misst trúna á verkefnið og Liverpool sigldi þremur stigum nokkuð þægilega í hús. Sturridge nálægt marki í lokin er lúmsk tilraun með hægri small í utanverðri stönginni eftir snilldarsendingu Coutinho.
Það eru þessir sigrar sem einkenna yfirleitt góðu liðin, að spila langt undir getu lengst af en hala samt inn öll stigin sem í boði eru. Næsti leikur er annar úrslitaleikur og sigur í honum myndi lyfta okkur í 4. sætið, hver hefði trúað því fyrir 13 leikjum síðan?
Liverpool: Mignolet, Can, Skrtel, Sakho, Sterling, Allen, Henderson, Moreno (Gerrard, 64. mín.), Lallana (Johnson, 88. mín.), Coutinho, Sturridge.
Gul spjöld: Henderson, Moreno, Sterling.
Swansea: Fabianski, Naughton, Amat, Williams, Taylor, Ki Sung (Dyer, 80. mín.), Cork, Shelvey, Gomis, Sigurðsson (Emnes, 89. mín.), Routledge (Montero, 73. mín.)
Áhorfendur á Liberty Stadium: 20.828.
Maður leiksins: Ekki margir í raun sem koma hér til greina. Freistandi að velja Mignolet þar sem hann heldur hreinu og okkur á floti í fyrri hálfleik með tveimur góðum vörslum. Henderson einnig kandidat vegna sigurmarksins en ég ætla að velja Joe Allen í kvöld sem mann leiksins. Var ekki góður í fyrri hálfleik eins og allir aðrir en steig upp í seinni og gerði allt rétt og skilaði einni lykiltæklingu á Gomis sem var kominn einn í gegn eftir að hafa labbað framhjá Can.
Brendan Rodgers: "Virkilega erfiður leikur, sérstaklega í þeim fyrri. Við gerðum smávægilegar taktískar breytingar í hálfleik er við fluttum vængmennina aðeins hærra upp sem gerði það að verkum að við náðum betri tökum á leiknum. Auðvitað reynum við að enda eins ofarlega og við getum á hverju ári, og vegna úrslitanna hjá Manchester City um helgina þá eigum við enn möguleika á öðru sætinu. Kredit til Swansea, þeir spiluðu vel og gerðu okkur virkilega erfitt fyrir í fyrri hálfleik."
Hér má sjá myndir úr leiknum.
Hér má sjá viðtal við Brendan eftir leik.
Hellirigning var í Wales í kvöld í kaflaskiptum leik þar sem heimamenn voru mun betri í fyrri hálfleik en við í þeim síðari.
Sigurinn var ekki sá flottasti en líklega einn af þeim sætari þar sem enn eina ferðina héldum við hreinu. Þetta var sjötti útileikurinn í röð sem við höldum hreinu í deildinni sem er jöfnun á árangri frá árunum 1966 og 1972. Það eitt og sér kemur liðum áfram og í góðar stöður í hvaða deildum sem er.
Sakho kom inní byrjunarliðið á kostnað Lovren, annars óbreytt lið. Gerrard kom inní hóp á bekkinn sem þýddi að Allen hélt sinni stöðu á miðjunni með Henderson.
Fyrri hálfleikurinn var lélegur og við í raun heppnir að vera ekki undir að honum loknum. Aðeins frábærar vörslur Mignolet komu í veg fyrir það. Fyrst frá Gomis og svo frá Gylfa, bæði skot sem hefðu á slæmum degi ratað í netið. Það eru þessi moment sem telja fyrir markmenn sem ætla sér að vera í byrjunarliði liðs að berjast um titla.
Alla ákefð vantaði í okkar menn og einungis hægt að telja 2-3 sóknir okkar manna í fyrri hálfleik sem fljótt er hægt að gleyma. Swansea pressaði okkur mjög hátt uppi og við einfaldlega ekki tilbúnir í það verkefni og eins og áður sagði við ljónheppnir að vera ekki undir þegar flautað var til hálfleiks af að mínu mati frábærum dómara. Alltaf gott að muna varla hvernig maðurinn með flautuna lítur út þegar leik lýkur.
