| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Sturridge verður með gegn Arsenal
Meiðslin sem Daniel Sturridge varð fyrir í leiknum gegn Manchester United fyrir tæpum tveim vikum voru sem betur fer ekki alvarleg. Framherjinn er klár í stórleik helgarinnar.
Fyrstu fréttir af meiðslum Sturridge á mjöðm voru þess efnis að hann yrði frá í mánuð en á blaðamannfundi í dag staðfesti Brendan Rodgers að Sturridge hefði hafið æfingar á ný.
,,Dan æfði með liðinu í dag," staðfesti Rodgers. ,,Þetta var fyrsta æfing hans eftir meiðslin og hann var ekki eins beittur og hann hefði viljað en hann er byrjaður að æfa aftur og ætti að vera í góðu standi fyrir helgina."
Ekki þarf að óttast einhverja ólgu hjá enska knattspyrnusambandinu vegna þessa máls þar sem það voru læknar landsliðsins sem sendu Sturridge til baka á Melwood vegna meiðsla hans.
Af Adam Lallana er það að frétta að hann meiddist líka gegn United, nánar tiltekið í nára og ekki víst hvort að hann nái leiknum á laugardag.
,,Við erum að bíða með Adam," sagði Rodgers. ,,Hann er að taka aðrar æfingar og hefur ekki æft með liðinu. Það er möguleiki á því að hann æfi með liðinu á föstudaginn."
Ljóst er að Steven Gerrard og Martin Skrtel verða ekki með gegn Arsenal þar sem þeir eru báðir í þriggja leikja banni.
Fyrstu fréttir af meiðslum Sturridge á mjöðm voru þess efnis að hann yrði frá í mánuð en á blaðamannfundi í dag staðfesti Brendan Rodgers að Sturridge hefði hafið æfingar á ný.
,,Dan æfði með liðinu í dag," staðfesti Rodgers. ,,Þetta var fyrsta æfing hans eftir meiðslin og hann var ekki eins beittur og hann hefði viljað en hann er byrjaður að æfa aftur og ætti að vera í góðu standi fyrir helgina."
Ekki þarf að óttast einhverja ólgu hjá enska knattspyrnusambandinu vegna þessa máls þar sem það voru læknar landsliðsins sem sendu Sturridge til baka á Melwood vegna meiðsla hans.
Af Adam Lallana er það að frétta að hann meiddist líka gegn United, nánar tiltekið í nára og ekki víst hvort að hann nái leiknum á laugardag.
,,Við erum að bíða með Adam," sagði Rodgers. ,,Hann er að taka aðrar æfingar og hefur ekki æft með liðinu. Það er möguleiki á því að hann æfi með liðinu á föstudaginn."
Ljóst er að Steven Gerrard og Martin Skrtel verða ekki með gegn Arsenal þar sem þeir eru báðir í þriggja leikja banni.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan