| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Slæmt tap á Emirates
Liverpool gerðu ekki góða ferð til höfuðborgarinnar og stórt tap gegn Arsenal leit dagsins ljós.
Byrjunarliðið var breytt frá síðasta leik þar sem Martin Skrtel var í leikbanni og Daniel Sturridge þótti ekki í nógu góðu standi til að byrja leikinn. Adam Lallana og Mario Balotelli komust ekki í leikmannahópinn vegna meiðsla. Þeir Lucas, Kolo Toure og Lazar Markovic komu inn í liðið.
Leikurinn byrjaði þannig að heimamenn settu tóninn strax í upphafi og fengu strax tvö mjög góð færi til að skora eftir að hafa pressað varnar- og miðjumenn Liverpool til að missa boltann á slæmum stöðum. Simon Mignolet bjargaði hinsvegar með góðum markvörslum. Gestirnir náðu loksins að vakna og fóru að spila boltanum betur á milli sín og skapa færi. Á 19. mínútu kom besta færi leiksins til þessa er Coutinho sendi Markovic einan í gegn, Serbinn ákvað að senda til vinstri á Sterling þar sem hann hefði átt einfalt verk fyrir höndum með að setja boltann í markið en sendingin var ekki góð og Sterling náði ekki til boltans. Þar sluppu heimamenn heldur betur með skrekkinn. Gestirnir voru beittari og reyndu að ógna marki Arsenal manna áfram.
Það var svo á 37. mínútu sem fyrsta markið kom og var það heimamanna. Sending kom út til hægri og bakvörðurinn Bellerin lék inní vítateiginn, framhjá Moreno sem stóð eins og stytta og sendi boltann í fjærhornið óverjandi fyrir Mignolet. Skömmu síðar braut Sakho á Özil og Þjóðverjinn tók spyrnuna sjálfur, skotið var fast í markmannshornið og boltinn söng í netinu. Þar hefði Mignolet líklega átt að gera betur en á skammri stundu var staðan semsagt orðin 2-0 fyrir heimamenn. Þeir voru svo ekki hættir því aðeins 8 mínútum eftir fyrsta markið kom þriðja markið og þar var Sánchez að verki með þrumuskoti rétt fyrir utan vítateig. Markið kom uppúr góðri pressu á miðjunni þar sem Lucas tapaði boltanum á slæmum stað.
Þegar flautað var til hálfleiks var staðan því 3-0 og engin von sjáanleg fyrir gestina til að koma til baka. Daniel Sturridge kom inná í hálfleik fyrir Markovic en það breytti litlu. Gestirnir ógnuðu ekki mikið og heimamenn vörðust vel og voru líklegri til að bæta við ef eitthvað var. Það fór þó svo að Raheem Sterling fékk dæmda vítaspyrnu þegar Bellerin felldi hann í teignum. Henderson fór á punktinn og skoraði ekki mjög örugglega framhjá Ospina í markinu en mark var það engu að síður.
Undir lok leiksins fékk Emre Can svo að líta sitt annað gula spjald fyrir að brjóta á Danny Welbeck. Heimamenn nýttu sér liðsmuninn og náðu einni skyndisókn í blálokin þar sem Giroud skoraði flott mark með góðu skoti frá vítateigslínu. Niðurstaðan 4-1 tap.
Arsenal: Ospina, Bellerin, Mertesacker, Koscielny (Gabriel, 49. mín.), Monreal, Coquelin, Cazorla, Ramsey (Flamini, 62. mín.), Özil (Welbeck, 73. mín.), Sánchez, Giroud. Ónotaðir varamenn: Macey, Gibbs, Rosicky, Walcott.
Mörk Arsenal: Bellerin (37. mín.), Özil (40. mín.), Sánchez (45. mín.) og Giroud (90. mín.).
Gult spjöld: Bellerin.
Liverpool: Mignolet, Can, Toure, Sakho, Markovic (Sturridge, 45. mín.), Moreno, Henderson, Lucas, Allen, Coutinho, Sterling. Ónotaðir varamenn: Jones, Johnson, Lovren, Manquillo, Borini, Brannagan.
Mark Liverpool: Jordan Henderson (76. mín. víti).
Gult spjald: Emre Can.
Rautt spjald: Emre Can (2x gul).
Áhorfendur á Emirates: 60.081.
Maður leiksins: Það er varla hægt að velja mann leiksins eftir þennan leik. Það er helst að Simon Mignolet komi upp í hugann en hann bjargaði því sem bjargað var í upphafi leiks og varði a.m.k. einu sinni mjög vel í seinni hálfleik. En hann hefði líklega átt að gera betur þegar Özil skoraði úr aukaspyrnu í fyrri hálfleik.
Fróðleikur:
- Liverpool fékk á sig fyrstu útivallarmörk ársins 2015 í deildinni.
- Liverpool hefur aðeins unnið einn af síðustu 19 útileikjum sínum við Arsenal í öllum keppnum.
- Þeir Steven Gerrard, Raheem Sterling og Jordan Henderson eru allir markahæstir leikmanna félagsins í deildinni.
- Hafa þeir þó aðeins skoraði 6 mörk hver.
- Liverpool eru eftir sem áður í 5. sæti deildarinnar eftir þessa umferð (sem er þó ekki lokið enn) en Southampton og Tottenham náðu ekki að vinna sína leiki og komast uppfyrir Liverpool.