Allt annað Liverpool lið kom til leiks í síðari hálfleik. Brendan kaus að gera engar breytingar en hefur líklega sagt nokkur vel valin orð í klefanum. Pressan mun betri og markvissari, spilið beittara og menn loks mættir til leiks.
Vorum í raun komnir með góð tök á leiknum þegar Brendan gerir sína fyrri skiptingu, Gerrard inn fyrir Moreno á 64. mínútu. Aðeins 4 mínútum síðar kom eina mark leiksins. Skrtel bar þá boltann upp í skjóli Gerrards sem sat niðri fyrir hann, sendi hann fram á við og eftir klafs barst boltinn áfram í áttina að Henderson sem tók hlaupið samkvæmt áköfum bendingum frá Rodgers og vinnusemi hans skilaði heppnismarki sem við þiggjum að sjálfsögðu með þökkum. Varnarmaður heimamanna, Jordi Amat hugðist hreinsa sem vildi ekki betur til en svo að útrétt löpp Hendo varð fyrir og boltinn sveif í fallegum boga yfir Fabianski í markinu, 0-1 og gestirnir fögnuðu allir sem einn.
Þvílík liðsheild sem er að byggjast upp og eftir markið fannst manni sem heimamenn hafi misst trúna á verkefnið og Liverpool sigldi þremur stigum nokkuð þægilega í hús. Sturridge nálægt marki í lokin er lúmsk tilraun með hægri small í utanverðri stönginni eftir snilldarsendingu Coutinho.
Það eru þessir sigrar sem einkenna yfirleitt góðu liðin, að spila langt undir getu lengst af en hala samt inn öll stigin sem í boði eru. Næsti leikur er annar úrslitaleikur og sigur í honum myndi lyfta okkur í 4. sætið, hver hefði trúað því fyrir 13 leikjum síðan?
Liverpool: Mignolet, Can, Skrtel, Sakho, Sterling, Allen, Henderson, Moreno (Gerrard, 64. mín.), Lallana (Johnson, 88. mín.), Coutinho, Sturridge.
Gul spjöld: Henderson, Moreno, Sterling.
Swansea: Fabianski, Naughton, Amat, Williams, Taylor, Ki Sung (Dyer, 80. mín.), Cork, Shelvey, Gomis, Sigurðsson (Emnes, 89. mín.), Routledge (Montero, 73. mín.)
Áhorfendur á Liberty Stadium: 20.828.
Maður leiksins: Ekki margir í raun sem koma hér til greina. Freistandi að velja Mignolet þar sem hann heldur hreinu og okkur á floti í fyrri hálfleik með tveimur góðum vörslum. Henderson einnig kandidat vegna sigurmarksins en ég ætla að velja Joe Allen í kvöld sem mann leiksins. Var ekki góður í fyrri hálfleik eins og allir aðrir en steig upp í seinni og gerði allt rétt og skilaði einni lykiltæklingu á Gomis sem var kominn einn í gegn eftir að hafa labbað framhjá Can.
Brendan Rodgers: "Virkilega erfiður leikur, sérstaklega í þeim fyrri. Við gerðum smávægilegar taktískar breytingar í hálfleik er við fluttum vængmennina aðeins hærra upp sem gerði það að verkum að við náðum betri tökum á leiknum. Auðvitað reynum við að enda eins ofarlega og við getum á hverju ári, og vegna úrslitanna hjá Manchester City um helgina þá eigum við enn möguleika á öðru sætinu. Kredit til Swansea, þeir spiluðu vel og gerðu okkur virkilega erfitt fyrir í fyrri hálfleik."
Hér má sjá myndir úr leiknum.
Hér má sjá viðtal við Brendan eftir leik.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan