| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Sturridge með á laugardaginn?
Við sögðum frá því fyrir helgina að Daniel Sturridge yrði frá vegna meiðsla næstu 4 vikurnar. Nú berast þær fregnir frá Liverpool að hann verði hugsanlega klár í slaginn gegn Arsenal á laugardaginn!
Við skoðun hjá enska landsliðinu um miðja síðustu viku kom í ljós að Sturridge hafði rifið vöðva í mjöðm í leiknum gegn Manchester United. Eins og við sögðum frá fyrir helgi var Sturridge strax sendur heim til Liverpool og talið var að hann yrði frá í allt að 4 vikur. Í gærkvöldi sagði Liverpool Echo hinsvegar frá því að rifan á vöðvanum væri það lítil að hugsanlega gæti Sturridge spilað þrátt fyrir allt.
Nú í morgunsárið eru ensku blöðin síðan full af fréttum um það að meiðsli Sturridge séu lítilsháttar og Brendan Rodgers muni örugglega biðja hann að harka af sér á laugardaginn, þegar Liverpool mætir Arsenal á Emirates í gríðarlega þýðingarmiklum leik í baráttunni um Meistaradeildarsæti.
Við skoðun hjá enska landsliðinu um miðja síðustu viku kom í ljós að Sturridge hafði rifið vöðva í mjöðm í leiknum gegn Manchester United. Eins og við sögðum frá fyrir helgi var Sturridge strax sendur heim til Liverpool og talið var að hann yrði frá í allt að 4 vikur. Í gærkvöldi sagði Liverpool Echo hinsvegar frá því að rifan á vöðvanum væri það lítil að hugsanlega gæti Sturridge spilað þrátt fyrir allt.
Nú í morgunsárið eru ensku blöðin síðan full af fréttum um það að meiðsli Sturridge séu lítilsháttar og Brendan Rodgers muni örugglega biðja hann að harka af sér á laugardaginn, þegar Liverpool mætir Arsenal á Emirates í gríðarlega þýðingarmiklum leik í baráttunni um Meistaradeildarsæti.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Vopnahlésdagurinn -
| Sf. Gutt
Mikil jákvæðni hjá félaginu -
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu
Fréttageymslan