Hér má sjá myndir úr leiknum.
Byrjunarliðið var breytt frá síðasta leik þar sem Martin Skrtel var í leikbanni og Daniel Sturridge þótti ekki í nógu góðu standi til að byrja leikinn. Adam Lallana og Mario Balotelli komust ekki í leikmannahópinn vegna meiðsla. Þeir Lucas, Kolo Toure og Lazar Markovic komu inn í liðið.
Leikurinn byrjaði þannig að heimamenn settu tóninn strax í upphafi og fengu strax tvö mjög góð færi til að skora eftir að hafa pressað varnar- og miðjumenn Liverpool til að missa boltann á slæmum stöðum. Simon Mignolet bjargaði hinsvegar með góðum markvörslum. Gestirnir náðu loksins að vakna og fóru að spila boltanum betur á milli sín og skapa færi. Á 19. mínútu kom besta færi leiksins til þessa er Coutinho sendi Markovic einan í gegn, Serbinn ákvað að senda til vinstri á Sterling þar sem hann hefði átt einfalt verk fyrir höndum með að setja boltann í markið en sendingin var ekki góð og Sterling náði ekki til boltans. Þar sluppu heimamenn heldur betur með skrekkinn. Gestirnir voru beittari og reyndu að ógna marki Arsenal manna áfram.
Það var svo á 37. mínútu sem fyrsta markið kom og var það heimamanna. Sending kom út til hægri og bakvörðurinn Bellerin lék inní vítateiginn, framhjá Moreno sem stóð eins og stytta og sendi boltann í fjærhornið óverjandi fyrir Mignolet. Skömmu síðar braut Sakho á Özil og Þjóðverjinn tók spyrnuna sjálfur, skotið var fast í markmannshornið og boltinn söng í netinu. Þar hefði Mignolet líklega átt að gera betur en á skammri stundu var staðan semsagt orðin 2-0 fyrir heimamenn. Þeir voru svo ekki hættir því aðeins 8 mínútum eftir fyrsta markið kom þriðja markið og þar var Sánchez að verki með þrumuskoti rétt fyrir utan vítateig. Markið kom uppúr góðri pressu á miðjunni þar sem Lucas tapaði boltanum á slæmum stað.
Þegar flautað var til hálfleiks var staðan því 3-0 og engin von sjáanleg fyrir gestina til að koma til baka. Daniel Sturridge kom inná í hálfleik fyrir Markovic en það breytti litlu. Gestirnir ógnuðu ekki mikið og heimamenn vörðust vel og voru líklegri til að bæta við ef eitthvað var. Það fór þó svo að Raheem Sterling fékk dæmda vítaspyrnu þegar Bellerin felldi hann í teignum. Henderson fór á punktinn og skoraði ekki mjög örugglega framhjá Ospina í markinu en mark var það engu að síður.
Undir lok leiksins fékk Emre Can svo að líta sitt annað gula spjald fyrir að brjóta á Danny Welbeck. Heimamenn nýttu sér liðsmuninn og náðu einni skyndisókn í blálokin þar sem Giroud skoraði flott mark með góðu skoti frá vítateigslínu. Niðurstaðan 4-1 tap.
Arsenal: Ospina, Bellerin, Mertesacker, Koscielny (Gabriel, 49. mín.), Monreal, Coquelin, Cazorla, Ramsey (Flamini, 62. mín.), Özil (Welbeck, 73. mín.), Sánchez, Giroud. Ónotaðir varamenn: Macey, Gibbs, Rosicky, Walcott.
Mörk Arsenal: Bellerin (37. mín.), Özil (40. mín.), Sánchez (45. mín.) og Giroud (90. mín.).
Gult spjöld: Bellerin.
Liverpool: Mignolet, Can, Toure, Sakho, Markovic (Sturridge, 45. mín.), Moreno, Henderson, Lucas, Allen, Coutinho, Sterling. Ónotaðir varamenn: Jones, Johnson, Lovren, Manquillo, Borini, Brannagan.
Mark Liverpool: Jordan Henderson (76. mín. víti).
Gult spjald: Emre Can.
Rautt spjald: Emre Can (2x gul).
Áhorfendur á Emirates: 60.081.
Maður leiksins: Það er varla hægt að velja mann leiksins eftir þennan leik. Það er helst að Simon Mignolet komi upp í hugann en hann bjargaði því sem bjargað var í upphafi leiks og varði a.m.k. einu sinni mjög vel í seinni hálfleik. En hann hefði líklega átt að gera betur þegar Özil skoraði úr aukaspyrnu í fyrri hálfleik.
Fróðleikur:
- Liverpool fékk á sig fyrstu útivallarmörk ársins 2015 í deildinni.
- Liverpool hefur aðeins unnið einn af síðustu 19 útileikjum sínum við Arsenal í öllum keppnum.
- Þeir Steven Gerrard, Raheem Sterling og Jordan Henderson eru allir markahæstir leikmanna félagsins í deildinni.
- Hafa þeir þó aðeins skoraði 6 mörk hver.
- Liverpool eru eftir sem áður í 5. sæti deildarinnar eftir þessa umferð (sem er þó ekki lokið enn) en Southampton og Tottenham náðu ekki að vinna sína leiki og komast uppfyrir Liverpool.
Hér má sjá myndir úr leiknum.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan