| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Frægur fyrir leik
Illugi Jökulsson rithöfundur og þjóðfélagsrýnir er eldheitur aðdáandi Liverpool. Hann er svartsýnn fyrir leikinn gegn Arsenal á morgun og vill fá Thomas Müller til Liverpool.
Illugi Jökulsson er „Frægur fyrir leik" að þessu sinni.
Hvenær byrjaðir þú að halda með Liverpool?
Það var á velmektardögum Kenny Dalglish þegar félagið hafði ekki bara yfirburði í enska boltanum heldur var líka hér um bil eina félagið þar sem spilaði eitthvað í líkingu við skemmtilegan fótbolta.
Hvaða leikmaður í Liverpool sögunni er í mestu uppáhaldi hjá þér?
Erfið spurning. Dalglish, Rush, Barnes, Suárez. Hefði sagt Gerrard líka fyrir ári síðan, en hann hefur nú klúðrað svo mörgu að hann er ekki beint í náðinni. En ugglaust vinnur hann sér pláss þar aftur þegar rykið sest að lokum.
Hver er í mestu uppáhaldi af núverandi leikmönnum liðsins?
Coutinho á góðum degi. Svo hef ég lengi haft gífurlega trú á Jordon Ibe. Hann þarf að spila meira.
Ef þú mættir kaupa einn leikmann að eigin vali til Liverpool, hver yrði þá fyrir valinu?
Að fantasíum um Messi slepptum, eða að fá Suárez aftur, þá mundi ég kaupa Thomas Müller. Hann yrði aðalmaðurinn í liðinu og þá fyrst kæmi almennilega í ljós hve rosalega sterkur hann er.
Hvernig fer leikurinn gegn Arsenal á morgun?
Fram að leiknum við United hefði ég spáð 4-2 fyrir Liverpool. En liðið var alls ekki nógu beitt gegn United, burtséð frá úrslitunum, svo það virðist hafa blotnað í púðrinu. Ískalt mat segir mér því að leikurinn endi 2-1 fyrir Arsenal.
Í hvaða sæti endar Liverpool í vor?
Ef liðið tapar fyrir Arsenal, þá verður sjötta sætið niðurstaðan og Sterling fer og Sturridge og Coutinho fara að hugsa sér til hreyfings og allt í volli. Ef þeir vinna Arsenal og eiga góðan leik í þokkabót, þá er enn skikkanlegur séns á fjórða sætinu - einkum ef prýðilegur leikur United gegn Liverpool um daginn reynist hafa verið slys.
Illugi Jökulsson er „Frægur fyrir leik" að þessu sinni.
Hvenær byrjaðir þú að halda með Liverpool?
Það var á velmektardögum Kenny Dalglish þegar félagið hafði ekki bara yfirburði í enska boltanum heldur var líka hér um bil eina félagið þar sem spilaði eitthvað í líkingu við skemmtilegan fótbolta.
Hvaða leikmaður í Liverpool sögunni er í mestu uppáhaldi hjá þér?
Erfið spurning. Dalglish, Rush, Barnes, Suárez. Hefði sagt Gerrard líka fyrir ári síðan, en hann hefur nú klúðrað svo mörgu að hann er ekki beint í náðinni. En ugglaust vinnur hann sér pláss þar aftur þegar rykið sest að lokum.
Hver er í mestu uppáhaldi af núverandi leikmönnum liðsins?
Coutinho á góðum degi. Svo hef ég lengi haft gífurlega trú á Jordon Ibe. Hann þarf að spila meira.
Ef þú mættir kaupa einn leikmann að eigin vali til Liverpool, hver yrði þá fyrir valinu?
Að fantasíum um Messi slepptum, eða að fá Suárez aftur, þá mundi ég kaupa Thomas Müller. Hann yrði aðalmaðurinn í liðinu og þá fyrst kæmi almennilega í ljós hve rosalega sterkur hann er.
Hvernig fer leikurinn gegn Arsenal á morgun?
Fram að leiknum við United hefði ég spáð 4-2 fyrir Liverpool. En liðið var alls ekki nógu beitt gegn United, burtséð frá úrslitunum, svo það virðist hafa blotnað í púðrinu. Ískalt mat segir mér því að leikurinn endi 2-1 fyrir Arsenal.
Í hvaða sæti endar Liverpool í vor?
Ef liðið tapar fyrir Arsenal, þá verður sjötta sætið niðurstaðan og Sterling fer og Sturridge og Coutinho fara að hugsa sér til hreyfings og allt í volli. Ef þeir vinna Arsenal og eiga góðan leik í þokkabót, þá er enn skikkanlegur séns á fjórða sætinu - einkum ef prýðilegur leikur United gegn Liverpool um daginn reynist hafa verið slys.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan